Fréttablaðið - 19.05.2009, Page 2
2 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ORKUMÁL Félögin Aker Exploration
og Sagex Petroleum sóttu um sér-
leyfi til rannsóknar og vinnslu kol-
vetnis á Drekasvæðinu. Umsóknirn-
ar voru opnaðar í gær í Orkustofnun
að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur
iðnaðarráðherra. Að minnsta kosti
þrjú ár munu þó líða áður en farið
verður að bora á eftir olíu.
„Ég er mjög bjartsýn og ánægð,“
sagði Katrín. „Þetta eru miklir fag-
menn sem hafa mikla þekkingu á
þessu sviði sem þarna eru að bjóða
í og þeir hafa greinilega mikla trú á
því að það séu mjög sterkar líkur á
því að þarna sé olíu að finna í nægi-
legum mæli til að vinna hana.“ Hún
sagði enn fremur að þótt olíuágóði
væri enn sem fuglar í skógi en ekki
í hendi sæi hún strax fram á vissan
hag af áætlununum. „Þetta gefur
okkur strax tækifæri því í lögun-
um um olíuleitina er ákvæði um að
stofna mennta- og rannsóknasjóð
sem leyfishafar leggja fjármuni í
til að mennta fagfólk á þessu sviði.
Þetta fer strax af stað. Síðan þegar
rannsóknir hefjist munu skapast
hér nokkuð mörg störf, menn hafa
verið að tala um fimmtíu og yfir.“
Jafnframt sagði Katrín að farið
hefði verið eins langt og unnt var
við gerð laganna til að tryggja að
sem mest af starfseminni færi
fram hér á landi. Spurð hvað inn-
sæið segði henni um það hvort olíu
væri þarna að finna sagði hún: „Já,
ég tel svo vera og ekki dregur það
úr trúnni að vita af því að þessi tvö
félög trúa því greinilega staðfast-
lega.“
Lárus Ólafsson, lögfræðingur
Orkustofnunar, sagði að nú yrði
strax hafist handa við að meta
umsóknirnar. „Endanleg ákvörðun
um veitingu leyfa á að liggja fyrir
í lok október næstkomandi svo það
fer alveg með sumarfríið,“ sagði
hann kankvís. Margir hafa gagn-
rýnt framgöngu stórfyrirtækja hér
á landi í áliðnaði og stjórnvöld fyrir
eftirlátsemi við þau.
Lárus segir þann möguleika fyrir
hendi að selja leyfið frá sér en það
yrði að vera gert með samþykki
Orkustofnunar. Gunnlaugur Jóns-
son, stjórnarmaður í Sagex Petrol-
eum og forstjóri Linda Resources,
segir hins vegar markmið Sagaex
að þróa iðnaðinn eins og hægt er
hér á landi. „En vissulega er mikl-
vægt að sækja þekkinguna þar sem
hún er fyrir,“ segir hann.
„Forstjóri Sagex, Terje Hage-
vang, gerði þarna rannsóknir
fyrir nokkrum áratugum þegar
hann vann sína doktorsritgerð og
hefur hann allar götur síðan haft
mikinn áhuga á svæðinu,“ segir
Gunnlaugur. „Þarna hefur verið
gerður fjöldi rannsókna sem lofa
mjög góðu.“ jse@frettabladid.is
Jóhannes, eigið þið nokkuð til
hagsýni á safninu hjá ykkur?
„Nei, því miður, söfnunin hófst ekki
fyrr en 1935.“
Sýni úr 300 þúsund Íslendingum eru til
á lífsýnasafni Landspítalans. Jóhannes
Björnsson læknir er formaður stjórnar
safnsins.
Störf koma strax og
olía vonandi síðar
Rúmlega fimmtíu störf skapast þegar rannsóknir hefjast á Drekasvæðinu. Tvö
félög sóttu um sérleyfin og ræðst það í októberlok hvort þeirra hlýtur þau.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra telur að olíu sé að finna á svæðinu.
IÐNAÐARRÁÐHERRA Í PONTU Katrín Júlíusdóttir ávarpar fundinn. Við hlið hennar
sitja fulltrúar frá Orkustofnun. Þau eru Lárus Ólafsson, lögfræðingur, Þórarinn
Sveinn Arnarson, verkefnastjóri olíuleitar, Kristinn Einarsson, yfirverkefnastjóri
auðlindamála og Guðrún Bjarnadóttir, ritari orkumálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UM SAGEX PETROLEUM OG AKER EXPLORATION
Geysir Petroleum hf. var íslenskt félag stofnað 2001. Það var síðan sameinað
norska félaginu Sagex 2007 sem er nú í fimmtungs eigu Íslendinga. Sagex Petrol-
eum hf. er síðan dótturfélags þess. Það er stofnað um hugsanleg umsvif á Dreka-
svæðinu. Verkefnið yrði gert í samvinnu við íslenska félagið Lindir Resources sem
er óstofnað dótturfélag Lindir Explorations. Sagaex hefur á annan tug rannsókna-
og vinnsluleyfa. Olía og gas hefur fundist á þremur þeirra en vinnsla ekki hafist.
