Fréttablaðið - 19.05.2009, Qupperneq 4
4 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Diddy.is
Diddy.is
dy.is
Diddy.is
iddy.is
Diddy.i
ddy is
s
is
Diddy.is
Did
Didd
Did
Verslunin hættir
1. júní nk.
3 verð í gangi,
1000 kr ,
2000 kr og
3000 kr.
Allt á að seljast, full búð ennþá af
fallegum og góðum vörum. Endilega
kíkið við og gerið góð kaup.
Bestu kaupin í bænum.
Diddy.is
Faxafeni 14 (við hliðina á Bónus) • s: 588 8400
Stelpur, látið þetta ekki framhjá ykkur fara!
VIÐSKIPTI „Ég vissi að þetta myndi
skella á nú síðla í maí, gekk frá
reikningunum í möppur og lét
klippa á kortið,“ segir Gunnlaugur
Sigmundsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarfélags-
ins Máttar og stjórnarformaður
Icelandair Group. „Allir pappírar
eru klárir fyrir bankann og hafa
verið það síðan um áramót,“ bætir
hann við. Samningur Gunnlaugs
sem framkvæmdastjóra rann út
um áramótin og hefur hann sinnt
verkinu í hjáverkum þar sem eftir-
maður hefur ekki fundist.
Hann var staddur í Bandaríkj-
unum í fyrrakvöld þegar hann
fékk að vita af því að Íslands-
banki myndi nýta undanþágu-
heimild Fjármálaeftirlitsins til að
taka yfir 42 prósenta hlut fjárfest-
ingarfélaganna Máttar og Nausts
í Icelandair Group á genginu 4,5
krónur á hlut. Markaðsverðmæti
hlutarins nemur 1,9 milljörðum
króna. Óvíst er um stöðu Gunn-
laugs en boða þarf til hluthafa-
fundar til að gera breytingar á
stjórn flugrekstrarfélagsins.
Bankinn átti fyrir fimm pró-
senta hlut, fer nú með 47 prósenta
hlut og er umsvifamesti hluthafi
flugrekstrarsamstæðunnar á eftir
Langflugi. Ýjað var að því í gær
að stutt væri í að hlutir Langflugs
færu sömu leið.
Fram kemur í tilkynningu bank-
ans að aðgerðin hafi engin áhrif á
daglega starfsemi félagsins og sé
stefnt að því að hluturinn verði
seldur aftur í opnu og gagnsæju
söluferli eins fljótt og auðið er.
Bræðurnir Benedikt og Einar
Sveinssynir áttu megnið af
hlutunum sem Íslandsbanki tók
yfir. Þeir eru meirihluta eigendur
Nausts en áttu tæpan helming í
Mætti á móti Milestone, félagi
bræðranna Karls og Steingríms
Wernerssona. Ástæðan fyrir yfir-
tökunni var, líkt og Íslandsbanki
bendir á, veðkall þar sem ekki
hafði verið staðið við skuldbinding-
ar gagnvart bankanum í tengslum
við kaup félaganna á hlutabréfum í
Icelandair á sínum tíma. Trygging-
ar á lánunum voru bréfin sjálf.
Bræðurnir allir hafa átt hlutina
frá umbrotatímum í hluthafahópi
Glitnis gamla (nú Íslandsbanka)
í kringum páskana 2007. Málalok
voru þau að Karl Wernersson og
Einar Sveinsson seldu hlutabréf í
bankanum fyrir rúma sjötíu millj-
arða króna til Baugs og viðskipta-
félaga og fengu greitt að hluta í
peningum en að hluta með eignar-
hlutum í Glitni sem fylgdi með
Mætti. Gengi bréfa í Icelandair
var þá í kringum 27 krónur á hlut.
Það hefur fallið um 83 prósent
síðan þá. jonab@markadurinn.is
Íslandsbanki stærsti
eigandi Icelandair
Stærstu eigendur Icelandair Group misstu eign sína þegar lánveitandinn tók
þá með veðkalli. Eignahlutirnir voru að hluta til greiðsla vegna sölu á gamla
Glitni. Stjórnarformaðurinn vissi hvert stefndi og gerði klárt fyrir lokun.
