Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 25
ÁTAN ()G SÍLDIN
167
sem við öndum að okkur, berst með blóðinu út til hverrar frumu í
líkamanum, ásamt örlitlu af sykrit sem blóðið liefur tekið með sér á
leið sinni um meltingarfærin. Þegar í frnmnrnar kemur, gengur súr-
efnið og sykurinn í samband hvort við annað, eftir margbrotnum
krókaleiðum. Það fer fram hægfara bruni, sem í þessu tilfelli nefnist
öndun, en við það myndast hiti, sem þó fer ekki öllu hærra en í 37°
C. Bruni þessi eða öndun er afleiðing al' starfsemi nokkurra ger-
hvata, sem í frumunum eru, og taka þeir við hver af öðrum að hrinda
þessari margbrotnu efnabreytingu áfram. Án gerhvatanna mundi syk-
urinn ekki brenna fyrr en hitinn væri kominn talsvert yfir 200° C.
Gerhvati (enzym) er þannig lífrænt efni, myndað af lifandi frum-
um, sem verkar hvetjandi á vissar efnabreytingar, án þess að af því
eyðist nokkuð til muna. Magn gerlivatans er aðeins örlítið saman-
borið við magn þeirra efna, sem breytingin verður á. Hver gerhvati
verkar aðeins á eina ákveðna efnabreytingu; hann gengur að henni,
ef svo mætti segja, eins og lykill að lás.
Það er nú vitað um nokkur vítamín, að þau eiga þátt í uppbygg-
ingu ogeru hluti af ýmsum þeim gerhvötum, sem í frumunum starfa.
Gagnstætt vítamínunum, sem þurfa að fást úr fæðunni, fullgerð
eða nær fullgerð, þá myndast hormónin í lokuðum kirtlum í líkam-
anum og berast þaðan beint inn í blóðið. Ásamt vítamínum og ger-
hvötum samræma þau og stjórna efnabreytingunnm í líkamanum og
starfsemi hinna ýmsu líffæra.
Skortur á einu eða öðru vítamíni í líkamanum orsakar sjúkdóm,
sem sérkennilegur er fyrir hvert vítamín. Læknast sjúkdómurinn
jafnan, þegar gefið er viðeigandi vítamín.
Heitið vítamín var tekið upp af Funk árið 1912 og hal't um efni
það í hrísgrjónahýði, sem hindraði farmannalömun eða beri-beri.
Árið 1920 voru fundin þrjú vítamín, og var þá tekið upp á því að
auðkenna þan með bókstöfunum A, B og C. Efni nokkurt, sem
reynzt hafði nauðsynlegt skilyrði til eðlilegs vaxtar líkamans og til
varnar gegn sérstakri tegund af hornhimnubólgu, var nefnt vítamín
A. Annað efni, nauðsynlegt til varnar gegn farmannalömun, hið
sama og Funk hafði gefið vítamínnafnið, fékk nú heitið vítamín B.
Og þriðja efnið, sem reynzt hafði ómissandi til jiess að fyrirbyggja
skyrbjúg, var nefnt vítamín C. Síðar bættust við vítamín D, sem
reyndist fyrirbyggja beinkröm; vítamín E, nauðsynlegt til frjósemi
dýra; og vítamín K, sem álnif hefur á storknun blóðsins. Ennfremur
vargetið um vítamín G, vítamín H ogvítamín P.