Fréttablaðið - 19.05.2009, Side 8
8 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Auglýsingasími
– Mest lesið
SRÍ LANKA, AP Srí Lanka-stjórn lýsti
því yfir í gær að hún hefði lokið
við að ráða niðurlögum tamíla-
tígranna, uppreisnarhreyfingar
aðskilnaðarsinnaðra tamíla á
eynni. Smiðshöggið á það verk
hefði stjórnarherinn unnið
með því að drepa Velupillai
Prabhakaran, stofnanda og leið-
toga tamílatígra, sem fór fyrir
vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæðu
ríki tamíla í nærri þrjá áratugi.
Ríkissjónvarp Srí Lanka rauf
útsendingu til að tilkynna um
andlát Prabhakarans, og upplýs-
ingaráðuneyti ríkisstjórnarinnar
sendi smáskilaboð í alla farsíma
landsmanna með tilkynningu
um dauða hans og næstráðenda,
Soosai og Pottu Amman.
Tilkynningin hratt af stað mikl-
um fjöldafögnuði vítt og breitt um
landið. Almenningur streymdi
út á götur höfuðborgarinnar
Colombo og brast í söng og dans.
Srí Lanka-stjórn hefur litið á
dauða Prabhakarans sem for-
sendu fyrir því að binda enda á
skæruhernað aðskilnaðarsinna,
þar sem hann hefði getað nýtt sér
alþjóðlegan smyglvef sinn og sam-
bönd við tamíla búsetta erlendis
til að vopna skæruliða á ný. En
fall hans í bardaga gæti orðið til
þess að gera úr honum píslarvott
og hetju í augum annarra aðskiln-
aðarsinnaðra tamíla.
Á meðan Velupillai Prabhak-
aran var hetja í augum sumra
voru samtök hans brennimerkt
sem hryðjuverkasamtök bæði af
yfirvöldum í Bandaríkjunum og
Evrópusambandinu. Tamílatígrar
voru sakaðir um að bera ábyrgð
á hundruðum sjálfsvígssprengju-
árása, þar á meðal morðtilræð-
inu við Rajiv Gandhi, fyrrver-
andi forsætisráðherra Indlands,
árið 1991. Tamílatígrar víluðu
heldur ekki fyrir sér að þvinga
börn til þátttöku í hinni vopnuðu
baráttu.
Yfirhershöfðingi stjórnarhers-
ins, Sareth Fonseka, sagði í sjón-
varpinu að herinn hefði á mánu-
dagsmorgun upprætt síðustu
leifar bardagasveita tamílatígra
á umsáturssvæðinu á norðaustur-
strönd landsins. Unnið væri að
því að bera kennsl á lík Prabhak-
arans með óyggjandi hætti.
Ráðamenn Evrópusambandsins
sögðu í gær að þeir myndu styðja
alþjóðlega rannsókn á ásökunum
um að stjórnarher Srí Lanka hefði
gerst sekur um stríðsglæpi í loka-
sókninni, þar sem allt of lítið til-
lit hefði verið tekið til óbreyttra
borgara sem lokuðust inni á milli
víglína.
Að minnsta kosti 70.000 manns
létu lífið í borgarastríðinu síðan
það hófst fyrir 26 árum.
audunn@frettabladid.is
Tamílatígrar
sagðir sigraðir
Forsvarsmenn hers og ríkisstjórnar Srí Lanka lýstu
því yfir í gær að stríði við skæruliða aðskilnaðarsinn-
aðra tamíla væri lokið. Leiðtogi þeirra lægi í valnum.
Fjöldafögnuður braust út við tíðindin.
FÓLK „Mér var sagt að ég mætti
hafa legsteininn hvar sem ég
vildi,“ segir Ingibjörg Auður Ingv-
arsdóttir. Hún varpaði öndinni létt-
ar í síðustu viku þegar hún fékk
upphringingu frá Kirkjugörðum
Reykjavíkur og henni tjáð að hún
fengi að hafa legsteininn við höfða-
lag eiginmanns síns.
Ingibjörg sagði frá því í Frétta-
blaðinu fyrr í mánuðinum hversu
vonsvikin hún var þegar hún
komst að því að legsteinn lát-
ins eiginmanns hennar, og síðar
hennar sjálfrar, þyrfti að vera til
fóta vegna þess hvernig Gufunes-
kirkjugarður er skipulagður. Þar
eru legsteinar til fóta við aðra
hverja gröf. Ingibjörg segist loks
hafa fengið símtal frá starfsmanni
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæmis. Henni var sagt að ekki yrðu
framar hannaðir kirkjugarðar með
þessu skipulagi og að henni væri
frjálst að setja legsteininn við
höfðalagið – og þar með við göngu-
stíginn – ef henni sýndist svo. Og
það ætlar hún að gera.
„Ég spurði hann hvort hann gerði
sér grein fyrir því að það væri nú
ekki beint kristilegt að krossa allt-
af öfugan kross yfir manneskju.
Það væri nú til þess að koma henni
til vítis. Hann sagðist skilja það,“
segir Ingibjörg.
Enn fremur hafi hún fengið þau
skilaboð að héðan í frá yrðu allir
látnir vita af því hvernig málum
væri háttað og þeim gefið val um
það hvorum megin legsteinninn
myndi standa. - sh
Ingibjörgu Auði Ingvarsdóttur var létt þegar hún fékk símtal frá Kirkjugörðunum:
Legsteininn má setja við höfðalagið
GUFUNESKIRKJUGARÐUR Leiðin snúa
mót hvert öðru, en þeir látnu snúa í
raun allir eins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
© GRAPHIC NEWS
Lýst yfir endalokum borgarastríðs
Stjórnarher Srí Lanka hefur drepið Velupillai Prabhakaran, leiðtoga tamílatígra
(LTTE), vopnaðrar uppreisnarhreyfingar aðskilnaðarsinnaðra tamíla á Srí Lanka.
