Fréttablaðið - 25.05.2009, Side 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Stóllinn sem ég sit í tilheyrði for-
eldrum mínum. Þau eru frekar
nýfallin frá og þetta er stóll sem
faðir minn sat mikið í síðustu árin
og er mér því mikils virði,“ segir
Þórhallur Vilhjálmsson mark-
aðsfræðingur en hann á notalegt
heimili í Þingholtunum.
„Ég er gefinn fyrir antík og
gamla muni án þess þó ég sanki
miklu að mér. Flest sem ég á er
með einhverja sögu á bak við sig.
Glenn Barkan, maðurinn minn,
er gyðingur og eigum við því
líka skemmtilega hluti eins og
menorah-kertastjaka sem tek-
inn er fram á Hanukkah,“ segir
Þórhallur einlægur en auk þess
að eignast skemmtilega muni í
Bandaríkjunum eignaðist hann
þar tíkina Honey. „Hún var keypt
fyrir tíu dollara í Los Angeles
fyrir tíu árum. Hins vegar kost-
aði 300.000 krónur að flytja hana
heim til Íslands þegar við fluttum
hingað árið 2004,“ segir Þórhallur
og hlær. Þórhallur á sér griðastað
á heimilinu en leitar þó líka eftir
slökun annars staðar.
„Sú slökun er reyndar tölu-
verð vinna,“ segir hann og held-
ur áfram: „Ég syng í Mótettukór
Hallgrímskirkju en sú vinna er
mér ljúf og skyld. Það sem mér
þykir skemmtilegt við að syngja
í Mótettukórnum er hvað hann
er krefjandi. Aðaláherslan er á
tónlistina.“ Mótettukórinn held-
ur vortónleika sína annan í hvíta-
sunnu, 1. júní, klukkan 17 en sama
dag syngur kórinn fyrir Dalai
Lama. „Á tónleikunum flytjum
við Messu fyrir tvo kóra án undir-
leiks eftir Svisslendinginn Frank
Martin en þetta er með fegurstu
og mest krefjandi kórverkum sem
til eru. Tónverkið Hallgrímur
lýkur Passíusálmunum eftir Jón
Hlöðver Áskelsson verður frum-
flutt í nýrri endurgerð og nokkur
verk af geisladisknum Ljósið þitt
lýsi mér sem kórinn gaf út nýverið
og inniheldur sautján íslensk kór-
verk, bæði gömul og ný,“ útskýrir
Þórhallur áhugasamur og nefnir
að í framhaldi af vortónleikun-
um leggi kórinn land undir fót.
„Þá höldum við í tónleikaferð og
syngjum á AIM-hátíðinni á Akur-
eyri, í Blönduóskirkju, Stykkis-
hólmskirkju og í Reykholtskirkju
en tónleikarnir á Blönduósi og
Stykkishólmi eru til styrktar org-
elsjóðum kirknanna,“ segir Þór-
hallur og hlakkar til.
hrefna@frettabladid.is
Stóllinn hans pabba
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur á notalegt heimili þar sem hann nýtur þess að sitja í stól sem
hann erfði eftir foreldra sína. Þar hlustar hann á Gufuna en lætur þó líka í sér heyra þegar hann syngur.
Tíkin Honey var á sínum tíma keypt í Bandaríkjunum á tíu dollara en býr nú hjá Þórhalli og Glenn í Þingholtunum. Hér situr
Þórhallur í uppáhalds stólnum sínum sem faðir hans eyddi löngum stundum í. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NÝ STARFSSTÖÐ Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var
opnuð 18. maí í Sóltúni 26. Ætlunin er að bæta þjónustu og
leiðbeiningar við þá sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum.
www.fjolskylda.is
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
þú getur a taf re tt þ g á Siemens
Nú eru allar
Siemens þvottavélar
á tilboðsverði.
Láttu sjá þig og
gerðu góð kaup.
Sama hvernig viðrar,
– ll i i .