Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHII, Þetta getur maðurinn ekki með neinu móti leikið eftir, og má það í fljótu bragði virðast furða, að hann skuli geta án þess ver- ið. Skýringin er þó í því fólgin, að maðurinn gengur uppréttur. Hann getur snúið höfðinu um lóðréttan ás og á þann hátt skynj- að við hvaða höfuðstellingar hann heyrir hljóðið bezt, en af því dregið þá ályktun hvaðan það kemur. Hjá mannöpunum er eyð- ing eyrans gengin enn þá lengra en hjá manninum. Orangútaninn er til dæmis með öllu eyrnalaus. Meltingarfærin. Þá eiga meltingarfærin mörg líffæri, sem eru að verða úrelt, en þar má fyrst til telja tennurnar. Hjá þeim fiskum, sem tennur hafa, kemur hver tönnin eftir aðra, þegar tönn eyðilegst, en mað- urinn fær, eins og kunnugt er, aðeins tennur tvisvar, mjólkurtenn- ur og fullorðinstennur. Við rannsóknir hefir þó komið í ljós, að hjá manninum myndast fyrst tennur, sem aldrei ná þeim þroska, að þær verði sýnilegar, og það hefir einnig hent, að gamlir menn hafa fengið tennur, eftir að fullorðinstennurnar voru farnar. Við höfum því tvennar úreltar tennur, aðrar koma á undan mjólkur- tönnunum, en hinar á eftir fullorðinstönnunum. Þó er ekki sögu tannanna þar með lokið. Á fullorðinsárum fá flestar manneskjur vísdómstönn, sem er aftasti jaxlinn í munninum. Sumir fá hann nokkuð snemma, aðrir fá hann seint og nokkrir aldrei. Auk þess er vísdómsjaxlinn mjög breytilegur að stærð, hann er tönn, sem er að verða úrelt. Hjá mannöpunum er þetta alveg öfugt, þar kemur vísdómstönnin á unga aldri og er sterkust af öllum jöxlun- um. Beri maður saman tennur í mönnum og mannöpum, þá er f jöldinn og lögunin hér um bil alveg sú sama, en styrkleikinn mjög misjafn, miklu sterkari hjá öpunum en hjá manninum. Sérstak- lega er augntönnin, eða vígtönnin, eins og hún er kölluð hjá dýr- unum, mjög sterk hjá mannöpunum, enda er hún notuð sem vopn. Um spendýrin, sem yfirleitt hafa tennur, gildir sú regla, að líf þeirra endist einungis eins lengi og tennurnar standa. Ut yfir þetta lögmál er maðurinn vaxinn. Hann hefir nú fundið ýms tæki til þess að búa fæðuna í hag handa líkamanum og matreiða hana á ýmsan hátt, svo að maður minnist nú ekki á tannlækningar, sem dýrin verða að fara á mis við. Afleiðingin af þessu er sú, að maðurinn er að verða óháður tönnunum, eins og hann er nú óháð- ur hárinu, tennurnar eru að hrörna, þær eru að byrja leiðina til þess að verða úreltar. Þess vegna verða kjálkarnir á manninum 2*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.