Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1lllliaillllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||lllll||||||||||||l||||||||lllllllll,lllll,,,ll||||||||,llll,lllllllllllllllllllll, einu sinni aparnir; það eru þeir vöðvar, sem lyfta upp munn- vikunum. II. Við skulum nú að lokum virða nokkuð nánar fyrir okkur hin helztu þeirra úreltu líffæra, sem ennþá eru sýnileg á mannslík- amanum, þegar hann er fullþroskaður, og frægust eru orðin sem dæmi um úrelt líffæri. Hryggdýrin bera nafn af þeim kunna beinhrygg, sem í þeim er. Eg þarf ekki að taka það fram, að þessi hryggur er gerð- ur úr liðum, hryggjarliðunum. Fremst, næst höfðinu, eða efst á manninum, eru hálsliðirnir, — eg tala hér einungis um spendýr- in, með sérstöku tilliti til mannsins. Þeir eru hjá manninum, og hjá allflestum spendýrum, sjö að tölu. Því næst koma brjóstliðirn- ir, þeir eru alltaf tólf. Út frá brjóstliðunum ganga rifin, eitt par frá hverjum lið, þau verða því tuttugu og fjögur, eða tólf pör. Fyrir aftan brjóstliðina, eða fyrir neðan þá hjá manninum, koma fimm hryggjarliðir, sem einu nafni kallast spjaldhryggur, þá koma fáeinir liðir, sem eru vaxnir saman, og vaxnir við mjaðmar- grindina, og loks koma hinir svonefndu rófuliðir, einnig hjá mann- inum, þeir eru dálítið mismunandi að tölu, þetta frá þremur og upp í sex, vanalega eru þeir fjórir eða fimm. Um leið og við leggj- um nú þessar skýringar, sem hér hafa verið gefnar, og reyndar standa í flestum skólabókum, til grundvallar, skulum við virða fyrir okkur þessa halaliði og rifbeinin hjá manninum. Halinn. Eins og við vitum, þá er í raun og veru saga halans í hrygg- dýraríkinu harla merkileg. Við íslendingar erum svo illa settir, að við eigum ekkert orð, sem táknar þetta líffæri almennt, hvar sem það kemur fyrir og hjá hvaða dýri sem er, þar stöndum við öðrum þjóðum að baki. Á hinn bóginn eigum við sérnefni á hala mismunandi dýra. Við tölum um sporð á þorskinum, hala á kún- um, tagl á hestunum, stýri á köttunum, stél á fuglunum og svo framvegis. Yfir þetta allt saman ætla eg nú að nota orðið hali, eins og gert er í skandínavisku málunum, og vona að það verði ekki neinum að ásteytingarsteini. Saga halans hjá hryggdýrunum er sem sagt harla merkileg. Hjá fiskunum, sem standa neðar öll- um öðrum hryggdýrum, er hann hið þýðingarmesta líffæri, þar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.