Fréttablaðið - 25.05.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MÁNUDAGUR
25. maí 2009 — 123. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
ÞÓRHALLUR VILHJÁLMSSON
Er gefinn fyrir antík
og gamla muni
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Stóllinn sem ég sit í tilheyrði for-eldrum mínum. Þau eru frekar nýfallin frá og þetta er stóll sem faðir minn sat mikið í síðustu árin og er mér því mikils virði,“ segir Þórhallur Vilhjálmsson mark-aðsfræðingur en hann á notalegt heimili í Þingholtunum.„Ég er gefinn fyrir antík og gamla muni án þess þó ég sanki miklu að mér. Flest sem ég á ermeð einhverja sögu á b kGl
fyrir tíu árum. Hins vegar kost-aði 300.000 krónur að flytja hana heim til Íslands þegar við fluttum hingað árið 2004,“ segir Þórhallur og hlær. Þórhallur á sér griðastað á heimilinu en leitar þó líka eftir slökun annars staðar.„Sú slökun er reyndar tölu-verð vinna,“ segir hann og held-ur áfram: „Ég syng í Mótett kóHallgrí
Martin en þetta er með fegurstu og mest krefjandi kórverkum sem til eru. Tónverkið Hallgrímur lýkur Passíusálmunum eftir Jón Hlöðver Áskelsson verður frum-flutt í nýrri endurgerð og nokkur verk af geisladisknum Ljósið þitt lýsi mér sem kórinn gaf út nýveriðog inniheldur
Stóllinn hans pabbaÞórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur á notalegt heimili þar sem hann nýtur þess að sitja í stól sem
hann erfði eftir foreldra sína. Þar hlustar hann á Gufuna en lætur þó líka í sér heyra þegar hann syngur.
Tíkin Honey var á sínum tíma keypt í Bandaríkjunum á tíu dollara en býr nú hjá Þórhalli og Glenn í Þingholtunum. Hér situr
Þórhallur í uppáhalds stólnum sínum sem faðir hans eyddi löngum stundum í.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NÝ STARFSSTÖÐ Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var
opnuð 18. maí í Sóltúni 26. Ætlunin er að bæta þjónustu og
leiðbeiningar við þá sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum.
www.fjolskylda.is
Mínútulöng vinátta
Sveinbjörn J. Tryggva-
son er tilnefndur
til verðlauna á
Siggraph-tölvu-
grafíkhátíðinni.
TÍMAMÓT 12
FÓLK Sex af fremstu tökustaðastjór-
um Hollywood verja næstu dögum
í að skoða landið í fylgd íslenskra
framleiðslufyrir-
tækja.
Film in Ice-
land hefur veg
og vanda af
komu þess-
ara manna sem
hægt væri að
kalla „augu
Hollywood“.
Einar Tómasson
kvikmyndafulltrúi Film in Iceland,
segir heimsóknina eitt umfangs-
mesta markaðssetningarverkefni
sem fyrirtækið hafi ráðist í.
Tökustaðastjórar, eða Location
Managers, eru ákaflega mikilvæg-
ir við gerð kvikmyndar en þeirra
hlutverk er að finna bestu hugsan-
legu tökustaðina fyrir drauma-
borgina. Skoðað verður nágrenni
höfuðborgarinnar og nágrenni
Hornafjarðar.
- fgg / sjá síðu 22
Þungavigtarfólk frá Ameríku:
Hollywood
horfir til Íslands
Skoskar hús-
mæður reiðar
Voru ekki hrifnar
af unglegum og
áströlskum
Sportacus.
FÓLK 22
STEFÁN KARL
Leikur Lárus í
Laxdælu
Fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið
FÓLK 22
7
10
6
4
9
Vætusamt Í dag verða suð-
vestlægar áttir, víða 3-10 m/s en
hvassari norðaustanátt á Vestfjörð-
um. Búast má við rigningu eða
skúrum en þó verður að mestu
úrkomulaust suðaustanlands.
VEÐUR 4
EINAR TÓMASSON
ÚTIVIST „Fyrsta helgin gekk alveg frábærlega. Það
eru allir mjög ánægðir með laugina og aðsóknin
var svo mikil að það jaðraði við múgæsingu,“
segir David Park, forstöðumaður Álftaneslaugar,
nýrrar sundlaugar sem opnuð var með pomp og
prakt á laugardag.
Frítt var í laugina um helgina og telur David að
rétt tæplega 3.000 gestir hafi nýtt sér kostaboðið.
„Það er mjög mikil aðsókn, sérstaklega í ljósi
þess að þetta var ekkert auglýst. Þetta var í raun
opnunarhátíð fyrir Álftnesinga. En það er auð-
vitað margt sem trekkir að í þessari glæsilegu
laug,“ segir David.
