Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 29
UM VÍTAMÍN 171 um. Annars er það vitað um margs konar vanheilsu á mönnum, van- líðan og lasleika með óljósum einkennum, að slíkt batnar ef' gefin eru lifrarmeðöl eða aðrar fæðutegundir eða lyf, sem rík eru af B-víta- mínum. Enda þótt fullvíst megi teljast, að B-vítamínin séu fyrir hendi í öllum lifandi frumurn, þá er magn þeirra þar mjög mismunandi. Beztu B-vítamín-gjafarnir ern venjulega lifur, ger og hýði kornteg- unda, en talsvert er líka af B-vítamínum í mjólk, kjöti og fiski. Nokkrir gerlar framleiða B-vítamín, t. d. gerlarnir í maga jórturdýr- anna og vissir þarmagerlar. Af þeinr vítamínum, senr fundizt hafa síðustu árin, hefur ekkert vakið eins mikla atliygli og vítamín B12- Ber hvort tveggja til, að vítamín þetta hefur reynzt verka sérstaklega gegn mergruna (perni- cious anenria), senr áður var nær ólæknandi sjúkdómur, og annað liitt, að vítanrín þetta verkar í miklu nrinni skömmtunr, en þekkzt lrefur unr nokkurt annað vítamín. Vítamín B12 hefur fundizt í ýmsunr afurðum úr dýraríkinu, s. s. kjöti, fiski, lifnr, eggjnnr og nrjólk, ennfremur í geri og hveitiklíði. Hefur konrið í ljós að það er sanra efnið og hinn svokallaði „aninral protein factor“, senr vart hafði orðið við áður og nauðsynlegur hafði reynzt fyrir vöxt og þroska kjúklinga. Vítamín B12 var unnið hreint úr lifur árið 1948, sanrtínris bæði í Bandaríkjunum og Englandi, en samsetning þess er ekki ennþá full þekkt. Tekizt lrefur einnig að framleiða þetta vítanrín með gerjun, og er nr. a. notaður til þess sami sveppurinn og við framleiðslu á streptomycíni. Af þeirri staðreynd, lrvað vítamín B12 verkar í smáunr skömnrt- um, hefur verið dregin sú ályktun, að það verki sennilega sem ger- hvati til mvndunar á öðrum gerhvata. Svo nrikið er víst, að náið sanrstarf eða samband virðist vera á milli B-vítamínanna þriggja: p-aminóbenzóesýru, fólinsýru og vítamín B12. Rétt er í þessu sambandi að nrinnast ofurlítið á vítamínbúskap okkar íslendinga. Við franrleiðum mjög nrikið af matvælunr, og þá unr leið nrikið af vítamínum, en sú framleiðsla er nrjög einlrliða. Af grænnreti og ávöxtunr höfunr við alltof lítið, og skortir því oft B- og C-vítanrín. Af eggjahvítuefnunr höfunr við mikið og sömuleiðis af feiti og þá um leið þau vítanrín, sem feitinni fylgja. Sem vítanríngjafi kenrur lýsið okkar í lyrstu röð. Lifrarlýsi úr þorski, upsa, karfa og lúðu, er sem kunnugt er nrjög auðugt að víta- nrínunum A og D. Vegna þessára vítamína í lýsinu, hefur það, lýsið,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.