Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 6
6 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingar, rifjaði upp atburði vetursins, mótmælin og viðbrögð ríkisstjórnar Geirs Haarde við hruninu. Hin pólitíska yfirstétt hefði verið búin að glata öllum tengslum við raunveruleik- ann. „Við mót- mæltum og við unnum,“ sagði Þór. Svikastjórnin hefði hrökkl- ast frá. Hann sagði stefnuræðu forsætisráðherra hafa verið stefnulausa og gaf ekki mikið fyrir úrræði stjórnarinnar í þágu heimila. Leiðrétta þyrfti vísitölu aftur til byrjunar árs 2008, sem lækkaði höfuðstól húsnæðislána um tuttugu prósent. Síðan ætti að afnema verðtryggingu, sækja eigendur fyrirtækja til saka og frysta eigur þeirra. Þá mætti afþakka aðstoð AGS; ekki væri hægt að skera niður um 170 milljarða á þremur árum. - kóþ „Þessi stjórnarmyndun var vissulega ekki án fórna og málamiðlana, [...] til dæmis þegar kemur að þeirri niður- stöðu stjórnarsamstarfsins að setja Evrópumálið í hendur Alþingis, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „En við skulum varast það Íslendingar að eyða öllum okkar kröftum og tíma í þetta mál,“ sagði hann. Endurreisn bankakerfisins ætti að mestu að vera lokið innan 45 daga, sagði Steingrímur. Í vikunni kæmu fulltrúar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í heimsókn og samkomulag AGS og ríkisins yrði endurskoðað. Einnig upplýsti hann um samninga- gerð við norrænar ríkis- stjórnir og seðlabanka um gjaldeyrislán, að hún væri á lokastigi og lánaskilmálar því sem næst frágengnir. - kóþ Sigmundur Davíð Gunn- laugsson gagnrýndi stjórnar- flokkana harðlega fyrir að tala fjálglega um samvinnu og lýðæðisleg vinnubrögð. Framsóknar- flokkurinn hefði vonast til þess, sagði hann, að hægt væri að ræða lausnir við efnahags- vandanum óháð því hvaðan úr flokki lausn- irnar kæmu. Þegar fram- sóknarmenn hefðu síðan komið með sínar tillögur, eins og stjórnin hefði í raun beðið þá um, hefði hún ekki einu sinni kynnt sér þær heldur lagt allt kapp á að grafa undan tillögunum. Gagnrýndi hann stjórnina fyrir að miða allar tillögur sínar að því að fresta vandanum, til dæmis með því að gera ráðstafanir ein- ungis þegar fjölskyldur og fyrirtæki væru komin í þrot í stað þess að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir. - jse Bjarni Benediktsson gagnrýndi stjórnarflokkana í ræðu sinn í gær fyrir fyrningarleiðina, samskipt- in við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, en þar sagði hann skorta gegnsæi, aðgerða- leysi í efna- hagsmálum og síðan því hvernig standa ætti að aðildar- umsókn til Evrópusam- bandsins. Sagði hann fyrningarleið ekki verða til þess að réttlætið yrði meira né fiskistofnarnir betri auk þess sem það hefði þegar valdið útgerðarfyrirtækjum skaða með því að koma á óvissu. Um aðildar- umsóknina spurði hann hvers vegna talað væri um að unnið yrði að málinu með samráði allra fyrst þegar væri búið að ákveða hvernig að málum skyldi staðið og hvenær þeirri vinnu yrði lokið. - jse STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði áherslu á Evrópusambandið í stefnuræðu sinni í gærkvöld. „Við köllum eftir breiðri samstöðu um aðildar- umsókn Íslands að Evrópu- sambandinu,“ sagði hún. „Sæki Íslendingar um aðild að Evrópu- sambandinu og hefji formlegar aðildarviðræður skapast traust- ari forsendur fyrir stöðugra gengi íslensku krónunnar og lækkun vaxtastigs.“ Fram kom í ræðu Jóhönnu að Seðlabankanum hefði verið falið að leggja mat á breytta umgjörð peningastefnunnar, auk þess sem bankinn myndi á næstunni gefa út ítarlega skýrslu um fyrirkomu- lag peningamála með hliðsjón af hugsanlegri aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Jóhanna lagði áherslu á að aðild að Evrópu- sambandinu væri ekki, ein og sér, töfralausn og í þingsályktunar- tillögu utanríkisráðherra yrðu gerðir fyrirvarar um grundvallar- hagsmuni Íslands. Íslenskir sjómenn, sagði Jóhanna, hafa mikla þekkingu og sjávarútvegsfyrirtæki geta keppt á frjálsum markaði hvar sem er í heiminum. „Mín framtíðarsýn er að Ísland verði leiðandi í mótun og stjórn sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og leiðandi í sjávarútvegi í Evrópu. Ég hef fulla trú á að það takist.“ Jóhanna minnti á risavaxin verkefni sem biðu Alþingis og sagði að alþingismenn hlytu að nálgast þau af auðmýkt, með því að leggja alla krafta í að þjóna fólkinu í landinu og vinna saman að endurreisn samfélagsins. Við slíkt verkefni ætti gamaldags skotgrafarhernaður, sem hefði of lengi einkennt íslensk stjórn- mál, ekki við. „Það er kallað eftir þjóðar samstöðu og það er kallað eftir nýjum vinnubrögðum.“ Til að ná halla ríkissjóðs niður um 170 milljarða á næstu þremur árum þyrftu allir að taka á sig byrðar. „Allir munu því miður finna fyrir hinum mikla sam- drætti, á það vil ég ekki draga dul.“ En árangur aðhalds hjá rík- inu myndi skila sér í hraðari upp- byggingu atvinnulífsins, minna atvinnuleysi, lægri vöxtum og meiri stöðugleika. svanborg@frettabladid.is Ísland verði leiðandi í sjávarútvegi Evrópu Ísland getur orðið leiðandi í sjávarútvegsstefnu ESB og evrópskum sjávarútvegi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í stefnuræðu sinni í gær. Hún kallaði eftir sam- stöðu, auðmýkt og nýjum vinnubrögðum við endurreisn samfélagsins. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Sagði engan geta tekið endanlega afstöðu til ESB-aðildar fyrr en að samningaviðræðum loknum. Ein og sér væri ESB-aðild ekki töfralausn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEFNURÆÐA JÓHÖNNU Hversu oft eftirtalin orð komu fyrir í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á mánudagskvöld. Evrópusambandið 22 Þjóðin 21 Ísland 14 Alþingi 9 Landbúnaður 8 Atvinnuleysi 6 Sjávarútvegur 6 Seðlabanki 5 Lán 5 Lýðræði 4 Skuldir 1 Jafnrétti 0 Stóriðja 0 Virkjun 0 Handrið • Glerveggir • Milliveggir Svalalokanir ANDRIÐ • GLERVEGGIR • FELLIVEGGIR www.glerogbrautir.is www.cover.is Mikið úrval af krókum handklæðaslám og fl . Opið 13-18 Sími: 894 1411 / 861-7540 Norðurhella 10 Hafnarfjörður Skrýtið samráð SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON Formaður Framsóknar- flokks BJARNI BENE- DIKTSSON Formaður Sjálfstæðis- flokks Samvinna og lýðræði hvað? Eyðum ekki öllu í ESB STEINGRÍM- UR JÓHANN SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna Stefnuræðan var stefnulaus ÞÓR SAARI Þingmaður Borgarahreyf- ingar KJÖRKASSINN Horfðir þú á Eurovision? Já 89% Nei 11% SPURNING DAGSINS Í DAG Hlustaðir þú á stefnuræðu forsætisráðherra? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.