Herinn segist hafa upprætt skæruliðasveitir Tamílatígra eftir umsátur um síðasta
vígi þeirra á norðausturströnd eyjarinnar.
8 km
Kilinochchi
Puthukkudiyirippu
Prabhakaran og
tveir aðstoðarmenn
drepnir í fyrirsát er
þeir reyndu að flýja
í sjúkrabíl
Mullaittivu
INDLAND Kilinochchi
Svæði undir
stjórn LTTE í
apríl 2008
SRÍ
LANKA
Colombo
80 km
Yfir 70.000
manns hafa látið
lífið í hinu 26 ára
langa stríði.
■ 1956: Þjóðernisminnihluti tamíla missir
réttindi er tunga sinhala er gerð að ríkismáli
■ 1976: Hreyfing
herskárra aðskilnaðar-
sinna, LTTE, stofnuð
að frumkvæði Vel-
upillai Prabhakaran
til að berjast fyrir
sjálfstæðu ríki tam-
íla á NA-Srí Lanka.
■ 1983: Vopnuð átök
hefjast fyrir alvöru.
■ 1987: Indverjar senda friðargæslulið
til svæða tamíla en það snýr aftur heim
þremur árum síðar.
■ 1993: Liðsmaður LTTE myrðir forseta Srí
Lanka, Ranasinghe Premadasa, í sjálfsvígstil-
ræði í Colombo.
■ 2002: Stjórnin í Colombo og skæruliðar
undirrita vopnahléssamning sem Norð-
menn eiga milligöngu um.
■ 2005: Mahinda Rajapaksa kjörinn forseti
■ 2006: LTTE hefur árásir á ný.
■ 2008: Ríkisstjórnin ógildir vopnahlés-
samning.
■ Jan. 2009: Herinn tekur höfuðvígi
skæruliða í Kilinochchi og Mullaittivu.
■ Maí 2009: LTTE viðurkennir ósigur
eftir að herinn upprætir síðasta vígi
hreyfingarinnar.
Ljósmynd: Getty Images
IND-
LANDS-
HAF
Prófessor Ceon Ramon heldur fyrirlestur í heilbrigðisverkfræði
við Háskólann í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 19. maí, kl.
16:00. Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu mælinga á segul-
sviði mannsins, lífsegulmagns, tækni við mælingar og læknis-
fræðilega notkun. Erindið verður flutt á ensku.
Staðsetning: Stofa 101 í Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.
Ceon Ramon er prófessor í heilbrigðisverkfræði við Háskólann i Reykjavík og
jafnframt í rafmagnsverkfræði við University of Washington. Hann vinnur nú að
þróun nýrrar tækni sem felst í raförvun heilans með það að markmiði að
meðhöndla flogaveiki og slag.
SEGULSVIÐ MANNSINS
OG LÆKNISFRÆÐILEG NOTKUN
W
W
W
.H
R.
IS
TÆKNI- OG
VERKFRÆÐIDEILD HR
Fyrirlestur dr. Ceon Ramon í dag kl. 16:00
Í heilbrigðisverkfræði er aðferðum verkfræðinnar beitt á eða í
mannslíkamanum til að leysa mismunandi vandamál tilkomin vegna
veikinda eða slysa, eða einfaldlega til að bæta lífsgæði og öryggi
okkar allra. Oft er það svo, að heilbrigðisverkfræðingar vinna í
teymum ólíkra sérfræðinga við þróun aðferða, búnaðar eða notkun
þeirra á vettvangi fyrirtæka eða heilbrigðisþjónustunnar.
Fylgja Norðmenn ef Íslendingar ganga í ESB?
Af hverju
höfnuðu Norðmenn
ESB-aðild tvívegis?
Umræðufundur á Háskólatorgi Háskóla Íslands
um ESB-aðild og reynslu Norðmanna af umsóknar-
ferlinu. Framsögu hefur norski sérfræðingurinn
Dag Seierstad. Seierstad og Jostein Lindland,
framkvæmdastjóri, svara fyrirspurnum. Frjálsar
umræður eftir því sem tími leyfir.
Staður: Háskóli Íslands við Suðurgötu. Háskólatorg (Salur HT 101)
Tími: Þriðjudagur 19. maí kl. 12.00-13.15
Af hverju höfnuðu Norðmenn ESB-aðild tvívegis?
Hvað geta Íslendingar lært af reynslu Norðmanna?
Hvaða undanþágur fengu Norðmenn frá meginreglum ESB?
Hver voru samningsmarkmið Norðmanna?
Fer fylgi í Noregi við ESB-aðild vaxandi eða minnkandi?
ÞJÓÐKIRKJAN Biskupi hefur ekki
enn borist skaða- og miskabóta-
krafa frá séra Gunnari Björns-
syni, sem hann
boðaði fyrir
hálfum öðrum
mánuði. Þetta
segir Ragnhild-
ur Benedikts-
dóttir, skrif-
stofustjóri hjá
Biskupsstofu.
Biskup setti
séra Gunnar
í tímabundið
leyfi frá störfum hans við Sel-
fosskirkju síðasta haust þegar
hann sætti ákæru vegna kyn-
ferðisbrots gegn sóknarbörnum
sínum. Hann var síðan sýknaður
af ákærunni og hugðist sækja
skaða- og miskabætur vegna leyf-
isins. - sh
Séra Gunnar gegn biskupi:
Hefur ekki enn
lagt fram kröfu
SÉRA GUNNAR
BJÖRNSSON