VIÐSKIPTI Fjórtán prósenta sam-
dráttur varð milli ára á veltu kredit-
korta í apríl, samkvæmt nýjum
tölum Seðlabanka Íslands. Svipaður
samdráttur varð í veltu debetkorta,
eða þrettán prósent.
Heildarvelta kreditkorta var 24,0
milljarðar króna, samanborið við
27,9 milljarða á sama tíma í fyrra.
Heildar-debetkortavelta í apríl var
28,8 milljarðar króna, en það er
svipuð velta og var í mars. Heildar-
velta kreditkorta jókst hins vegar
um sextán prósent í apríl miðað við
fyrra mánuð.
Greining Íslandsbanka segir lítið
lát virðast á samdrætti í neyslu
heimilanna enda hafi kaupmáttur
ráðstöfunartekna minnkað mikið
um leið og atvinnuhorfur séu bágar
og litlar væntingar um bjartara
efnahagsástand. Greiningardeildin
getur sér þess til að aukin kredit-
kortavelta milli mánaða skrifist á
páskana, sem voru í apríl. „Í heild
dróst kreditkortavelta að raunvirði
saman um 27 prósent á milli ára,“
segir í umfjöllun bankans.
Vitnað er til þess að enn slái
kortanotkun landans í útlöndum út
erlenda kortanotkun hér. „Það sem
af er ári hefur halli á þessum korta-
jöfnuði milli landa numið að jafnaði
1,7 milljörðum króna á mánuði, en
í fyrra var hallinn að meðaltali ríf-
lega 3,0 milljarðar.“ Sleginn er sá
varnagli að erlendir ferðamenn hér
kunni að beita kortum sínum minna
en Íslendingar geri í útlöndum. - óká
MEÐ KORT Á LOFTI Í nýjum greiðslu-
kortatölum Seðlabankans koma fram
áhrif páskanna, að mati Greiningar
Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Raunvirði kreditkortaveltu dróst saman um 27 prósent milli ára:
Samdráttur neyslu sést í kortunum
LÖGREGLUMÁL Ragna Árnadóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
segir að það sé áhyggjuefni að
biðlisti eftir afplánun hafi þre-
faldast á sex
árum. Ragna
segir að athuga
þurfi hvort
hægt sé að
finna aðrar
lausnir en að
fjölga fanga-
plássum og þá
með afplánun
utan fangelsis.
Spurning sé
hvort hægt sé
að rýmka samfélagsþjónustu. Þá
komi rafrænt eftirlit til greina en
til þess þurfi lagabreytingu.
Fréttablaðið greindi frá
því nýlega að 182 menn væru
nú á biðlista eftir að komast í
af plánun. „Við erum að athuga
hvort hægt sé að leysa vandann
með afplánun utan fangelsis. Ef
það er ekki hægt er ekki annað
í spilunum en að finna leið til að
fjölga fangaplássum en sú vinna
er ekki á því stigi að hægt sé að
segja hvernig það verði gert,“
segir Ragna. - ghs
Dómsmálaráðherra:
Vill afplánun
utan fangelsis
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
„Þetta er einfaldlega aðgerð bankans. Allt verður gert
til að rekstur félagsins raskist ekki,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra um veðkall Íslandsbanka á
hlutafé Máttar og Nausts í Icelandair Group. Steingrímur
var látinn vita hvað væri í bígerð.
Haft var eftir Steingrími í apríl að yfirtaka á Icelandair
Group væri á döfinni. Hann segir orð sín hafa verið
rangtúlkuð. „Það var reyndar vitað að ákveðin félög
gætu lent í vandræðum,“ segir hann og bætir við að það
liggi í höndum bankanna hversu langt verður að bíða
þar til hlutirnir í Icelandair Group verði seldir aftur.
BANKINN ÁKVEÐUR SÖLU Á HLUTNUM
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
TVÆR VÉLAR ICELANDAIR GROUP Verðmæti eignarhlutar Íslandsbanka í Icelandair
Group eftir yfirtöku á eign tveggja félaga í gær nemur 2,1 milljarði króna.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi,
leiðtogi stjórnarandstöðunnar í
Búrma (Myan-
mar), kom fyrir
rétt í fangelsi í
Rangún (Yang-
on) í gær. Hún
á yfir höfði sér
allt að fimm
ára fangelsi til
viðbótar fyrir
meint brot á
skilmálum ára-
langrar stofufangelsisvistar henn-
ar með því að hafa hýst Banda-
ríkjamann sem synti til húss
hennar í leyfisleysi fyrir skömmu.
