Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 iHiitiiiimimmiuiiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiimimiimiiiimiiiiiimiiHiiimiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiimiii sem þessi dýr nota hann sér til hreyfinga. Svo þegar nýir flokkar hryggdýra mynduðust, flokkar, sem fóru að lifa á landi, eins og froskdýrin, þá var ekki lengur hægt að nota halann sem hreyfitæki, heldur varð að breyta kvið- og eyr-uggunum í fætur, til að geta með þeirra aðstoð komist áfram um jörðina. Hjá frumlegustu hrygg- dýraflokkunum, sem lifa á landi, eru fæturnir mjög ófullkomnir, hér á eg við froskdýrin og skriðdýrin. Þeir geta varla lyft líkam- anum frá jörðu og dýrin nota enn þá halann allmikið sér til fram- dráttar. Þess vegna er í daglegu tali gerður greinarmunur á hreyf- ingu þessara dýra og til dæmis spendýranna, við segjum að frosk- dýr og skriðdýr skríði, en að spendýrin gangi. Hjá spendýrunum er halinn orðinn að mestu leyti þýðingarlaus, og algerlega þýðing- arlaus til þess að hreyfa dýrið, hann er líffæri, sem annaðhvort er orðið úrelt eða er að verða það. Þó hafa hvalirnir getað notað halann á ný, til þess að annast hreyfingu, en þeir mynda líka á þann hátt undantekningu frá þeirri reglu, að spendýrin noti ekki halann til þess að færa sig úr stað. 7. mynd. Drengur með dável þroskaðan hala (rófu).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.