Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 27
AFSTAOA SPRUNGUSVEIMANNA
QG GRAGRYTISINS VIO
SUNNANVEROAN FAXAFLÓA
3. mynd. Einfölduð mynd af sprungusveimunum á Suðvesturlandi og afstöðu þeirra til
grágrýtisins (smástrikuð svæði). Útdauðu sprungusveimarnir, Kjalarnes- og Stardals-
sveimarnir hverfa inn undir grágrýtið, en sprungur virku sveimanna skera sig inn í það.
— Simplified map of the fissure swarms of Southwestern Iceland showing their relation to
the gray basalts (hatched areas). The fissures of the extinct Early Quaternary fissure
swarms disappear below the gray basalts, while the fissures of the active fissure swarms
extend into it.
á mó undan hrauninu í Elliðavogi,
þeirri fyrstu á íslensku efni, rann þetta
hraun fyrir um það bil 5300 árum
(Hospers 1953 og Jóhannes Áskelsson
1953). Samskonar aldursákvörðun á
birkikolum undan hrauninu í Elliðaár-
dal, gerð síðar (Jón Jónsson 1971),
gefur heldur lægri aldur, eða um 4600
ár, sem er líklega nær hinu rétta.
Hraun þetta er óbrotið í sundinu við
Skyggni, þar sem það liggur 4-5 m
þykkt ofan á 2 m af lausum jarðlögum
(Gestur Gíslason og Páll Imsland
1971). Austurbrún Selássins norðan
sundsins er misgengisstallur á sama
misgengja- og sprungusveim og
Hjallamisgengið. Fleiri misgengi á
þessum sprungusveim liggja norður
um svæðið austan Elliðavatns og skera
þar grágrýtið beggja vegna Leita-
hraunsins, án þess að nokkurra brota
verði vart í hrauninu (sbr. Jón Jónsson
1965). Það verður því að teljast nær
fullvíst, að ekki hafi orðið hreyfing á
þessum misgengjasveim norðan EIl-
iðavatns síðustu 4600 árin, þó ljóst sé,
að 6-7 km sunnar hafi orðið allt að 7
m misgengi á brotum á sama sprungu-
sveim einhvern tíma á síðustu 7200
árum. Leitahraun er hins vegar brotið
austur við Vatnaöldur (Jón Jónsson
1982, munnl. upplýsingar), þar sem
Brennisteinsfjallasprungusveimurinn
sker það. Verið getur að brotavirkni á
73