Tíminn - 04.10.1969, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.10.1969, Blaðsíða 5
1. þáttur framhaldsmyrtdaflokksins Worse Skipstjóri er á dagskrá sjónvafpsirts á mánudagskvöldið kl. 20.55. Myndaflokkur þessi er frá Norska sjónvarpinu og er gerður eftir sögu Alexanders Kiellands. til þess a3 halda nafni hans á lofti um langa fraimtíð. Myndafliokkurinn er í firam þáttum, og nefnist fyrsti þáttur- inn ,,Heimkoman“. HÚSMÆÐRAÞÆTTIRNIR Á miðvikudag klukkan 20,55 verður kúsmæðraþáttur, og verð- ur enn fjallað um hauststörf hús- mæðra, í þetta sinn leiðbeinir Margrét Kristinsdóttir um slátur- gerð og kemur það áreiðanlega á réttum tírna, því að nú stendur slátursala sem hæst og í dýrtíð- inni sem nú er, reyna vafalaust flestar húsmæður að taka slátur fyrir veturinn. Húsmœðraþáttur- inn, sem var í síðustu viku, var að mörgu leyti gagnlegur, en mér fannst heldur hratt farið yfir, sérstaklega þegar leið að lokum þáttarins, svo að þess vegna var ekki eins mikið gagn að honu.m sem skyldi. Fyrri hluti þáttarins fjallaði um frystingu berja og sultugerð, en var nokkuð seint á ferðinni, þar sem öll ber voru frosin og snævi þakin víða um land. En það verður víst að skrif- ast á reikning veðurguðanna. NÝR ÞÁTTUR — MAÐUR ER NEFNDUR . . . “ Á þriðj udagskvöldið að loknum fréttum, M. 20,30, hefur nýr ís- •lenzkur viðtalsþáttur göngu sína. Hefur hann hlotið nafnjð „Maðtir er nefndur . ... ” Er til.þess ætl- azt, að í þessum þátturn sé rætt við ýmsa athyglisverða menn hér á landi til sjávar og sveita. Ekki mun vera um fastan stjórnanda þáttarins að ræða.. í þessum fyrsta þætti ræðir Indriði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur, við Helga bónda Haraldsson á Hrafnkelsstöðum, sem fyrir löngu er landsfrægur orðinn fyrir ýms- ar sakir, og þó mest fyrir skrif sín og deilur við fræðimenn og aðra um höfund Njálu og íslend- ingasögur að ýmsu öðru leyti. Hefur Helgi lent í mörgum deil- um um ævina, og hefur vafalaust frá mörgu skemmtilegu að segja. DÍSA HEITIR HÚN Nýi framhaldsþátturinn .,,1 dream of Jeannie“ hefst á laug- ardagskvöldið kl. 20,25, og hefur fengið nafnið Dísa á íslenzku. Eins og áður hefur komið fram, fjallar myndaflokkur þessi um bandarískan þotuflugmann, sem lenda verður á eyðiey. Þar nit.tir hann fyrir töfradís, sem kemur upp úr flösku eins og í Þúsund og einni nótt. Þau tvö eru síðan aðalpersónurhar í ýmsum ævin- týrum, sem gerast á ýmsum tím- um sögunnar. Barbara Eden leik ur Dísu og Larry Hagman flug- manninn. Er þessi framhalds- myndaþáttur með vinsælari dag- skrám. sem bandariska siónvaros fyrirtækið NCB hefur til sýnis i vetur í Bandaríkjunnm. GUSTUR Á MIÐVIKUDAGINN Rétt er að geta þess að lokum, að myndafiokkurinn „Gustur“ hefst kl. 18 á miðvikudaginn. Aðalhlutverkið í þessum mynda- flokki leikur hesturinn „Gustur", sem er fyrir stóði villtra hesta, og vill engan mann þýðast nemá ungan dreng, sem eitt sinn bjarg- aði Mfi hans. Fjalla þættir þessir um ævintýri hertsins og drengs- ins. — A.K.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.