Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111 i i 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 • 1111 fyrir sig, þá kemur það í ljós, að blöðin, sem á plöntunni eru í einu; eru sjaldan fleiri en fimm, enda þótt liðirnir á stenglunni séu miklu fleiri, og skýringin er sú, að jafnóðum og ný blöð koma fram, detta þau gömlu af. Öll þau blöð, sem eru á plöntunni, t. d. að haustinu til, hafa því myndazt á því sumri, sem er nýliðið, og reyndar um það bil helmingi fleiri, og meira en helmingi fleiri yfir árið, þegar vetrarsprettan er tekin með. Dr. Petersen komst einnig að þeirri niðurstöðu, að þar sem góð vaxtarskilyrði eru fyr- ir marhálm, eru um 6 kíló af blöðum á hverjum fermetra á botn- inum, en þar sem gróður er með lakasta móti í Danmörku, er sam- anlagður þungi blaðanna á einum fermetra um 1.7 kg. Sé nú gert ráð fyrir, að það sem framleiðist af marhálmsblöðum á einu ári, sé helmingi meira, verður ársframleiðslan á hverjum fermetra við strendur Danmerkur 3.4—12.0 kg. Nú lætur nærri, að af mar- hálmsblöðunum séu um 16% þurefni, og þá verður þurefnisfram- leiðslan frá y% kg. upp í 2 kg. á fermetra á ári. Petersen hélt nú áfram að reikna, og gerði ráð fyrir, að allur sá flötur samanlagð- ur, sem marhálmur vex á við strendur Danmerkur væri 3.400.000 m2, sem er lág tala, þá næmi ársframleiðslan við Danmörku um 8.000.000.000 kg. eða átta milljónir smálesta, en það er nærri því fjórum sinnum meira, en allt það gras, sem vex á ökrum Dan- merkur. í merkri grein, sem prófessor Krogh skrifar í októberhefti tímaritsins „Naturens Verden“, 1935, um dýra- og plöntufram- leiðslu hafsins, er gert ráð fyrir miklu hærri tölum. Prófessorinn telur, að í aðeins nokkrum hluta danskra hafa, nefnilega Kattegat, framleiðist fimm þúsund smálestir af skarkola, sex þúsund smá- lestir af þorski, sjö þúsund smálestir af síld, en tuttugu og fjórar milljónir smálesta af marhálmi. Ef við skiftum öllum þeim marhálmi, sem aðeins vex við Danmörku, jafnt á milli allra manna á jörðunni, þá fengi hver þeirra f jögur kíló af þurefni í sinn hlut, svo mikið hefir til skamms tíma verið þar til af þessari plöntu. Öll þau ósköp, sem deyja á hverju ári, verða ýmsum dýrum að næringu, einnig þeim, sem lifa langt frá landi, og koma þannig óbeinlínis manninum að góðu, þótt með ýmsum milliliðum sé. En auk þessarar miklu þýðingu, sem marhálmurinn hefir, hefir hann einnig komið manninum að beinu gagni, þar sem blöðin hefir rekið á land, og myndað hrannir í fjörunni. Hirðingin hefir verið ofur einföld, menn hafa fært hrannirnar undan sjó, látið saltið renna úr þeim, þurrkað síðan

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.