Stuðningsmenn Suu Kyi söfnuð-
ust saman við Insein-fangelsið og
sögðust munu standa fyrir mót-
mælum um allt land uns hún yrði
látin laus. Gildandi stofufangelsis-
dómur rennur úr gildi 27. maí. Það
þykir ekki koma á óvart að her-
foringjastjórnin nýti sér nú hið
undarlega mál Bandaríkjamanns-
ins sem átyllu til að halda Suu Kyi
lengur fanginni. - aa
Spenna í Búrma:
Réttað yfir Suu
Kyi á ný
AUNG SAN SUU KYI
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
26°
19°
24°
22°
18°
21°
22°
22°
17°
19°
22°
17°
20°
22°
17°
19°
31°
19°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
7
10
10
5
7
10
16
10
16
13
17
18
7 66
FIMMTUDAGUR
Hægviðri.
9
14
10
1213
16
8 12
12
1011
16
SVIPAÐ ÁFRAM
Ekki eru miklar breyt-
ingar á veðrinu í dag
frá því sem það var í
gær. Áberandi hlýjast
verður í innsveitum á
Suðurlandi og sunnan
til á Vesturlandi. Það
verður skýjað norð-
austan og austan til
og jafnvel dálítil súld
austast.
Á morgun léttir síðan
heldur til á Norðaust-
urlandi en áfram verð-
ur sýnu þungbúnast
austast á landinu.
7
8
3
5
6
8
3
3
3
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Stýrir LV tímabundið
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna
hefur ákveðið að auglýsa stöðu
framkvæmdastjóra sjóðsins fljótlega.
Guðmundur Þ. Þórhallsson hefur
verið staðgengill framkvæmdastjóra,
og mun hann sinna störfum fram-
kvæmdastjóra tímabundið þar til
ráðið hefur verið í stöðuna.
KJARAMÁL
Uppboð óskilamuna
Óskilamunadeild lögreglunnar mun
halda sitt árlega uppboð laugar-
daginn 23. maí. Það mun fara fram
í Askalind 2a í Kópavogi. Nánari
upplýsingar verða birtar síðar.
LÖGREGLAN
AFGANISTAN, AP Bílalest sem bróðir
Hamids Karzai, forseta Afganist-
ans, ferðaðist með var veitt fyrir-
sát í gær. Sprengjum var varpað
að henni og kúlnahríð úr hríð-
skotabyssum rigndi yfir hana.
Einn lífvörður lét lífið en bróður
forsetans sakaði ekki.
Ahmad Wali Karzai greindi frá
því að bílalest hans hefði verið á
leið til Kabúl frá Nangarhar-sýslu
í Austur-Afganistan þegar ráðist
var á hana í fjalllendi um 40 km
frá höfuðborginni. Wali Karzai
er forseti héraðsráðs Kandahar-
héraðs í Suður-Afganistan. Hann
kveðst ekki vita hverjir hafi vilj-
að ráða sér bana. - aa
Átökin í Afganistan:
Ráðist á bílalest
bróður forseta
DÝRALÍF Svartur svanur sást
spóka sig í Álftafirði yfir helg-
ina. Ekki þykir það þó sjaldséð
sjón að sjá svarta svani lengur.
„Síðustu tíu ár hafa verið einn til
þrír svartir svanir á svæðinu,“
segir Brynjúlfur Brynjólfsson
fuglaáhugamaður. Ekki hafa þó
verið margar tilkynningar núna
um komu svartra svana.
„Þetta er sá eini sem hefur sést
í ár, hann kom í vor, sást á Lóninu
hjá okkur fyrst,“ sagði Brynjúlf-
ur.
Svanurinn hefur að öllum lík-
indum ratað hingað til lands frá
Bretlandi, en svartir svanir eru
upprunalega frá Ástralíu. - hds
Vorboðar á Austurlandi:
Svartir svanir
sjást ár hvert
GENGIÐ 18.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
208,3504
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,81 126,41
191,77 192,71
169,38 170,32
22,745 22,879
19,323 19,437
15,977 16,071
1,3149 1,3225
190,39 191,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR