Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 19.05.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 19. maí 2009 — 118. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BLÁTT ÁFRAM samtökin standa fyrir ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin í Háskólanum í Reykjavík 19. og 20. maí. Þar verða skoðaðar leiðir sem samfélagið getur farið í til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Sjá www.blattafram.is. Ásdís Halldórsdóttir b jfiml ik Ekki stoppað frá unga aldri Ásdís Halldórsdóttir byrjaði að kenna leikfimi ung að árum og hefur kennt og þjálfað úti um allan hei Í dag kennir hún Body Jam og fleira frá morgni til kvölds ásamt því að sk kk Ásdís er nánast alltaf á hreyfingu. Hún kennir fjölbreytta líkamsræktartíma og fer auk þess í afró og út að skokka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífarfjölbreytt úrval VEÐRIÐ Í DAG Sagnaarfur sameinar Comenius – samstarfsverkefni evrópskra skóla um sagnaarf þjóðanna, lýkur með útgáfu á bók og safndiski. TÍMAMÓT 14 ÁSDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Æfir afródans og skokkar á sumrin • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Ríkisstjórn jafnaðar? „Umræða um öfgafeminisma er þó ekki rökrétt því að jafnrétti getur aldrei verið of mikið,“ skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 12 ÓLAFUR HAUKUR Aldrei nóg af Gauragangi Tveir Ormar væntanlegir FÓLK 26 ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Glerlyklastjörnur til landsins Metsöluhöfundar meðal gesta FÓLK 26 Ævintýri Rybaks Norski sjarmörinn sem vann Eurovision. FÓLK 20 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 www. tengi.isSTJÓRNMÁL Veturinn hefur verið einstakur í þjóðar- sögunni, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í stefnu- ræðu sinni gær. „Vetur sem … skilur eftir sig sár og úrlausnarefni sem eru viðameiri en nokkur stjórn- völd hafa áður staðið frammi fyrir.“ Jóhönnu varð tíðrætt um Evrópusambandið. Hún sagði aðild ekki töfralausn eina og sér, en benti einnig á að umræðan um aðild og sjávarútveg mætti ekki aðeins snúast um vörn. Íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki hafi burði til að keppa á frjálsum markaði hvar sem er í heiminum. Jóhanna var bjartsýn undir lok ræðu sinnar, sem hún lauk með því að segja: „Við búum við þá gæfu að eiga sterka og vel gerða þjóð og ég er sannfærð um að við munum sýna alþjóðasamfélaginu hvað í okkur býr með því að vinna okkur fyrst allra þjóða út úr þeim efnahagsþrengingum sem við göngum nú í gegnum.“ - ss / sjá síðu 6 Önnur stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra: Verkefnin aldrei viðameiri HLÝJAST SUÐVESTAN TIL Í dag verða NA 8-13 m/s norðvestan til og við suðausturströndina annars hægari. Bjartviðri sunnan og vestan til annars hálfskýjað eða skýjað. Hiti 5-18 stig hlýjast til landsins syðra. VEÐUR 4 7 10 7 16 16 17 18 LÖGREGLUMÁL Þrjú tonn af þýfi í póstsendingum á leið til Póllands og Litháen voru gerð upptæk af lögreglunni í fyrra samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þjófa af erlend- um uppruna standa undir 80 til 85 prósentum af verðmæti þýfis úr verslunum. Vægar refsingar hér ýta undir starfsemi skipulagðra glæpagengja segir lögreglan. Verðmæti þess sem tapast með þjófnuðum úr búðum á hverju ári er á bilinu sjö til níu milljarðar, segir Andrés. Hann segir upp hæðina hafa hækkað mikið á þeim tveimur til þremur árum síðan þessi skipu- lagða glæpa starfsemi hófst, en jafnframt hafi hlutur starfsfólks í þjófnaði úr verslunum minnkað. Þjófar af erlendum uppruna eru í allt öðrum klassa en íslenska lög- reglan hefur vanist. Þeir eru vel skipulagðir og stela meira magni og dýrari hlutum segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglu- maður í grein í Lögreglumanninum. „Ávinningur inn er gríðarlegur en áhættan í lágmarki,“ segir hann. Brotamenn horfi til Íslands „með dollaramerki í augum þar sem refsingar við þjófnuðum eru í lág- marki“. „Hér eru skipulögð glæpagengi sem ganga kerfisbundið til verks. Það er eins og þau séu að afgreiða pantanir. Dæmi eru um að vöru- sendingar hafi farið í gegnum póst- inn á sömu heimilisföng í tilteknum löndum, sendar af gengi sem hefur verið flett ofan af hér heima,“ segir Andrés. Þýfinu er komið úr landi og það selt á götumörkuðum í Póllandi og Litháen. Aðalsteinn segir að stund- um sé hægt að kaupa þar sígarettur með íslenskum viðvörunum, verk- færi merkt íslenskum verktökum, ilmvötn, snyrtivörur og jafnvel fatnað merktan íslenskum fram- leiðendum. Lögreglan hafi aðeins náð broti af öllu þýfinu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir lögregluna sífellt benda á hvað megi betur fara. „Það er eitt og annað í löggjöfinni sem gerir okkur erfiðara fyrir en ella,“ segir hann. - ghs Þrjú tonn af þýfi gerð upptæk í tollinum Lögreglan lagði í fyrra hald á þrjú tonn af þýfi á leið til Litháens og Póllands. Þýfi úr búðum talið sjö til níu milljarðar á ári. 85 prósentum stolið af erlendum gengjum. Brotamenn frá Austur-Evrópu horfi til landsins með gróðavon í huga. LANDBÚNAÐUR Saga kornræktar á Skagaströnd hófst í síðustu viku, segir Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri þar. „Hér er frumkvöðull, Hallbjörn Björnsson að nafni, sem hefur sáð fyrir því á jörðinni hjá sér og vildi sjá hvort ekki væri hægt að rækta korn hérna hjá okkur þótt við séum þetta norðar lega,“ segir Magnús. „Það er gaman að segja frá því að ef vel tekst til erum við komin með korn til að brugga kántríbjórinn fyrir þarnæstu hátíð. Það fer vissulega vel á því að Hallbjörn komi með kornið í kántríbjór- inn,“ segir Magnús glettinn. - jse Skagaströnd: Hallbjörn sáir fyrir kántríbjór HALLBJÖRN Á AKRINUM Saga kornræktar er hafin á Skagaströnd. Í SÓL OG SUMARYL Þessir strákar skelltu sér í bað í Elliðaánum í gær enda veður gott. Útlit er fyrir áframhaldandi veðurblíðu í Reykjavík og nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ótrúlegur sigur FH FH vann ótrúlegan sigur á Breiðabliki í gær með marki á lokamínútu leiksins. ÍÞRÓTTIR 22 SJÁVARÚTVEGUR „Mín framtíðar- sýn er að Ísland verði leiðandi í mótun og stjórn sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gær. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir þessa framtíðarsýn vera tálsýn. Íslendingar muni ekki stjórna í ESB. Jóhanna ræddi líka um sóknarfæri í Evrópu, en Friðrik kallar eftir dæmum um þau. Sóknarfæri, svo sem í fjárfest- ingum fyrirtækja, aukist ekkert við inngöngu. Þá hélt Jóhanna því fram að reglur ESB um hlutfallslegan stöðugleika myndu tryggja kvóta Íslendinga í staðbundnum stofnum. Friðrik segir þetta ofmælt. „Þetta er reglugerð og henni má breyta.“ - kóþ / sjá síðu 6 Framkvæmdastjóri LÍÚ: Framtíðarsýn Jóhönnu tálsýn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.