Fréttablaðið - 19.05.2009, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 19. maí 2009 17
Hver er í hvaða stríði? Hvaða stríð
kemur mér við? Það eru mjög fáar
þjóðir sem geta blygðunarlaust
sungið glaðbeittar um hið indæla
stríð. Tyggjó, nælonsokkaherleg-
heit, unaðsstund í fangi lokkandi
liðsforingja og allt í gúddí fíling af
því við græddum svo mikið á stríð-
inu. Þetta er sú stríðsmynd sem oft-
ast hefur ratað upp á íslensk leik-
svið. Nú kveður aftur á móti við
annan tón. Nú erum við orðin ábyrg
og farin að átta okkur á því að til
þess að skilja stríð verðum við að
gera okkur grein fyrir því og helst
með því að skella okkur í stríðsleik,
finna fyrir því á eigin skinni. Lista-
hátíð er hafin og sólin skín í sam-
keppni við stjörnur sem þar koma
fram. Á laugardagskvöldið var hægt
að komast í flóttamannabúðir fyrir
framan og inni í gamla Landsbóka-
safnshúsinu við Hverfisgötu.
Í einfaldri röð öskruðu ungmenni
með harðneskjulegan svip og héldu
því svipbrigði út alla hina löngu
gjörningasýningu. Sólin skein og
mannskapurinn raðaði sér kurteisis-
lega í einfalda röð langt upp eftir
tröppum Þjóðleikhússins sem er jú
sem kunnugt er næsta hús við Þjóð-
menningarhúsið. Hver og einn fékk
passa og þurfti að klína fingraförum
í hann. Utan dyra voru ýmis samtök
með kynningarbása þannig að leik-
ur og alvara blandaðist þar strax.
Sumir útdeildu mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna, aðrir
gáfu svipmyndir af störfum kristni-
boða. Gestir fengu tækifæri til þess
að kynna sér hvað hin ýmsu samtök
gera til þess að lina þjáningar þess
fólks sem vegna stríðsátaka neyð-
ist til þess að flýja heimkynni sín.
Og enn aðrir sögðu frá konum og
stríði og hver staða þeirra er. Konur
í stríði áttu svo eftir að bera hitann
og þungann í þeirri gjörningarunu
sem við tók þegar inn kom.
Það stríð sem tekið er til umfjöll-
unar er löngu liðið. Eða hvað? Er
nokkuð stríð löngu liðið? Meðan enn
ólgar stríð og sá viðbjóður sem því
fylgir getum við notað Persaflóa-
stríðin, Víetnam-stríðið, þrjátíu ára
stríðið, bara hvaða stríð sem er til
þess að mótmæla fyrirbærinu.
Hitt er svo annað mál, hvernig
skírskotunin fer fram. Íraksstríðið
og hvernig við vorum gerð að glæpa-
mönnum með einu pennastriki
af misvitrum pólitíkusum hefði
kannski verið nær lagi til þess að
áhorfendur gætu betur tengt sig við
atburðina, en þá kemur náttúrlega
vandamálið, æ hvers konar músík
er í Írak?
Hér var margt að sjá og margt að
gleypa, verst að listrænir stjórnend-
ur báru ekki gæfu til þess að skera
leikþáttinn í miðjunni á efri hæð-
inni niður, í helst ekki neitt. Þá hefði
verið meira samhengi og hægt að
þróa aðra litla myndpósta betur og
gefa gestum tækifæri á að horfa, sjá
og skynja: Unga stúlkan sem situr
og syngur yfir lifandi barni: Segðu
það börnum, segðu það góðum börn-
um, tyggur hún í sífellu og einhvers
staðar handan hornsins laumast þau
um systkinin Hans og Gréta. Þau
eru kannski fórnarlömb nauðgana
eins og stúlkurnar í verkinu, stúlk-
urnar í heiminum. Alla vega voru
þau mjög flóttaleg og eins hafði
einhver tekið sig til og barið Mjall-
hvíti allharkalega utan undir, lík-
lega bara sjálfur Walt Disney, hver
veit?
Uppi undir rjáfri fá mjög svo
þreyttir leikhúsgestir á þriðja tíma
vettvangskönnunarinnar tækifæri
til þess að sjá geysigóðan maga-
dans og fyrsta bros kvöldsins líður
yfir varir einnar dísarinnar. Lítið
brjóstalaust stúlkutetur nuddar
líkama sinn með áburði og vel-
klæddu hjónin látast hafa mikinn
áhuga fyrir illa lesnum rímum sem
hrökkva af vörum flösukarls þó að
eiginmaðurinn ráði ekki við aðdrátt-
arafl hinnar beru stúlku. Maðurinn
fær störu, konan glerfúl geiflar sig
og geiflar til þess að ná athygli síns
ektamanns, en litli barnskroppur-
inn með rauðan dúsk í klofinu átti
athygli hans alla.
Gestum er deilt í hópa og hver
hópur, rauður, grænn eða blár fylg-
ir svo sínum leiðtoga sem lóðsar
mannskapinn á mismunandi pósta
þar sem stimplað er í þessa passa
eftir að einhvers konar fáránleiki
hefur farið fram. Eins og til dæmis
asnalegar mælingar á handleggja-
lengd, eða einhvers konar yfir-
heyrslur um eitthvað, bara eitt-
hvað.
