Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 34
2. mynd. Loftmynd af svæðinu kringum Lúdent og þar norður af. L: Lúdent, H: Hraunbunga, Hv: Hverfjall, Ly: Laxárhraun yngra. Örvar sýna helstu íslandít- hraunstraumana (sbr. Karl Grönvold 1972, bls. 131). — An aerial photograph of the Lúdent area, photography by the Icelandic Geodetic Survey. L: Lúdent tephra crater, H: Hraunbunga lava flow, Hv: Hverfjall, Ly: Younger Laxá lava. Arrows indicate the main icelandite lava flows (cf. Karl Grönvold 1972, p. 131). © Landmælingar íslands, birt með leyfi. altíska íslandítinu, plagióklas <0.1 mm, klínópyroxen <0.04 mm og málmkornin <0.005 mm. SAMANBURÐUR Af framansögðu er ljóst að það er örðugt að greina í sundur basaltískt íslandít og íslandít, þegar ekki er á öðru að byggja en skoðun handsýna. Hinsvegar er auðveldara að þekkja ísúra bergið frá basalti. ísúra bergið er nær alltaf straumflögótt og klofnar gjarna í flögur, en það er mun sjald- gæfara í basalti og flögurnar eru þá þykkari. Dílar eru mun sjaldgæfari í þóleiísku ísúru bergi en í þóleiísku basalti, og veðrunarhúð er brúnni á ísúru bergi en basísku. Mun auðveldara er að greina basalt- ískt íslandít og íslandít í sundur með hjálp bergsmásjár. Hér eru helstu ein- kennin þau, að dílategundirnar hyper- sten og ólivín eru algengar í íslandíti, en eru óþekktar (hypersten) eða mjög 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.