Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 20
1G2
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
að einsdæmi má teljast'. Hafa aflamestu bátarnir komið með 250 tunnur að landi í
einni lögn. Síldin er mjög stór og feit. Höfðu sjómenn orð á því að svo stór væri hún,
að við I>orð lægi að netin væru of smáriðin.
20/7 Síldin er nú djúpt á austursvæðinu. Kastað var 30—40 sjómílur út af Sléttu.
Síldarleitarflugvél sá síld djúpt út af Langanesi í kvöld.
21/7 Sildin er langt frá landi.
Veiði var töluvert almenn í gærkvöldi og nótt. Síldin veiddist út af Skagagrunnshorni
og 20 mílur norðvestur af Grímsey og ennfremur 40 mílur norðaustur af Grímsey.
22/7 Allar horfur benda nú til að síld sé nú meira og minnp á öllu svæðinu frá Vest-
mannaeyjum til Breiðafjarðar.
24/7 Meiri norðansíld barst í s.l. viku en á allri vertíð í fyrra.
24/7 Síldin djúpt út af Gerpi.
25/7 Stormur á miðum.
2G/7 Síldar aftur vart á austursvæðinu. Engin veiði né bátaveður við Norðurland.
27/7 Aflamet sett á reknetum í Faxaflóanum.
Skíðblaðnir fékk 465 tn. síldar. Mið reknetabátanna eru' í miðjum Faxaflóa, um
fjögra klst. siglingu frá Reykjavík.
Allgóð síldveiði á austursvæðinu í fyrrinótt.
28/7 Stormur á miðum.
31/7 lfágóð reknetaveiði í ísafjarðardjúpi.
1/8 Afli reknetabáta sunnanlands nokkuð misjafn, hafa þeir komið inn með frá 40
og allt upp í 240 tn.
3/8 Löndunarstöðvun á Raufarhöfn. Bárust 15.000 mál í bræðslu. Mest var veiðin út
af Vopnafirði.
20 bátar lönduðu G0—150 tn. síldar í Grindavík í gær.
5/8 Nokkur síldveiði bæði í fyrrinótt og í gærmorgun á austursvæðinu.
40 skip á reknetum í Faxaflóa afla vel. Algengt er að bátarnir séu með um tvær tn. í
net eftir nóttina.
Athuganir voru ekki gerðar í Faxaflóa á þessu tímabili, og verður
þess vegna ekki séð sambandið milli síldaraflans og átumagnsins þar.
En að öðru leyti er anðséð, að aflasvæðin eru nátengd átumagninu í
sjónum.
Hins vegar sýnir seinasta athugun okkar, sem hófst í Faxafíóa 10.
ágúst, að þar var mikil áta um allt miðbik flóans (sjá 10. mynd). Hins
vegar var átulaust á djúpsævi undan Vesturlandi, nema í námunda
við ströndina.
Athuganir voru stopular á norðurlandsmiðunum, nema á austur-
svæðinu. Að því er virðist var átulaust undan öllu Norðurlandi, en
átusvæðin lágu djúpt norður og austur af Langanesi. Einnig mældist
talsverð áta víðsvegar í hafinu milli íslands og Jan Mayen.
70—80 sjómílur norðaustur af Langanesi, þ. e. á átusvæðinu sem
lá næst landi, veiddist mikil síld þann 23. ágúst, og má telja þann dag