Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 iiiimiiiimiiiiiiimiiiiiiimiitiiiiiiiiiimmimimimimmmiiiiimiiiiiiiiimiiimiiiimiiiiimmimimiiimiiiiimiiiiiiimiiiiimt sökkva til botns, oft á djúpu vatni, og færa botndýrunum þar plöntunæringu, þangað, sem engin planta getur þrifizt, vegna þess að þar vantar eitt af aðalskilyrðum alls gróðurs, ljósið. Marhálmur (Zostera marina). Vinstra megin er hluti úr jarðstenglu með blöðum. Hægra megin blað. (Náttúrufr. 1933). 2. Otlendar rannsóknir. Við skulum nú, eftir þessar almennu athugasemdir, líta dá- lítið á þær rannsóknir, sem vísindamenn í öðrum löndum hafa gert á marhálminum. I Danmörku hafa náttúrufræðingarnir, pró- fessor Ostenfeld og doktor Johannes Petersen gert miklar rann- sóknir á vexti og viðgangi marhálmsins, og birt árangurinn af þeim, sá fyrrgreindi árið 1908, en sá síðarnefndi árið 1913. Dr. Petersen komst að þeirri niðurstöðu, að á hverju sumri myndast um tíu stöngulliðir á hverjum botnstöngli, eða botnstenglu, en á veturna aðeins fimm, og þeir eru styttri en liðir þeir, sem myndast á sumrin, og blöðin, sem myndast við þá, eru styttri en sumarblöð- in. Athugi maður hverja botnstenglu, þ. e. a. s. hverja plöntuna

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.