Aker Exploration er norskt félag stofnað árið 2006. Stjórnarfomaður þess er
Kjell Inge Rökke, sem er þekktur skipakóngur. Hann er númer 468 á lista Forbes
yfir ríkustu menn heims.
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
2.060.000,- kr.AFSLÁTTUR
Tilboð kr. 7.890.000,-
Fullt verð kr. 9.950.000,-
EIGUM TIL 2 BÍLA Á GAMLA GENGINU
JOINT Z 460
Z460
STJÓRNMÁL Konur eru í meiri-
hluta sjö fastanefnda Alþingis,
en karlar eru í meirihluta fimm
nefnda. Ef varamenn í utanríkis-
málanefnd eru teknir með eru
konur í meirihluta í sex nefndum
og karlar fimm. Jafnt er skipt í
eina nefnd.
Hæst hlutfall kvenna er í heil-
brigðis- og viðskiptanefnd, sjö
af níu í hvorri nefnd. Þá eru sex
nefndarmenn af níu í mennta-
málanefnd konur. Fimm af níu
nefndarmönnum í félags- og
tryggingamálanefnd, iðnaðar-
nefnd, umhverfisnefnd og aðal-
menn í utanríkismálanefnd eru
konur.
Karlar eru
í meirihluta
í al lsherjar-
nefnd, efnahags-
og skattanefnd,
fjárlaganefnd,
samgöngunefnd
og sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
nefnd. Í fjárlaga-
nefnd eru tíu
nefndarmenn
af ellefu karlar. Af níu nefndar-
mönnum í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd eru átta karlar. Sex
karlar eru af níu nefndarmönn-
um í efnahags- og skattanefnd og
í samgöngunefnd. Þá eru fimm
karlar og fjórar konur í allsherjar-
nefnd.
„Fjárlaganefnd og utanríkis-
nefnd hafa mestan ‚status‘,“ segir
Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-
málafræðiprófessor um hverjar
séu valdamestu nefndirnar. Hann
bendir á að sum mál sé skylt að bera
undir utanríkismálanefnd. Þá verði
hún áhrifamikil ef gengið verði til
aðildar viðræðna við ESB, verði
ekki skipuð sérstök Evrópunefnd.
Fjárlaganefnd hafi hins vegar áhrif
á fjárlög í samstarfi við ráðuneytið,
þó að nefndar menn breyti ekki
megin stefnu fjárlaga. „En nefndar-
menn geta haft vald til að greiða
götu fólks,“ segir hann. - ss
Kynjaskipting í fastanefndum Alþingis:
Konur í meirihluta sjö nefnda
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON
HÚSNÆÐISMÁL Um fjörutíu full-
kláraðar íbúðir eru tómar í Borg-
arnesi, að sögn Páls Brynjarsson-
ar, sveitarstjóra Borgarbyggðar.
„Það hefur verið byggt allt of
mikið á þessum litla markaði,“
segir Ingi Tryggvason, fast-
eignasali. Jökull Helgason, for-
stöðumaður framkvæmdasviðs,
segir að sveitarfélagið hafi ekki
farið fram úr sér í skipulagsmál-
um eins og gerðist á höfuðborg-
arsvæðinu, en of mörg hús hafi
verið reist. Ingi hefur snúið sér
að lögmannsstörfum meðan fast-
eignamarkaður liggur í dvala. - jse
Fasteignir í Borgarbyggð:
Ný og tóm hús
NÝBYGGING Í BORGARNESI Um fimmtíu
nýjar íbúðir eru tómar í Borgarnesi.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa var 3,8 milljörð-
um meira á fyrstu tveimur mán-
uðum ársins, en á sama tíma í
fyrra; fór úr 12,1 milljarði 2008
í tæpa 16 milljarða í ár. Það er
31,5 prósenta aukning. Hagstofan
greinir frá þessu.
Mest verðmæti fékkst fyrir
botnfisk, eða 12,5 milljarðar.
Verðmæti þorskaflans var 7 millj-
arðar og karfans 1,5 milljarðar og
er það mikil aukning frá í fyrra.
Verðmæti ýsu dróst hins vegar
saman á milli ára, er nú 2,3 millj-
arðar en var 2,7. Verðmæti þess
afla sem seldur var beinni sölu til
vinnslu innanlands jókst um 65,4
prósent á milli ára og nemur nú
7,3 milljörðum króna. - kóp
Þriðjungs aukning:
Verðmæti afla
meira en í fyrra
NEYTENDAMÁL Matvöruverð hefur
hækkað um rúman fjórðung á
síðastliðnum tólf mánuðum sam-
kvæmt verðkönnun Alþýðusam-
bands Íslands. Mest hefur verðið
hækkað hjá lágvöruverslununum,
það er að segja Kaskó, Nettó,
Bónus og Krónunni, eða um
tuttugu til 31 prósent. Minnst er
hækkunin hjá þjónustuverslunun-
um Nóatúns, fimmtán prósent, og
Hagkaupum, tólf prósent.
