Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 3
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161 iliillliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>uiii»iiiin Reikistjarnan Marz. Útvarpserindi. Lesendur NáttúrufræSingsins munu flestir hafa heyrt síðastl. vetur, að útvarpað hafi verið í Bandaríkjum Norður-Ameríku leikriti eftir H. G. Wells. í útvarpinu var öllum staðarnöfnum breytt og sett í stað þeirra nöfn bæja í Bandaríkjunum. Efnið er það, að íbúar reikistjörnunnar Marz herja á íbúa jarðarinn- ar í fullkomnum flugdrekum og er tækni þeirra öll margfalt meiri en tækni okkar mannanna er nú. Enda þótt tekið væri fram áður og meðan á leiknum stóð, að atburðir þeir, sem lýst var, væru aðeins leikur, en ekki atburðir, sem raunverulega væru að gerast, tóku margir þetta sem almennar fréttir og greip óhugur marga og aðra skelfing, svo að fjöldi fólks lagði á flótta frá borgum þeim, sem um var rætt í leikritinu. Saga þessi mun vera ljósasti vottur þess, hve sterk trú al- mennings er á því, að skynsemi gæddar verur byggi reikistjörn- una Marz. Ef grafizt er fyrir rætur þessarar trúar, kemur í ljós að trú- in er sprottin af rannsóknum stjörnufræðinga fyrr á öldum. Spekingar fornaldarinnar litu almennt svo á, að jörðin væri miðja alheimsins, en um hana lykjust sjö himnar eða gagnsæj- ar hvelfingar og var sól og tungl og reikistjörnurnar fimm fest hvert á sína hvelfinguna. Utan um allt saman koma svo festing himinsins með öllum fastastjörnunum. Hverri af innri hvelf- ingunum var snúið af anda eða guðdómi og var oft stjarnan sjálf ímynd þessa guðdóms. Nöfn þau, sem við nú höfum á reiki- stjörnunum, eru, sem kunnugt er, úr rómversku goðafræðinni og var Marz herguðinn. í kerfi þessu hefur jörðin algjöra sérstöðu og er allt annars eðlis en reikistjörnurnar. Úr þessum sessi er henni steypt af Kopernikusi um miðja 16. öld. Samkvæmt kenn- ingu hans er jörðin ein reikistjarnanna. En kenning hans átti langt í land með að ná almenningshylli. Sá maður, sem mestan átti þátt í sigri kenningarinnar, var Tycho Brahe, þótt óbein- línis væri. Tycho Brahe aðhylltist sem sé ekki sjálfur kenningu Kopernikusar, en hann gerði margfalt nákvæmari athuganir á gangi stjarnanna en áður hafði tíðkazt og þá sérstaklega á reikistjörnunni Marz. Þessar nákvæmu athuganir á Marz urðu 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.