Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll•lll■l■•■l■llll■ll■lllllllll■■■l■■lllllllllllllllllllll■llllll■ll■ll■lllllllllllllllll■lll■l■>la■llllllllll
það, eins og áður var sagt, a. m. k. á Norðurlandi. Um fund
hunangsflugubúsins er annars það að segja, að það er mjög
sjaldgæft að finna hunang í búi um vetur. Venjulega etur síð-
asta afsprengi vinnubýflugnanna það upp að haustinu. Á haust-
in fara drottningarnar venjulega frá búunum og velja sér þá
einhverja holu, þar sem þær liggja í dái yfir veturinn. í Dan-
mörku eru engin dæmi þess, að drottningarnar liggi í dái í bú-
unum sjálfum og ennþá síður að þær eti á veturna af því hun-
angi, sem í búunum kann að vera frá sumrinu.
S. L. Tuxen,
Zoologisk Museum, Köbenhavn.
Randaflugan á Reykjum í Hjaltadal.
Athugasemd.
í tilefni af greininni „Randaflugan á Reykjum í Hjaltadal"
(Nátt. IX. árg. 1939, bls. 68), hefi ég frá áreiðanlegum heim-
ildum fengið þær upplýsingar:
1. Að .enginn Ari Þorvaldsson er til í Hvammi,
2. Að Þórólfur er enginn á Reykjum,
3. Að bóndinn á Reykjum heitir Jóhannes og er ókvæntur og
barnlaus, svo
4. Að 10 ára sonur hans er heldur ekki til, og
5. Að a. m. k. síðustu 30 árin hefir randaflugusaga sú, sem lýst
er í greininni, ekki átt sér stað á Reykjum í Hjaltadal.
Hér hefir því, því miður, verið um 100% uppsuna að ræða, og
bið ég lesendur Náttúrufræðingsins mjög velvirðingar á því. Á
Akureyri er til maður, sem fæst við iðnað af þessu tagi, og gef-
ur að skilja, að hann á ekki innangengt í dálka Náttúrufræð-
ingsins framar, ef úlfseyrun sjást í stíl greinanna, sem hann
kann að senda, eða í gerfinöfnunum, sem undir þeim standa.
Líklega er hér að ræða um sama manninn og þann, sem aug-
lýsti jarðir til sölu í Tímanum síðast liðinn vetur, án þess að
eiga nokkrar jarðir til að selja, án þess að hafa umboð til þess
að selja jarðir annara og án þess að þær, sem auglýstar voru