Verðkönnunin nær til tíu
verslanakeðja og nær yfir allar
almennar mat- og drykkjarvörur.
- jse
Matarkarfa ASÍ:
Hækkaði um
fjórðung á ári
HÆKKANIR FRÁ SÍÐASTA ÁRI
10-11 20%
11-11 23%
Bónus 25%
Hagkaup 12%
Kaskó 31%
Krónan 20%
Nettó 26%
Nóatún 15%
Samkaupum-Strax 28%
Samkaupum-Úrval 21%
IÐNAÐUR „Það er enn ekki búið að
ganga frá samningnum og í huga
fjárfesta er málið ekki klárt. Það
getur verið mjög hættulegt á þess-
um tímapunkti. Hver dagur og vika
skiptir máli um hvort menn geti
hafist handa,“ segir Árni Sigfús-
son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Hann var spurður um fregnir af
því að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA,
hefði beðið um viðbótarupplýsingar
um fjárfestingasamning Century
Aluminium og ríkisins, vegna
Helguvíkur. Í blaðinu í gær var
sagt frá því að þetta gæti þýtt að
ESA skilaði ekki áliti sínu fyrr en
í ágúst.
„Ég held það megi hafa miklar
áhyggjur. Ég finn fyrir því víðar að
fætur erlendra fjárfesta eru farnir
að kólna,“ segir Árni.
Hann nefnir sem dæmi sólarkísil-
verksmiðju Tomahawk, sem sé
komin með umhverfismat, lóð, vil-
yrði fyrir orku og erlenda áhuga-
sama fjárfesta. Málið strandi á
iðnaðarráðuneytinu að ganga frá
fjárfestingarsamningi. Hann sé þó
vongóður um að málið leysist þar.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra segir að mikið kapp sé
lagt á að fá erlenda fjárfestingu í
landið. „Og þessi ríkisstjórn hefur
sagt að hún vilji ýta undir hana
sérstaklega,“ segir hún. Hún segir
gjaldeyrishöftin erfið, spurð um
áhrif þeirra.
Hún kveður fjárfestingarsamn-
ing vegna Helguvíkur í eðlilegu
ferli. Ríkisstjórnin hafi átt von á
áliti ESA snemmsumars, en ESA
hafi áður beðið um skýringar við
fjárfestingarsamninga í gegnum
tíðina. „Við vinnum samt að mál-
inu eins og við getum samhliða því
og þegar álitið liggur fyrir verður
ekkert að vanbúnaði að undirrita
samninginn,“ segir Katrín. - kóþ
Hver dagur skiptir máli í fjármögnunarferli Helguvíkur, segir bæjarstjóri:
Tafir sagðar mjög hættulegar
ÁRNI
SIGFÚSSON
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
Ég held það megi hafa
miklar áhyggjur. Ég finn
fyrir því víðar að fætur fjárfesta
eru farnir að kólna.
ÁRNI SIGFÚSSON
BÆJARSTJÓRI Í REYKJANESBÆ
VEÐUR Mikil veðurblíða var á öllu
landinu á sunnudaginn. Í Reykja-
vík náði hitinn 18,3 gráðum en
hlýjast var á Þingvöllum þar sem
hitastigið fór mest upp í nítj-
án gráður. Þrátt fyrir það frysti
á nokkrum stöðum í þarsíðustu
nótt og fór hitinn niður í -2,4
gráður á Þingvöllum.
„Sólin hitar svo mikið á dag-
inn,“ sagði Árni Sigurðsson
veður fræðingur. Ekki þykir þessi
hitamismunur óeðlilegur í maí að
sögn Árna.
„Þegar það er léttskýjað og
heiður himinn er engin einangr-
un, þannig að lofthitinn er fljótur
að fara og fljótur að koma,“ sagði
Árni. - hds
Mikil dægursveifla í veðri:
Hitinn lækkaði
um 21,4 gráður
VIÐSKIPTI „Verkefnið hefur
blómstrað,“ segir Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra. Hún
opnar norrænu leikjaráðstefnuna
Nordic Games í Svíþjóð í dag.
Norðurlandaráð setti ráðstefn-
una á laggirnar árið 2004, þegar
Íslendingar fóru síðast með for-
mennsku í ráðinu.
Katrín veitir þar jafnframt
styrki upp á þrjár milljónir
danskra króna (tæpar sjötíu millj-
ónir króna) sem renna til sex
nýrra tölvuleikjaverkefna.
Íslendingar eiga tvo aðra full-
trúa á ráðstefnunni: Jónas Björg-
vin Antonsson, frá Gogogic, og
Nathan Richardsson frá CCP. - jab
Nordic Games í Malmö:
Katrín opnar
leikjaráðstefnu
SPURNING DAGSINS