Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167 iiiiiiiiiimiiiiiimiiiiimiimiimiimiiiiiiimiiiiimiiMiiiimiiiiiMiHiiiHiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiimmiiiimiiiiiiiimimHiimii Fljótlega kom í ljós, aS ,,skurðirnir“ svonefndu voru ekki skurðir á sama hátt og t. d. Suez-skurðurinn. Enda væri erfitt að hugsa sér hvaða þýðingu skurðir, sem eru tugir km að breidd, ættu að hafa. En skurðir þessir lágu líka um höfin þvert og endilangt, og geta því höfin ekki verið höf í okkar skilningi. Var þá hallazt að þeirri skoðun, að meginlöndin svonefndu væru eyðimerkur og höfin, sem eru blágræn að lit, væru einhvers konar gróður. Breytingar þær, sem verða á þessum svæðum, benda einnig til þess að svo sé, því að þær standa í nánu sam- bandi við árstíðirnar. Alþekkt er líka það fyrirbrigði, að gróð- ur, rakur jarðvegur og sandar eru að öllu jöfnu dekkri til að sjá, til dæmis af háum fjöllum eða úr flugvél, heldur en klett- ar, stórgrýttur jarðvegur eða fjalllendi. Frá tunglinu þekkist þetta líka. Ljósu hlutarnir, sem við sjáum með berum augum á tunglinu, eru fjalllendi, en dökku hlutarnir sléttur eða sand- auðnir. Fyrirbrigði þau, sem menn sáu eða þóttust sjá á Marz um síðustu aldamót, gáfu mönnum meir en nóg að hugsa um og fjölmargar skýringar komu fram um það, á hvern hátt þessir svonefndu skurðir væru fram komnir. Ef Marz í rauninni liti út eins og teikningar þeirra Lowells og Schiaparellis sýna hann, verður tæplega á móti mælt, að skurðakerfinu er þannig hátt- að, að lítt hugsanlegt væri annað en að skynsemi gæddar ver- ur hefðu gert það. Margir vildu skýra skurðina sem gróðrar- belti meðfram skurðum eða vatnsveitum, sem lægju þúsundir kílómetra um eyðimerkur. Sú skýringin, sem helzt virðist vera orðin ofan á, er að skurðirnir séu sjónhverfing. En almenning- ur, sem búinn var að fá þá trú, að þessi nágrannastjarna okkar væri byggð verum, sem stæðu okkur mönnunum framar að ýmsu leyti, hefur viljað halda þeirri trú sinni að hún sé byggð. Allar síðari tíma rannsóknir benda í þá átt, að um sjónvillu hafi verið að ræða í sambandi við skurðina. Menn geta séð skurðina enn í dag í hæfilegum sjónaukum og við góð skilyrði. En svo undarlega bregður við, að skurðirnir sjást aðeins í miðl- ungsstórum sjónaukum. f stærstu og beztu sjónaukunum hafa þeir aldrei sézt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við hin beztu skilyrði. Ljósmyndir af Marz sýna heldur aldrei skurðina. Að vísu getur það haft sína eðlilegu skýringu. Ljósmyndaplötuna þarf að lýsa í langan tíma, og er þá hætta á, að svo fíngerðir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.