Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 16
Matti segir allt of marga sem vilja bæta heilsuna flækja mjög einföld atriði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýkomnar margar gerðir af
opnum dömuskóm.
Stærðir 36 - 42
Verð: 10.900.-
Næstu fyrirlestrar og námskeið
19. maí Læsi á eigin líðan
Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur
23. maí Hláturjóga með jákvæðu styrkjandi ívafi
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
26. maí Erum við andleg og líkamleg eiturefna-
úrgangs-ruslaskrímsli
Edda Björgvins leikkona
28. maí Hvað er málið með aukakílóin?
Matti Ósvald heilsufræðingur
02. júní Ævintýralíf
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is
Tækið sem enginn verður var við.
be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í
heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega
nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt
og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau
og aðrir taka heldur ekki eftir þeim.
be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði
fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki
Algerlega
ný hönnun
heyrnar-
tækja.
be by ReSound
eru vart greinanleg
í eyrunum
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan
Tímapantanir 534 9600
YLSTRÖNDIN NAUTHÓLSVÍK er höfð opin frá klukkan
11 til 19 alla daga í sumar til 14. ágúst. Aðgangur að ströndinni,
setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf
200 krónur fyrir að geyma föt í fatageymslu Ylstrandarinnar.
Tóbakslausi dagurinn er haldinn
hérlendis 31. maí. Myndamerk-
ingar eru sérstakt þema dagsins
í ár.
Tóbakslausi dagurinn hefur verið
haldinn hérlendis frá árinu 1979
í samvinnu við Alþjóðlegu heil-
brigðis málastofnunina (WHO).
Hvert ár er hann helgaður sér-
stöku þema og í ár eru það mynda-
merkingar á sígarettupökkum. Að
sögn Báru Sigurjónsdóttir hjá Lýð-
heilsustöð eru þær taldar ýta undir
að fólk hætti reykingum og þannig
stuðla að bættum lífsgæðum, auk
þess að draga úr dauðsföllum af
völdum reykinga.
„Þessar myndir eru náttúru-
lega mjög lýsandi fyrir þau skað-
legu áhrif sem reykingar hafa og
fæla marga frá. Svo er þemað í ár
afar viðeigandi þar sem Alþingi
samþykkti fyrr á árinu lagafrum-
varp um myndamerkingar á sígar-
ettupökkum sem taka gildi á næsta
ári.“
Bára segir kannanir sem gerðar
hafa verið á vegum Alþjóðlegu heil-
brigðismálastofnunarinnar sýna
að slíkar myndir hvetji reykinga-
fólk til að hætta. Því verði forvitni-
legt að sjá hvaða áhrif þær muni
hafa hérlendis. Almennt segir hún
kannanir sýna að reykingar séu á
undanhaldi á Íslandi og útilokar
ekki að reykingabannið sem tók
gildi í júní 2007 hafi haft óbein
áhrif þrátt fyrir að vera hugs-
að sem vinnuverndarlög. „Það
væri í takt við það sem hefur
gerst erlendis, þar sem dró úr
reykingum nokkrum mánuðum
eftir að reykingabann var sett á.“
Sjá www.lydheilsustod.is og svo
www.who.int/tobacco/en/. - rve
Myndamerkingar
það sem koma skal
Rannsóknir sýna að dregið hefur úr
hjartaáföllum þar sem reykingabann
hefur verið sett á. NORDICPHOTOS/GETTY
„Hugarfarið skiptir auðvitað sköp-
um,“ segir heilsuráðgjafinn Matti
Ósvald, sem heldur fyrirlesturinn
Hvað er málið með aukakílóin?
í Manni lifandi í Borgartúni 24
fimmtudaginn 28. maí. Þar fer
Matti yfir mikilvægi rétts hugar-
fars til að ná árangri í heilsueflingu
og ljóstrar upp nokkrum vel völd-
um ráðum.
„,Við búum til mynd af okkur í
huganum eins og við viljum verða.
Það þarf að skipta okkur meira máli
áður en við förum að gera nokkuð
annað,“ nefnir Matti. Hann lærði
heildræn heilsufræði við Inter-
national School of Bodywork í San
Diego, Kaliforníu og hefur á síðustu
fimmtán árum rætt um heilsufars-
tengd málefni við fjölda Íslendinga.
Hann bætir við að til að ná árangri
verðum við að læra að setja okkur
raunhæf markmið og aðferðir til að
uppfylla þessi markmið.
Matti bendir jafnframt á að
flestir sem ætli sér að bæta
heilsuna klikki oft á ótrúlega ein-
földum atriðum. „Það er ekki nóg
að huga bara að því hvað við setjum
ofan í okkur, heldur megum við
ekki gleyma að hreyfa okkur. Oft
snýst líka betri heilsa um að bæta
og einfalda lífsstíl okkar,“ útskýrir
hann og nefnir sem dæmi þann
algenga misskilning að matvörur
sem sagðar eru vera fitulausar eða
fitusnauðar eigi að leysa heilsufars-
leg vandamál.
„Í slíkum tilvikum er einfald-
lega nóg að spyrja sig hvort þess-
ar tilteknu vörur hafi virkað og við
séum að grennast.“ Hann ítrekar
að málið snúist um almenna skyn-
semi og bendir á hversu hæpið er
að halda því til dæmis fram að fitu-
snauður ostur eigi að grenna okkur.
Staðreyndin sé sú að fituskertur
ostur innihaldi yfirleitt meira af
bindiefnum en sá fituríki.
Fyrirlesturinn er frá klukkan
17.30 til 19.30 í Manni lifandi og
er hægt að skrá sig á hann á vef-
síðunni www.madurlifandi.is.
vala@frettabladid.is
Rétt hugarfar skiptir máli
Heilsuráðgjafinn Matti Ósvald fjallar um nokkur einföld ráð til að bæta heilsuna í fyrirlestrinum Hvað er
málið með aukakílóin? í Manni lifandi. Hann segir rétt hugarfar nauðsynlegt til að ná góðum árangri.