Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 34
Þór Guðjónsson:
Veiki í laxi
Athugun sú á veiki í ktxi, scni grein ]>essi fjallar um, var gerð að tilhlutan Rafmagns-
vcitu Reykjavíkur, samkv. ósk rafmagnsstjóra, hr. Steingríms Jónssonar, og cr greinin
birt hér með hans samþykki.
í byrjun laxveiðitímans (júníbyrjun) síðastliðið sumar t<»kti menn
eftir óvenjulegum hvítum blettum á laxi í Elliðaánum. Voru blett-
irnir aðallega á hnakkanum, en einnig á bakinu framan og aftan við
veiðiuggann, og á liliðum stirtlunnar. Á flestum löxunum konni
fram sár í blettunum á hnakkanum og á fáeinum á síðum stirtlunn-
ar. Náðu sárin inn úr roðinu og niður í vöðvana undir því og voru
rauð (blóðrík). Sárin voru yfirleitt sem n;est hringmynduð, en nokk-
ur voru ílöng, og þau stærstu náðu niður á síðurnar beggja megin
frá hnakkanum.
Sérkennilegt var það, að hvitu blettirnir komu á iaxana fljótlega
eftir að þeir gengu upp í árnar. Veiddust laxar með bletti neðan til
í ánum, og í laxakistuna við rafstöðina komu laxar með blettum og
sárum, en sárin komu einnig fram eftir stutta veru laxanna í ánum.
Eins og vitað er, þá er laxakistan aðeins um 1 km frá sjó, og laxarnir
ganga oftast á fáeinum klukkutímum úr sjónum upp í kistuna.
El'tir því sem á júnímánuð leið fjölgaði blettóttum og særðum
löxum I Elliðaánum og hélt svo áf'ram í júlí, en síðan fór þeim aftur
að fækka. Kvað töluvert að veikinni, sem olli blettunum og sárun-
um, þegar mest var. Vitað er um, að í eitt skipti (19. júlí) var þriðji
Iiver lax, sem tekinn var úr laxakistunni við rafstöðina, með veikina,
en laxinum er safnað, eins og kunnugt er, í laxakistuna með það
íyrir augum að flytja hann upp fyrir Árbæjarstíflu og sleppa lionum
þar.
Eigi varsvoaðsjá, aðsjúkdómurinn í laxinum væri bráðdrepandi,
því að ekki urðu menn varir við fleiri dauða laxa við Elliðaárnar en
venjulega. I>að ráð var tekið til að draga úr útbreiðslu veikinnar í