Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 30
172
nAttúrufræðingurinn
lengi verið eftirsótt vara og i góðu verði, en eftir að tekið var að
framleiða bæði A- og D-vítamín á annan og ódýrari hátt, liefur verð-
ið á lýsinu fallið. Talsvert hofum við af A- og D-vítamínum í mjólk
og eggjum, og karótín fáum við auk þess í gulrótum og tómötum.
Af C-vítamíni erum við yfirleitt fátækir og gerir það einkum
ávaxtaleysið. Það sem liel/.t er hér til bjargar, er mjólkin og kartöfl-
urnar, meðan þær eru nýjar, og svo berin, tómatarnir og kálið l’yrir
þá, sem slíkt geta veitt sér. En allt er þetta ófullnægjandi, svo að
okkur er nauðsynlegt að flytja inn C-vítamín í ávöxtum.
Af B-vítamínum höfum við einnig vafalaust of lítið hér á landi.
Af okkar eigin framleiðslu er það einkum mjólkin, nauta- og kinda-
lilur og annað slátur og svo kjöt og fiskur, sem gefur okkur B-víta-
mín. Grænmeti, sem er með beztu fæðutegundum livað B-vítamínin
snertir, er hér af mjög skornum skammti. Við flytjum B-vítamínin
til landsins aðallega í heilu korni eða hálfhreinsuðu, t. d. í rúgmjöli.
En rúgbrauðin hafa haldið lífinu í okkur um langan aldur, með því
m. a. að byrgja líkama okkar upp að lífsnauðsynlegum B-vítamínum.
Sýnilega skortir hér marga B-vítamín, því að bæði lifrarmeðöl og
B-vítamín í töflum og í vökvum til innspýtingar eru notuð hér mjög
mikið til lækninga á alls konar sleni og kvillasémi.
En það er ekki nóg að afla vítamínanna, það verður og að gæta þess
að eyðileggja þau ekki við matreiðsluna. Eitt er það t. d., sem íslenzk-
ar matreiðslukonur þurfa sérstaklega að taka til athugunar, en það
er að leysa ekki meginhlutann af vítamínunum úr matvælunum,
þegar þau eru soðin. En þetta er gert þegar t. d. grænmeti, kjöt eða
fiskur er soðinn í miklu af vatni og soðinu síðan fleygt. B-vítamínin
og C-vítamínið eru uppleysanleg í vatni og skolast því auðveldlega
í burtu.
Það verður ekki skilist við þessi mál án þess að minnast á þær von-
ir, sem við íslendingar og enda fleiri gerðu sér í sambandi við víta-
mín Bj Það hafði nefnilega sýnt sig, að í soðinu lrá síldarverksmiðj-
unum er alltaf talsvert af vítamín B12, svo að útlit var fyrir, að það
mundi verða mjög arðvænlegt að þykkja soð þetta, þ. e. að sjóða
burtu úr því svona helminginn af vatninu, og nota svo þennan soð-
kjarna til fóðurs. Þessar vonir hafa nti brugðizt að miklu leyti, því að
nú hefur tekizt að framleiða vítamín B12 við gerjun. En ef til vill
eru fleiri B-vítamín í síldarsoðkjarnanum, s. s. vítamín Bir>, B20 eða
B;i0, eða livað þau kunna að verða nefnd þau vítamín, sem ennþá
eru ófundin.