Fréttablaðið - 19.05.2009, Page 24

Fréttablaðið - 19.05.2009, Page 24
20 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 19. maí 2009 ➜ Jaðarsport 20.00 BANFF fjallamyndahátið verður haldin í sal Ferðafélags Íslands að mörkinni 6 dagana 19. og 20. maí. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport t.d. fjallamennsku, klifur, snjóbretti og fjallaskíði. Nánari upplýsingar á www.isalp.is. ➜ Tónlist 20.00 Guðrún Árnadóttir fiðluleikari verður með hugleiðingar um tónlist, nám og fjölbreytileikann í erindi sem hún kallar „Er tónlist í pokanum“. Fyrirlesturinn fer fram að Laugavegi 51. Enginn aðgangseyrir og allir vel- komnir. ➜ Matur 20.00 Sigríður Gunnarsdóttir og Silja Sallé kynna bók sína „Sælkeragöngur um París - 60 uppskriftir að hamingj- unni á Parísarvísu“ hjá Alliance Fran- çaise við Tryggvagöta 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nýjasta smáskífulag Hafdísar Huldar nefnist Kónguló og fjall- ar um franska kóngulóarmanninn Alain Robert sem er þekktur fyrir að klífa hæstu byggingar heims- ins berhentur. Lagið, sem Hafdís samdi með hjálp vinar síns Tom Howe, kemur út 1. júní á Íslandi en 21. júní í Bretlandi og víðar um heiminn. Það verður að finna á annarri sólóplötu Hafdísar sem er væntanleg síðar á árinu. Hafdís ætlar í stóra tónleika- ferð um Bretland til að fylgja smáskífunni eftir. Tónleikarnir verða fimmtán talsins; þeir fyrstu 26. maí í Manchester en þeir síð- ustu í London 24. júní. Hægt er að hlusta á Kónguló á endurbættri heimasíðu Hafdísar, hafdishuld. com. Lag um Spiderman Kvikmyndin Angels and Demons, framhald hinnar vinsælu Da Vinci Code, var aðsóknarmesta mynd- in vestanhafs eftir frumsýning- arhelgi sína. Myndin þénaði 48 milljónir dollara og skaut vísinda- tryllinum Star Trek, sem hafði vermt efsta sætið, ref fyrir rass. Tekjurnar voru engu að síður miklu minni en Da Vinci Code státaði af eftir sína frumsýningar- helgi, eða rúmum 77 milljónum dollara. Angels and Demons er byggð á samnefndri skáldsögu Dans Brown og skartar Tom Hanks í aðalhlutverki. Myndin hefur ekki verið eins umdeild og forveri hennar og hefur það vafa- lítið haft áhrif á aðsóknartölurnar. Englar og djöflar efstir HAFDÍS HULD Nýjasta smáskífulag Haf- dísar Huldar nefnist Kónguló og fjallar um Frakkann Alain Robert. Rokksveitin Vonbrigði hefur gefið út sína þriðju plötu, Tapír. Fimm ár eru liðin síðan platan Eðli ann- arra kom út en á henni voru lög með gömlu efni frá árunum 1981 til 1985. „Þetta er þannig séð fyrsta platan í langan tíma með nýju efni,“ segir Jóhann Vilhjálms- son. Hallur Ingólfsson, fyrrver- andi trommari í Ham, stjórnaði upptökum á plötunni og stóðu þær yfir í þrjú ár með hléum. Vonbrigði hefur alla tíð haldið sama fjögurra manna kjarnanum, eða síðan hún sló í gegn með laginu Ó Reykjavík sem hljómaði í mynd- inni Rokk í Reykjavík. Þrátt fyrir að hafa ekkert starfað á tíunda ára- tugnum og allt þangað til síðasta plata kom út, virðist það ekki hafa skipt neinu máli. „Við erum alltaf sömu fjórir upprunalegu meðlim- irnir, það er dálítið