Í upphafi les ungur nýútskrifað-
ur leikari upp í anddyri Þjóðmenn-
ingarhússins einhverja steypu um
þjóðmenningu og hver eða hvað hún
nú er. Upphafið var nokkuð gott og
benti til þess að hér væri kannski
einhver smáhúmor undirliggjandi
en það varð nú því miður ekki. Þó
svo að margt hafi verið ákaflega vel
gert og flestir listamannanna skil-
að sínu verki með prýði þá vant-
aði húmor í heildina. Kannski má
segja að áhrifin sem aðstandendur
sýningarinnar hafa beðið eftir þyldi
ekki húmor.
Til þess að þjást í flóttamanna-
búðum verður sá sem ætlar að lifa
sig inn í það að þjást í gegnum allt
of langa og losaralega sýningu á
mörgum hæðum þar sem samheng-
inu var ekki beinlínis fyrir að fara.
Hóparnir fóru ekki á sömu pósta
samtímis og því má segja að sýn-
ingin hafi raðast misvel upp fyrir
áhorfendur. Innan um allt þetta fólk
var svo draumurinn um Walt Disney
og töfrasmiðju hans tekinn af lífi
og aumingja Rauðhetta garmur-
inn þeyttist milli herbergja líklega
nýbúin að éta úlfinn því blóðið löðr-
aði niður munnvik hennar, nema ef
vera skyldi að hún hefði sporðrennt
ömmunni. Hans og Gréta voru eins
og mállausir jóðlarar fölgrá að
reyna að bjarga fólki milli þess sem
hávær kraftmikil Balkanhljómsveit
þeyttist um eins og til að minna á að
við værum einmitt í því stríðinu.
Allir þessir gjörningar, öll þessi
myndbrot enduðu svo í langdregnu
nauðgunaratriði eftir yfirheyrslur
ungra kvenna í stærsta sal húss-
ins. Þar söng Romy Þorbjarnarson
sorgaróð. Fallegur söngur en því
miður gafst gestum ekki tækifæri
til þess að þakka henni né öðrum
listamönnum, sem vissulega áttu
þakkir skildar, því enn var öskr-
að og mönnum skipað á fætur og
enn voru hóparnir lóðsaðir og það
alla leið út á hlað þar sem íslensk
kvennasöngsveit söng út í loftið. Það
má nú samt eiginlega segja að þetta
hafi verið ágætur endir og nokkuð
snilldarlega til fundið, því niður-
staðan getur verið að það er sama
hversu mikið af bæklingum eða
alvöru hælisleitendum eða hrotta-
legum upplýsingum sem sturtað
er yfir okkur. Við heyrum fyrst og
fremst vella á heiðum hveri.
Elísabet Brekkan
Hvar hafa Orabaunirnar lit sínum glatað?
LEIKLIST Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona er höfundur og stjórnandi leiksýningar í
Þjóðmenningarhúsi og hefur mátt hafa margar hendur til að koma henni saman.
LEIKLIST
Ora Orbis Terræ
Leikstjóri og listrænn stjórnandi:
Margrét Vilhjálmsdóttir.
Hrund Gunnsteinsdóttir höfundur
leikþáttar inni í heildargjörningi
Aðrir listrænir stjórnendur: Karl Ágúst
Þórbergssson, Eva Rún, Friðgeir
Einarsson
Tónlist og hljóðmyndir: Gunnar Tynes
Leikmynd og búningar: Þórunn Elísa-
bet Sveinsdóttir
Einsöngur: Romý Þorbjarnarson
Hljómsveitin Varsjárbandalagið.
Fjölmargir leikarar, dansarar úr Kram-
húsi söngkonur úr Vox Feminae og
fjöldinn allur af öðru listafólki tók þátt
í sýningunni.
★★
Löng og sundurlaus sýning en full af
góðum hugmyndum
Hluthafafundur Exista hf.
26. maí 2009
EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600
Hluthafafundur Exista hf. verður haldinn þriðjudaginn 26. maí 2009
í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík,
og hefst fundurinn kl. 10:00.
Dagskrá:
1. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.:
a. Breyting á 1. mgr. 11. gr. að aðalfund skuli halda fyrir lok
ágúst ár hvert.
b. Breyting á 1. mgr. 12. gr. að til hluthafafundar skuli boða
á sannanlegan hátt.
c. Breyting á 2. mgr. 19. gr. að eigi síðar en viku fyrir aðalfund
skal stjórn félagsins leggja fram ársreikning, ársskýrslu stjórnar
og endurskoðunarskýrslu og gera aðgengilega fyrir hluthafa.
2. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til sýnis viku fyrir hluthafafund.
Fundargögn verða afhent á fundardaginn frá kl. 09:30
á fundarstað að Ármúla 3.
Reykjavík 19. maí 2009
Stjórn Exista hf.
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
annt um líf og líðan
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta
skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband
við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti
eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga
notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva
(t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/
uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
*Omeprazol