Fréttablaðið - 25.05.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 25.05.2009, Síða 10
10 25. maí 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M ikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöð- um kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrning- arleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna“ en ríflegur þingmeiri- hluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldis tímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerf- isins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórn- málamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágrein- ingsefni. Þar til nú. Vitaskuld eru allir þeir sem njóta kvóta nú andsnúnir öllum breytingum á kerfinu. Og innan Landssamtaka útgerðarmanna virðast allir barnir til skilyrðislausrar hlýðni við einn málstað í þessu máli þótt útgerðin sé í miklum vanda, ekki bara vegna verðs á kvóta til leigu og kaups, heldur líka vegna fjárfestinga í óskyldum greinum. Raunar ætti útgerðin að fagna endurskoð- un á kerfinu, ekki bara þeir sem eru á hvínandi kúpunni, held- ur líka hinir sem standa vel að vígi vegna skynsemi í rekstri sínum undan farin ár. Meirihluti þingsins hefur enda marglýst samráðsvilja sínum í þessu viðkvæma deilumáli, því lítill má við margnum: meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu, vill að fiskur í sjó sé þjóðareign, en ekki bókfærð eign til allrar framtíðar í höndum örfárra einstaklinga. Útgerðarmenn verða því að skipta um kúrs: hætta þvaðri sínu um 101-liðið og kaffidrykkju þess, hætta málþófi sem byggist á hálfsannleika og hefja merki sitt með málefnalegri og sann- gjarnri umræðu í stað þess að skaka gunnfánum, láta af því að LÍÚga að gjaldþrota bú sé þjóðnýting, smátt fyrningarhlutfall á kvóta sé eignaupptaka; annað eins hefur útgerð búið við í óstöð- ugum afla milli ára, úreldingu og afskrift tækja, verðsveiflum og óstýrilátu gengi. Að ekki sé talað um aflabrest og aflatjón. Fyrningarleið er þó fyrirséð og hlutur kann að rata aftur til fyr- irtækja sem eru vel rekin. Í hundrað ár hefur íslenskt samfélag verið í greipum útgerð- arinnar: launafólki voru skömmtuð kjör eftir því hvernig bækur þeirra stóðu. Bankar risu og hnigu eftir gengi útgerðarinnar, þorp og bæir áttu sitt undir kenjum karla á skrifstofum. Margt á útgerðin inni hjá þjóðinni eftir látlausan stuðning frá upphafi mótoraldarinnar, rétt eins og þjóðin á allt sitt undir sjósókn. Það er því mikils um vert að allir komi saman að hreinskiptinni umræðu um það þjóðþrifamál að endurskipuleggja íslenskan sjávarútveg. Hugarangur útgerðarmannsins: Harmar hlutinn sinn PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Í vikunni urðu þáttaskil í umgengni valdhafa við íslenska peninga- fursta þegar gjört var heyrinkunn- ugt að tiltekinn fjöldi þeirra hefði fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á svokölluðum kaupum Mohammeds Bin Khalifa Al-Thani á 25 milljarða króna hlut í Kaupþingi. Sagan af þessum viðskiptum er með miklum ævintýrabrag, svolítið eins og Tinnabók þar sem vantað hefur að vísu sjálfan Tinna – nema hann sé nú kominn fram í sérlegum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Nú bregður hins vegar svo við að í fyrsta sinn frá hruninu og fyrsta sinn frá skipbrotinu í Baugsmál- inu koma íslensk yfirvöld fram við íslenska útrásargosa eins og vert er: sem grunaða menn um stórfellda fjárglæfra. Í Kastljósi kom svo fram nýr yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Andersen, og lét á sér skilja að vænta megi tíðinda úr rannsókn þess á fjársvikum og feluleikjum með fé á svokölluðum aflandseyj- um. Óskandi er að þetta sé fyrirboði þess að þjóðin fái langþráða tilfinn- ingu um að lögum verði komið yfir lagabrjóta og að hún endurheimti