sérstakt,“ segir Jóhann. „Þetta er okkar hobbí, það er enginn af okkur í golfi,“ bætir hann við og hlær. Nafn plötunnar, Tapír, er tilvís- un í samnefnt dýr sem hefur verið hljómsveitinni hugleikið í gegnum tíðina. „Okkur finnst þetta fallegt dýr og þetta er líka skemmtilegt orð,“ segir hann og tekur fram að myndin af dýrinu á umslagi plöt- unnar komi úr smiðju Gabríelu Friðriksdóttur. Fram undan hjá Vonbrigðum eru útgáfutónleikar á næstunni auk þess sem hugurinn leitar út fyrir landsteinana. Árið 2005 fór sveit- in í tónleikaferð til Þýskalands og Póllands sem gekk vel og vonast hún til að endurtaka leikinn sem allra fyrst. - fb Nýtt frá Vonbrigðum Norðmaðurinn Alexander Rybak söng sig inn í hjörtu Evrópubúa með sigurlagi sínu Fairytale í Eurovision- keppninni. Þrjú ár eru liðin síðan hann sló í gegn í heimalandi sínu. Alexander Rybak er 23 ára Norð- maður, sem er reyndar fæddur í Hvíta-Rússlandi. Þegar hann var fjögurra ára fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Noregs, þar sem hann hefur búið allar götur síðan. Rybak byrjaði að spila á hljóð- færi þegar hann var fimm ára, sem kemur ekki á óvart því móðir hans er klassískur píanisti og faðir hans er þekktur fiðluleikari. „Ég hef alltaf haft gaman af tónlist. Ég byrjaði að spila á hljóðfæri fimm ára og núna spila ég á fiðlu og er líka ágætur á píanói. Mig lang- aði alltaf að skemmta fólki og ég lít á það sem köllun mína,“ sagði Rybak. Áður en hann tók þátt í Euro- vision reyndi hann fyrir sér í norsku Idol-keppninni og í hæfi- leikaþættinum Kjempesjansen. Hann komst í gegnum fyrsta niður- skurðinn í Idol en datt út áður en sjónvarpið byrjaði að sýna frá keppninni. Þá ákvað Rybak að prófa Kjempesjansen og datt líka út þar í fyrstu tilraun eftir að hafa reynt að heilla dómnefndina með því að spila á fiðlu og píanó ásamt því að syngja í einu og sama lag- inu. „Ég vildi sýna dómnefndinni alla mína hæfileika en þeim fannst þetta of ruglingslegt. Næst þegar ég tók þátt (árið 2006) einbeitti ég mér að fiðluleiknum og söngnum og það borgaði sig,“ sagði hann. „Ég átti ekki von á því að vinna Kjempesjansen en það opnaði dyr fyrir mér sem tónlistarmanni.“ Í framhaldinu fékk hann hlutverk í leikritinu Fiðlaranum á þakinu og starfaði með Morten Harket úr hljómsveitinni A-Ha. Síðan var röðin komin að Eurovision og allir vita hvernig það ævintýri endaði. Fairytale samdi Rybak þegar hann var staddur í Álasundi og heill- aðist upp úr skónum af náttúru- fegurðinni. „Náttúran var undur- fögur og ég var með texta um fyrrverandi kærustu í huga. Þetta small allt saman.“ Rybak hefur það nú á afreka- skránni að hafa sett nýtt met í 53 ára sögu Eurovision með því að næla sér í 387 stig, sem er 169 stigum meira en Jóhanna Guðrún náði í öðru sætinu. Fyrra stigamet- ið áttu finnsku skrímslin í Lordi með 292 stig. freyr@frettabladid.is Ævintýri í fallegri náttúru ALEXANDER RYBAK Norðmaðurinn söng sig inn í hjörtu Evrópubúa með lagi sínu Fairytale í úrslitum Eurovision. NORDICPHOTOS/GETTY VONBRIGÐI Hljómsveitin Vonbrigði hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist Tapír. - bara lúxus Sími: 553 2075 ANGELS & DEMONS kl. 4, 7 og 10.30 14 STAR TREK kl. 8 og 10 10 MÚMÍNÁLFARNIR(650kr.) kl. 4 - Íslenskt tal L STATE OF PLAY kl. 10 12 17 AGAIN kl. 4, 6 og 8 L ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 500 KR Á A L L A R M Y N D I R “Spennandi, fyndin og hraðskreið út í gegn! Miklu betri en Da Vinci Code.” T.V. - kvikmyndir.is - M.M.J., kvikmyndir.com500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 14 14 12 14 L L ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 BOAT THAT ROCKED kl. 10 X-MEN WOLVERINE kl. 6 - 8 14 12 14 ANGELS & DEMONS D kl. 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 10.50 ANGELS & DEMONS LÚXUS D kl. 5 - 8 -10.50 BOAT THAT ROCKED kl. 5.20 - 8 - 10.40 X-MEN WOLVERINE kl. 3 - 5.40 - 8 - 10.20 MÚMÍNÁLFARNIR kl. 3 MALL COP kl. 3 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% 14 12 14 L ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 BOAT THAT ROCKED kl. 6 - 9 X-MEN WOLVERINE kl. 6.30 - 9 DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10 SÍMI 530 1919 14 14 12 12 16 ANGELS & DEMONS kl. 5.30 - 8.30 X-MEN WOLVERINE kl. 5.40 - 8 - 10.20 STATE OF PLAY kl.5.20 - 8 I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 10.35 CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 8 - 10.10 SÍMI 551 9000 Ó.H.T., Rás 2 "SPENNANDI, FYNDIN OG HRAÐSKREIÐ ÚT Í GEGN! MIKLU BETRI EN DA VINCI CODE." - T.V., KVIKMYNDIR.IS “ENGLAR OG DJÖFLAR VERÐUR EINN STÆRSTI SMELLURINN Í SUMAR“ - S.V., MBL * * 500 kr tilboðið gildir ekki í lúxus sal og ekki í Borgarbíó ÁLFABAKKA KEFLAVÍK AKUREYRI SELFOSS KRINGLUNNI HANNAH MONTANA kl. 5:50 - 8 - 10:20 L STAR TREK XI kl. 6 - 8D - 10:40D 10 STAR TREK XI kl. 8 - 10:40 VIP NEW IN TOWN kl. 8:30 - 10:40 L NEW IN TOWN kl. 5:50 VIP STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 6D L OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 16 17 AGAIN kl. 6 L I LOVE YOU MAN kl. 8 12 THE UNBORN kl. 10:40 16 MONSTERS VS ALIENS m/ísl.tali kl. 5:50 L STAR TREK XI kl. 8D - 10:30D 10 HANNAH MONTANA kl. 5:50 - 8:20 - 10:30 L ALFREÐ ELÍASSON OG LOFTLEIÐAMYND kl. 5:30D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 5:50 L LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10:20 síðasta sýn! 16 STAR TREK XI kl. 8 - 10:30 10 DRAUMALANDIÐ kl. 8 L KNOWING kl. 10:10 12 HANNA MONTANA kl. 8 L NEW IN TOWN kl. 10 L STAR TREK XI kl. 8 - 10:20 10  kvikmyndir.com Morgunblaðið Myndin sem allir aðdáendur Hannah Montana mega ekki missa af Fór beint á toppin í USA - Philadelphia Inquirer -  - New York Times ANGELS AND DEMONS kl. 8 - 10:40 14 HANNAH MONTANA kl. 8 - 10:10 L Empire Tommi - kvikmyndir.is Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! 100/100 The Hollywood Reporter 100/100 Variety 100/100 “In the pop high it delivers, this is the greatest prequel ever made.” Boston Globe ÞRIÐJUDAGSBÍÓ - Í DAG - KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D  RÁS 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.