Meðal þess sem Álftaneslaug hefur upp á að
bjóða er stærsta vatnsrennibraut landsins, sem er
tíu metra há og áttatíu metra löng, og fyrsta öldu-
laugin á landinu, auk 25 metra útilaugar, inni-
laugar, heitra potta og gufubaða. Þar að auki er
rekin heilsurækt og veitingastaður á staðnum.
Á opnunarhátíðinni á laugardaginn var boðið
upp á veitingar og ýmis atriði, meðal annars frá
kór og tónlistarskóla Álftaness. - kg
Öldulaug og stór vatnsrennibraut drógu gesti á Álftanes um helgina:
Þrjú þúsund manns í sund
STERK VIÐ ÖLDUNA STÍGUM Mikil ánægja ríkti með fyrstu öldulaug landsins í Álftaneslauginni sem opnuð var á laugardaginn.
Talið er að tæplega 3.000 gestir hafi heimsótt laugina yfir helgina, en aðgangseyrir var enginn í tilefni af opnuninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Newcastle féll
Hið sögufræga fé-
lag, Newcastle,
féll í gær úr
ensku úrvals-
deildinni.
ÍÞRÓTTIR 19
MENNING Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra hefur
hreyft þeirri hugmynd að Tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsið verði nýtt
betur með því að fá sem flest-
ar listgreinar þangað inn. Hluti
af þessu endurmati sé að flytja
Íslenska dansflokkinn og Íslensku
óperuna þangað. Með því sparist
annað húsnæði. Þá sé einboðið að
fá þurfi samstarfsaðila í rekstur-
inn.
„Við viljum nýta húsið eins
vel og mögulegt er, ekki bara
tónlistarhlutann, heldur einn-
ig ráðstefnuhlutann. Þar eru
möguleikar á tekjuöflun,“ segir
Katrín.
Stefán Baldursson óperustjóri
segist hafa skoðað aðstöðuna í
Tónlistarhúsinu og lítist nokkuð
vel á. „Ráðuneytið og Austurhöfn
leituðu til okkar og með tilliti til
kringumstæðna ákvað stjórn-
in að taka mjög jákvætt í erind-
ið. Okkur sýnist að óperuhús í
Kópavoginum ýtist inn í fram-
tíðina og þó að húsið við höfnina
sé ekki hannað fyrir óperu- og
sviðslistir er allt hægt ef viljinn
er fyrir hendi.“
Stefán segir óperuna hafa unnið
greiningu á sínum grunnþörfum.
Þar á bæ séu menn jákvæðir, að
ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um. Íslenska óperan á Gamla bíó.
Stefán segir ekki tímabært að
velta því fyrir sér hvað verði um
það hús ef af þessu yrði.
Ása Richardsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslenska dans-
flokksins, segir málið á umræðu-
stigi. Aðstæður og teikningar
hafi verið skoðaðar, en ekki ein
króna verið nefnd. „Það var ekki
gert ráð fyrir dansflokki í húsinu
í upphafi, þannig að augljóst er
að gera verður einhverjar breyt-
ingar ef mæta á þörfum hans.
Aðalmálið hlýtur að vera hvað
þær kosta og hverjir hinir list-
rænu möguleikar eru.“
Dansflokkurinn hefur sýnt í
Borgarleikhúsinu í 200 og 500
manna sal. Ása segir ljóst að
1800 manna salur sé allt of stór,
nema fyrir stór samstarfsverk-
efni. Hún segir að vissulega geti
skapast möguleikar með flutn-
ingi. „Við getum þó ekki svar-
að því hvernig okkur líst á þetta
fyrr en við höfum fengið svör
við því hvernig starfsemin yrði
og sérstaklega hvað þetta mundi
kosta.“
Anna Kristín Einarsdóttir, tón-
listarstjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, segist spennt fyrir því
að fá fleiri í húsið. „Þetta er bara
jákvætt. Fyrir mitt leyti hefur
mér alltaf þótt skrítið að óperan
væri ekki með og hef tröllatrú á
samstarfi og að allir nýti þetta
flotta hús.“ - kóp
Húsið verði fjölnota listahús
Flutningur Íslensku óperunnar og Íslenska dansflokksins í Tónlistar- og ráðstefnuhús, auk Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands er í skoðun. Verið er að meta nauðsynlegar breytingar. Gerður er fyrirvari um góða aðstöðu.
Við viljum nýta húsið eins
vel og mögulegt er, ekki
bara tónlistarhlutann, heldur
einnig ráðstefnuhlutann. Þar eru
möguleikar á tekjuöflun.
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Þáttaskil
Í vikunni urðu þáttaskil í
umgengni valdhafa við íslenska
peningafursta, segir Guðmundur
Andri Thorsson.
Í DAG10