eitthvað af þeim auðæfum sem skot- ið var undan. Auðmennirnir hafa sumir hverjir fengið furðu óáreittir að láta eins og ekkert hafi í skorist í kjölfar hruns- ins. Þannig gengu sögur af því að Ólafur Ólafsson, sem yfirvöld hafa nú mannað sig upp í að gera húsleit hjá, hafi verið potturinn og pannan í því gjaldeyrisbraski með íslensk- an fisk sem Alþingi neyddist til að setja lög um til að reyna að stöðva og tókst þrátt fyrir hatramma and- stöðu Sjálfstæðisflokksins sem alltaf má treysta til að taka afstöðu með hagsmunum braskara gegn þjóðarhagsmunum. Það er erfitt að skilja mann sem tekur sér stöðu gegn sínu fólki til þess eins að afla sér jafn hverfulla verðmæta og svokallaðir pening- ar eru. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þeim líður, þessum gaurum sem gleymdu sér í glópagullæðinu og geta ekki snúið aftur til jarðar- innar, vegna stolts eða kannski bara vegna þess að jarðarbúar vilja ekki sjá þá og eru þess vegna enn bara svífandi um á sínum prívathimni í dándimannaleik í villuhverfum Lundúna. Hvernig ætli það sé að vera kallaður þjóðníðingur? Bætir maður sér slíkt upp? Og þá hvernig? Með dóti? Með pening? Með plott- um? Eða er þeim alveg sama? Herra auðmaður: „Hvað er auður og afl og hús / ef engin jurt vex í þinni krús?“ Veistu ekki að erfiðara er fyrir úlf- alda að komast í gegnum nálarauga en þig að komast í himnaríki? Alveg sama? Kannski. Kannski er þessum gaurum alveg sama um það þó að þjóð þeirra, ætt þeirra öll – samstúdentar, leikskólafélagar, billjardfélagar, fótboltavinir, gaml- ir sénsar og ekki-sénsar, gamlir kennarar, hæ-kunningjar, iðnaðar- menn í húsinu þínu, bílasalar sem þú hefur keypt af, gæðakonur sem þú seldir einu sinni merki, gamlir bændur sem þú varst í sveit hjá, gamli skátaforinginn þinn, konan sem afgreiddi þig í sjoppunni – hvað þetta er nú allt saman sem félags- net fólks hér á landi er riðið úr; allt þetta fólk sem maður nikkar til á förnum vegi og það hugsar: „já þessi“; allt þetta fólk sem maður á tungumálið með og ótal ósagðar menningarlegar tilvísanir sem eru meðal þess sem myndar þjóð – kannski er þessum gaurum alveg sama um það þó að allt þetta fólk, allt þetta samfélag sem kallað er þjóð, hafi á þeim skömm. Kannski skiptir það þessa gaura engu máli að vera fyrirlitnir af heiðvirðu fólki. Kannski er slík lífsfylling fólg- in í því að mæta á hvítum skóm og í hvítum fötum eins og drifhvítt sakleysið holdi klætt í snekkjur hjá frægu fólki í Cannes, að orðstír og sæmd skiptir minna máli en að láta taka af sér mynd sem sýni að þú eigir heima meðal dýrðarfólks heimsins, sem þú átt ekki. Ég veit það ekki. Eins og Bangs- ímon sagði: Það er ekki gott að vita hvernig býflugur hugsa. Og þar með er þetta orðið ágætt. Ágætu lesendur: ég er að hugsa um að segja þetta gott í bili og snúa mér að öðrum skrifum. Þessi törn hefur staðið nú í næstum tvö ár og orðið tímabært að hvíla mig og les- endur á þessum skrifum eftir allt það sem gengið hefur á og maður hefur þurft að tjá sig um vikulega – jafn mikið skoðanaviðrini og ég er nú í raun og veru. Ég þakka les- endum góð viðbrögð – og slæm – og starfsmönnum blaðsins ánægjulega samvinnu. Þáttaskil GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Auðmenn og dómstólar EGÓ-flipp Bubba Morthens Hagsmunasamtök heimilanna héldu samstöðufund á Austurvelli á laugardaginn. Ágætlega var mætt og hljómsveitin EGÓ lék tónlist á milli ræðuhalda. Bubbi Morthens spurði meðal annars hvar ungliðahreyf- ingar vinstri flokkanna væru en eins og frægt varð fyrir síðustu kosn- ingar vildi Bubbi ekkert með vinstri flokk- ana hafa. Spurning hvort þetta sé ekki bara EGÓ- flipp. Minn kæri Watson Myndir af Björgúlfi Thor Björgúlfssyni og Kristínu Ólafsdóttir spókandi sig í snekkjuveislu í Cannes