Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 20
178 náttúrufræðingurinn uimiiiiimiiiiinmniuiimiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiHiumiiinimiiiiiiiuimiiiiiimniimiiiiimmiiimimliiiiiiiiliilii sér í sínum fögru brúðkaupsklæðum. Voru þær þá í nokkra daga á hlaupum um fjörurnar og byltu við þangi og smástein- um og gerðu sér ósleitilega gott af marfló og öðru góðgæti, sem þar leyndist. Síðan komu þær aftur frá sumarheimkynnunum 29. júlí og héldu sig um fjörurnar til 8. sept. að ég sá þær síð- ustu nú, en 28. ágúst í fyrra. Nokkrir skúmar — líklega ungar — héldu sig á voginum frá 7. ágúst til 8. sept. í haust, en hafa annars aldrei sézt hér síðastliðin þrjú ár, eða lengur. Skógarþröstur sást hér 10. sept. og 6. apríl í vor, en hafði enga viðdvöl í hvorugt skiptið, sem heldur er ekki von, þar sem hér eru ekki nein tré eða kjarr fyrir hann að hafast við í, aðeins óverulegir ribsrunnar. Af gæsum var fátt í haust, þó voru nokkrir helsingjar að slangra á voginum fyrra hluta sept. — síðast 13. sept., og í vor varð ég þeirra fyrst var 29. apríl. f fyrrahaust aftur á móti héldu stórir helsingjahópar til á voginum frá 14. sept. til 1. okt. Fóru þeir sér hægt og fylgdu flóðinu, þannig að aldrei voru þeir á dýpra vatni en svo, að þeir næðu til botns til að fá sér ein- hverja lífsbjörg í gogginn. Spói var síðast á ferð 23. sept. og sama dag í fyrra, en í vor kom hann 8. maí. A u ð n u ti tt 1 i'n g sá ég síðast 18. okt. og smirill var að flögra um 12. okt., en aldrei hefi ég orðið hans var hér í annan tíma. Stelkinn sá ég síðast 6. nóv. í haust, en í fyrra þraukaði hann allt fram til 30. nóv. og 5. apríl kom hann í vor. Hrossagauk varð ég síðast var við 7. nóv. í haust, en 18. okt. í fyrra og í vor kom hann 11. apríl. í fyrrasumar verpti hann við girðingarstaur í háu grasi, 3—4 m frá hælisveggn- um. Ungaði hann þar út eggjunum, þó að þar væri sífelldur umgangur og ónæði, en það lét hann lítið á sig fá. L ó a n kom 3. apríl síðastliðið vor, en til þeirrar síðustu heyrði ég 8. nóv. í haust, en 9. s. m. í fyrra. Virtist mér þá í fyrrahaust flokkarnir vera fleiri og stærri; sérstaklega er mér minnisstæður einn dagur — 11. sept. —, er lóuhópar komu fljúgandi með þyt miklum og settust á leirurnar í voginum, þar sem sjór var þá nýfallinn af. — Dettur mér alltaf í hug, er ég heyri loftið fyllast af slíkum þyt, að líklega hafi það eitthvað verið því líkt, þegar heilagur andi kom yfir postulana forðum daga. —■ Allar komu þær úr norðri og svo var fjöldinn mikill,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.