Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 165
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiituiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiii
ari eftir því, sem leið á öldina. Mikil vinna var lögð í kort þessi,
og voru þau öll teiknuð eftir því, sem Marz sást í kíki, því að
ljósmyndagerðin var ekki orðin sérstaklega fullkomin.
Við verðum að hafa það hugfast, að hlutir þeir, sem sjást á
Marz, eru það daufir, að þeir eru alveg á takmörkum þess sýni-
lega, jafnvel þótt notaðir séu beztu sjónaukar. Auga það, sem
sér, hefur í slíkum tilfellum mikið að segja, gerð kíkisins og
síðast en ekki sízt er hreinleiki loftsins og kyrrð þýðingarmikið
atriði.
Er því ekki að furða, að kort þau, sem gerð voru, hafi verið
allfrábrugðin hvert öðru. Sammerkt með þeim var þó það, að
suðurhvel reikistjörnunnar var nokkuð dekkra að sjá en norð-
urhvel, og litu menn svo á, að þetta dökka væru höf. Við heim-
ítalski stjörnufræðingurinn Schiaparelli gerði þessar teikningar af Marz ár-
ið 1888. Á myndinni sjást hinir frægu skurðir mjög vel. Sumir eru tvöfaldir
nærri jafnhliða, en aðrir skerast. Þar sem þverskurðir tengja saman tvo aðal-
skurði koma fram eins og þykkni. Lengsti tvöfaldi skurðurinn, sem sést á
myndunum, heitir Euphroates, og er á 6. þús. kílómetra á lengd.
(Hutchinson: Splendor of the Heavens.)
skautin voru hvítar skellur, sem menn eðlilega héldu að væri
ís eða snjór. Milliliturinn, sem var dekkri en heimskautablett-
irnir, en ljósari en höfin, átti að svara til meginlanda, en þau
eru sérstaklega áberandi á norðurhveli Marz, og eru rauðgul
að lit.
Veruleg breyting varð á Marzkortunum árið 1877, þegar
Schiaparelli sáá reikistjörnunni hluti, sem enginn hafði