vöktu afar misjákvæða athygli gesta vefmiðilsins Eyjunnar um helgina. Þar kemur fram að veislan sem hjúin sóttu hafi verið haldin til heiðurs nób- elsverðlaunahafanum Dr. Watson. Ekki kemur fram hver lak ljósmynd- unum í fjölmiðla, en gárungar geta sér þess til að þar hafi helsti vinur Dr. Wat- sons, Sherlock Holmes, verið að verki. Fálkaorða til Jóhönnu Rætt hefur verið um að gefa Jóhönnu Guðrúnu fálkaorðu fyrir glæsilega frammistöðu í Eurovision, rétt eins og karlalandslið Íslands í handbolta fékk fálkaorðu í fyrra fyrir 2. sætið á Ólympíuleikunum. Nokkrir hafa verið ósáttir við þessa hugmynd og stofnað facebook-síðu þar sem þeirri hug- mynd er mótmælt. Eitt er hins vegar víst að bridds-landslið Íslands sem lenti í 2. sæti í norrænu bikar- keppninni í bridds 2003 bíður enn eftir orðunni. vidirp@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is JÓHANN MÁR HELGASSON UMRÆÐA Jóhann Már Helgason skrifar um samgöngumál stúdenta Vegna opins bréfs til háskólaráðs, sem birtist í Fréttablaðinu nýverið, telja full- trúar stúdentaráðs sig knúna til að svara ítrekuðum rangfærslum og útúrsnúningum höfundar bréfsins. Stúdentaráð Háskóla Íslands hóf á dög- unum rafræna undirskriftasöfnun gegn gjaldskyldum bílastæðum við Háskóla Íslands (www. petitiononline.com/herferd). Var tillagan einróma samþykkt af báðum fylkingum ráðsins enda augljóst hagsmunamál fyrir fjölda stúdenta. Gjaldskyld bíla- stæði munu koma sér afar illa fyrir bíleigendur, sér- staklega þá sem eiga erfitt með að ferðast með öðrum hætti, svo sem þá sem lifa við veikindi eða fötlun, fólk í námi með vinnu, barnafólk, fólk sem býr utan Reykjavíkur og ekki síður þá sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins og ferðast langa leið á degi hverjum til að sækja nám við Háskóla Íslands. Stúdentaráði ber skylda til að standa vörð um réttindi þessa fólks, líkt og annarra stúdenta við Háskóla Íslands. Greinarhöfundur sakaði forsvarsmenn stúdenta- ráðs um rangfærslur í undirskriftasöfnun sinni, og sagði rangt vera að allur ágóði gjaldskyldunn- ar myndi renna til bílastæðasjóðs. Einnig rengir greinarhöfundur að heimildir þessar hafi komið frá Ingjaldi Hannibalssyni á fundi hans með fulltrúum ráðsins. Í viðtali sem birtist á student.is stuttu eftir umræddan fund segir Ingjaldur orðrétt: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskól- anum tekna en bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd.“ Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur telur einnig gagnrýni- vert að stúdentaráð hafi nýtt sér póstlista sinn til undirskriftasöfnunar gegn gjald- skyldum bílastæðum en hafi á sama tíma synjað um sendingu undirskriftalista sem gekk þvert á baráttu ráðsins. Þykir undirrit- uðum það undarleg gagnrýni og afskaplega eðlilegt að ráðið sendi ekki áróðursefni af póstlista sínum sem stríðir gegn umræddri baráttu ráðsins. Slíkt væri allt í senn mótsagnakennt og óeðlilegt. Höfundur bréfsins kallaði eftir svörum háskóla- ráðs við því hvert hlutverk stúdentaráðs væri. Enn á ný sýndi greinarhöfundur fram á fáfræði sína en það er víðs fjarri starfssviði háskólaráðs að setja stúdentaráði verklagsreglur og njörva niður hlut- verk þess. Höfundur spyr einnig hverjir skjólstæð- ingar stúdentaráðs raunverulega séu? Skjólstæðingar stúdentaráðs eru allir stúdentar við Háskóla Íslands – ekki einungis þeir stálhraustu, kornungu miðborg- arbúar sem auðveldlega geta nýtt sér almennings- samgöngur og ferðast um án bifreiðar. Skjólstæð- ingar stúdentaráðs eru allir stúdentar við Háskóla Íslands – óháð því hvers konar fararskjóta þeir kjósa á leið sinni til skóla. Höfundur er framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands Svar við opnu bréfi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.