Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31
Sveinn P. Jakobsson: íslenskar bergtegundir IV Basaltískt íslandít og íslandít INNGANGUR Basaltískt íslandít og íslandít hafa verið nefndar ísúrar bergtegundir, en kísilhlutfall þeirra er hærra en í bas- ísku bergtegundunum sem áður hefur verið um fjallað í þáttum þessum, og lægra en í súru bergtegundunum sem rætt verður um í næstu þáttum. í bas- íska bergi þóleiítraðarinnar er Si02 (kísilsýra) 45—52 prósent, í ísúra berg- inu 52-67.5 prósent, og í súra berginu 67.5—78 prósent. í alkalísku bergröð- inni gilda hinsvegar önnur prósentu- mörk ntilli flokkanna. Basaltískt íslandít og íslandít eru fremur sjaldgæfar bergtegundir. Þær eru hinsvegar nátengdar hvað varðar uppruna og fylgjast því að í dreifingu. Þótt um tvær aðskildar bergtegundir sé að ræða, er erfitt að greina á milli þeirra og þykir því rétt að fjalla um þær báðar í einum þætti. LÝSING Basaltískt íslandít. Þetta er dökkgrá bergtegund og ætíð dulkornótt. Bergið er þétt í sér, en efra og neðra borð hrauna getur þó verið frauðkennt. ísúr bergkvika er seigfljótandi, kristallar laga sig eftir straumstefnu við kólnun og straumflögunar gætir því jafnan. Við veðrun klofnar bergið því oft í þunnar flögur, en að öðru leyti eru brotsár mjög óregluleg. Veðrunar- kápa basaltísks íslandíts er fíngerð og brúnleit. Við lághitaummyndun dökknar bergið og verður grásvart. Hraun úr Þingmúlaeldstöðinni skal hér tekið sem dærni um basaltískt ís- landít. Þingmúlaeldstöðin (Carmic- hael 1964) var virk á tertíer, fyrir u. þ. b. 4 — 6 milljón árum síðan, en leifar hennar má nú sjá í Þingmúla og í fjöllunum austan Skriðdals í Suður- Múlasýslu. Þingmúlaeldstöðin er þól- eiískt eldstöðvakerfi þar sem myndast hafa allar helstu bergtegundir þólei- ísku bergraðarinnar, en sérstaklega ber þar mikið á ísúru bergi. Bergsýnið var tekið í um 930 m hæð úr hraunlagi er myndar hnúk suð-suðaustan í Hetti í Skriðdal. Tafla I sýnir efnasamsetningu hraunsins. Miðað við efnasamsetningu þóleiíts sem fjallað var um í síðasta þætti (Sveinn P. Jakobsson 1984), þá sést að hlutfall (prósent) Si02, Na20 og K20 er hér mun hærra, en MgO, CaO og FeO lægra en í þóleiíti. Þessar steintegundir mynda hraunið: Dílar eru plagíóklas, magnetít, ágít, ólivín og apatít. Grunnmassinn er samsettur af plagíóklas, klínópyroxen og málmi. Á 1. mynd (A) er sýnd smásjár- teikning af berginu. Náttúrufræöingurinn 54 (2), bls. 77-84, 1985 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.