Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15- iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii||||||||m,mi||||||||||ll||l|||imi||||||lll,l|l, heldur en þegar þeir eru fullorðnir. Heilabúið hjá þeim vex mjög lítið, meðan á líkamsvextinum stendur, frá því sem það er, með- an þeir eru í bernsku, — alveg það gagnstæða á sér stað hjá mann- inum. Lítum við svo á þann hluta höfuðbeinanna, sem lykur um munninn og nasirnar. Algerlega sjálfstæður er þessi hluti ein- ungis hjá fiskunum, og þá helzt hjá þeim frumlegustu þeirra, það er það, sem við köllum tálknbeinin. Þegar hryggdýrin fara að lifa á landi og hætta að anda með tálknum, sæta þessi bein, sem við finnum í tálknbeinagrind til dæmis þorsksins, ýmsum örlögum, og sum verða þá meira og minna úrelt. Eg skal aðeins taka það fram, að sum þessara beina verða að tungubeinunum hjá manninum, önnur verða að þeim þremur smábeinum, sem eru inni í eyranu, hamarnum, steðjanum og ístaðinu, eins og það er kallað, sum mynda skjaldbrjóskið og hringbrjóskið, og ef til vill fleiri brjósk í barkanum, og loks verða sum að neðri kjálkunum. Eftirtektar- vert er það, að ekkert þeirra líffæra hjá manninum, sem leifar þessara beina úr fisktálknbogunum finnast nú í, eru hjá fisk- unum. Þarna hefir náttúran á ýmsan hátt hagnýtt sér verðmæti, sem voru að verða úr sögunni, þegar tálknin voru lögð niður, til nýrra fyrirtækja, sem varð að setja á stofn til nýrra þrifa og framfara. Það mætti segja fjölda margt annað en það, sem nú hefir ver- ið talið, um beinagrindina í manninum, um úrelt bein í henni og um bein, sem eru í örum vexti, eða bein, sem hafa skipt um hlut- verk vegna framþróunar, eins og eg var alveg að drepa á, en eg vil heldur nota tækifærið til þess að tilgreina ýmis önnur úrelt líffæri, sem mannslíkamanum fylgja. Taugakerfið. Ef við athugum mænuna á fiskunum eða einhverjum öðrum hinna lægstu hryggdýra, komumst við að raun um, að hún liggur í gegnum alla eða flestalla hryggjarliðina, frá heilanum og aftur í hala. Öðruvísi er þessu varið hjá manninum og spendýrunum. Það lítur út fyrir að hryggurinn hafi hjá þeim vaxið örar en mæn- an hefir lengst, en niðurstaðan af því verður sú, að mænan fyllir ekki nándar nærri út öll mænugöngin, heldur aðeins fremsta hluta þeirra. Aftast endar hún í dálítilli totu, sem auðsjáanlega er úr- elt líffæri, leifar frá þeim tímum, þegar forfeður mannsins endur fyrir löngu höfðu miklu lengri mænu, í samanburði við hrygginn,. en nú er raun á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.