Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 14
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11111111111111111111111111II111IIIIIIIIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111II1111111111111
svartbak og- skeglum, slangur af stóra- og litla-hvítmáf, nokk-
urir skúmar og fýlungar og einnig sá ég þar nokkura litlu-svart-
baka og silfurmáfa, fullorðna og unga fugla. Þessir máfar hui’fu
héðan aftur, þegar síldin þvarr.
7. sept. komu ein stormmáfshjón hingað á leiruna með
alveg nýfleyga unga. Þau mötuðu þá og voru sífellt að verja þá
fyrir hröfnum og stærri máfunum, sem þeim þóttu vera of nær-
göngulir við ungana. Þessi fjölskylda dvaldi alllengi hér á leir-
unum.
16. okt. komu fyrstu snjótittlingarnir hingað niður
á láglendið.
Þann 16.—17. nóvember var hér norðaustan slydduveður,
þá sá ég þ. 17. hóp af gráþröstum, eitthvað um 25—26
fugla og munu þeir hafa verið að koma, þegar ég sá þá. Fram
að áramótum var svo alltaf strjálingur af gráþröstum hér, en
ekki urðu þeir fleiri en 50—60 og ekki höfðust þeir annars
staðar við en í Gróðrarstöðinni og í trjágarðinum við kirkjuna.
Þann 25. sept. hitti ég að máli stýrimann á Grænlandsfarinu
,,Gustaf Holm“, hr. Bang Christensen. Skipið var þá statt hér
á Akureyri, en hafði verið fast í ís allmarga daga úti fyrir
Scoresbysundi. Hann sagði mér, að á meðan skipið var fast í
ísnum, frá 30. ágúst til 18. september, hafi alltaf verið að sjást
til fálka, sem komu fljúgandi úr norðurátt, og taldi hann, að
á þessu tímabili mundu hafa flogið þar fram hjá um 200—300
fálkar, allir hvítir. Flestir svifu þeir nokkura hringi yfir skip-
inu um leið og þeir fóru fram hjá. Vindstaðan á þessu tímabili
var oftast af norðvestri. Christensen áleit að fálkarnir hefðu
verið á leið til Suður-Grænlands, frá Norðvestur-Grænlandi.
Komudagar farfugla árið 1937.
Máríuerlur, heyrði fyrst til þeirra þann 24. apríl.
Þúfutittlingar, heyrði til fyrsta þúfutittlingsins þann
14. apríl.
Skógarþrestir, 3. apríl komu nokkurir fuglar, en svo
bættist lítið við þá, þangað til þann 11. apríl, en þá fjölgaði
þeim dálítið þann daginn. Fór svo fram þangað til seinna hluta
dags þann 16. apríl, að þeim fór að fjölga, og daginn á eftir
komu skógarþrestir í stórum hópum. Síðan virtist mér þeim