Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 32
1. mynd. A. Smásjárteikning af bergþynnu af basaltísku íslandíti (NI 6241) úr Þingmúla- eldstöðinni, sýnið er tekið suðsuðaustan í Hetti í Skriðdal. Dílar af magnetíti og ágíti. í þéttum grunnmassanum sést vottur að straumflögun. Myndin nær yfir 4 mm af bergþynn- unni. B. Smásjárteikning af íslandíti (NI 6999), hraun norður af Lúdent, austur af Mývatni. Dílar af plagíóklas, ágíti, hypersten og magnetíti, í mjög þéttum glerkenndum grunnmassa. Sýnið er tekið á yfirborði og er mjög blöðrótt. — A. Microdrawing of a basaltic icelandite lava (NI 6241) from the Þingmúli central volcano, Skriðdalur, eastern Iceland. Phenocrysts of magnetite and augite in a fine-grained groundmass which exhibits a faint fluidal texture. The drawing covers about 4 mm of the thin section. B. Microdraw- ing of an icelandite (N1 6999), a lava flow at Lúdent, the Námafjall volcanic system, northern Iceland. Phenocrysts of plagioclase, augite, hypersthene and magnetite in a fine- grained groundmass. The sample is collected from the surface and is unusually vesicular. Það er einkenni á basaltísku ís- landíti að dílar eru fáir og smáir, oftast innan við 1% rúmmáls bergsins. At- hygli vekur, að í þessu sýni finnst bæði ólivín og apatít. Það er algjör und- antekning að ólivín finnist í basaltísku íslandíti, og apatít hefur ekki áður fundist í því svo vitað sé. Eins og sést af 1. mynd, er grunnmassinn smágerð- ur, flest kornin eru minni en 0.05 mm í þvermál. Íslandít. Líkt og basaltískt íslandít, þá er íslandít dökkgrá, þétt bergteg- und og ætíð dulkornótt. Straumflögun- ar gætir þó allajafna í ríkara mæli en í basaltísku íslandíti, og brotsár er mjög óreglulegt og oft með kúpta fleti. Veðrunarkápa er brúnleit og stundum með rauðfjólubláum blæ. Fjólublá slikja er oft á íslandíti og stundum má sjá í því rauðleita tauma. Við Lúdent, um 5—6 km austur af Mývatni, hefur myndast íslandít við sprungugos (2. mynd), og skal þetta hraun tekið hér sem dæmi um íslandít- bergmyndun. Hér er um að ræða 78

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.