Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 38
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN N. G. Hörner fyrir löngu heimskunnur. Sérgrein lians voru jarð- myndanir kvartertímabilsins, og hann allaði sér á þessu sviði meiri þekkingar en dæmi nuinu vera til um nokkurn annan sænskan jarð- fræðing og jafnvel þótt víðar væri leitað, enda var hann svo víðles- inn, að undrun sætti. Mátti kalla, að hann þekkti hverja einustu smáritgerð, sem birtist og að fræðigrein lians laut. Á rannsóknarferðum sínum og kynnisferðum mun hann hafa heimsótt flest lönd Evrópu, en auk þess stundaði hann á tímabili háskólanám í Bandaríkjunum og tókst á hendur nokkrar rannsókn- arferðir þar vestra, m. a. til Hawaii. Á árunum 1929—1933 tók hann þátt í hinum mikla leiðangri Sven Hedins til Mið-Asíu. Aðalstarf hans þar voru rannsóknir á jarð- myndunum kvartertímabilsins í Nanshan og á myndun eyðimark- anna í vesturhluta Kínaveldis. Þar sem nú er haf af gulum, gersam- lega gróðurlausum eyðimerkursandi, sem vindurinn feykir og hleður upp í háar öldur og hryggi, voru eitt sinn víðáttumikil stöðuvötn, og á ströndum þeirra bjuggu þjóðflokkar, sem stóðu á allháu menn- ingarstigi. Rannsóknir N. G. Hörners á myndun eyðimarkanna á þessum stöðum eru hið mesta afrek. Þegar haft er í huga, að um þær mundir geisaði innanlands styrjöld í jressum hluta Asíu og mun- urinn á hermanni og ræningja var þá hverfandi lítill, verður aug- Ijóst, liver raun það var að halda þar uppi skipulögðum og nákvæm- um rannsóknum um lengri tíma. Má merkilegt teljast, að honum skyldi heppnast þetta. Því miður auðnaðist honum ekki að sjá niður- stöður rannsókna sinna á prenti. En við fráfall hans liggur hið mikla handrit tilbúið og verður væntanlega gelið út í bókaflokki Hedin- leiðangursins. Úr athugunum sínum á strandlínunni og seti hinna fornu stöðu- vatna og á loftslagsbreytingum í Mið-Asíu hafði liann unnið að miklu leyti. Telja verður ferð N. G. Hörners og kínverska verkfræð- ingsins Parker Chens þvert yfir eyðimörkina Gashun Gobi austan frá og fram að Lop-Nor-vatninu einstakt vísindaafrek. Þetta stöðu- vatn færist úr stað — og að líkindum með nokkurn veginn reglu- bundnu millibili, vegna jtess að Tarim-fljótið breytir um farveg. Þetta kemur liins vegar til af því, að eyðimörkin er því sem næst lárétt. Fljótið verður því mjög lygnt, og sandur og leir, sem jiað ber með sér, sekkur auðveldlega til botns. A þann hátt hækkar fljóts- botninn, og þar kemur, að hann verður svo hár, að vatnið tekur sér nýjan farveg. Þannig sveiflast fljótið fram og aftur líkt og ,,pendull“.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.