Fréttablaðið - 25.05.2009, Qupperneq 15
25. MAÍ 2009
Heimili fasteignasala er með í einkasölu 221,7
fermetra einbýlishús við Lindarflöt 18 í Garða-
bæ, rétt við hraunjaðarinn.
Hluti hússins, eða um 35 fermetrar, er nýr og var
byggður fyrir tveimur árum. Húsið hefur í heild sinni
verið töluvert endurnýjað samhliða því, þar á meðal
þak og svo eldhús sem var tekið í gegn frá grunni.
Þá var sérstakt fjölskylduherbergi búið til samfara
breytingunum.
Húsið samanstendur af flísalögðu anddyri með
fatahengi; fyrrnefndu eldhúsi, sem er stórt og opið,
og fjölskylduherbergi, með upphituðu, flísalögðu
gólfi; þvottahúsi með sturtu inn af eldhúsi; fjölskyldu-
herbergi sem gengið er út um rennihurð á skjólgóða
og hellulagða, suðvestur-verönd. Þar er heitur pottur,
hlaðinn úr stuðlabergi.
Í húsinu er einnig að finna parketlagt hol, parket-
lagða stofu og borðstofu/garðstofu sem gengið er úr á
tvo vegu út á lóð. Flísalagða gestasnyrtingu og flísa-
lagt baðherbergi með baðkari.
Hjónaherbergi er parketlagt og búið nýjum skáp-
um. Fataherbergi er með slám og hillum. Barna-
herbergi er parketlagt og sömuleiðis annað stærra,
sem hefur verið sameinað úr tveimur herbergjum.
Inn af anddyri er gengið inn í rúmgott unglingaher-
bergi, sem var áður hluti af bílskúr. Vegna minnk-
unar gegnir bílskúrinn nú hlutverki geymslu, en því
mætti hæglega breyta aftur. Svefnherbergisgangur
er parketlagður. Þá hefur kyndiklefa verið breytt í
þvottahús.
Húsið stendur neðst í götunni, göngustígur er beint
fyrir neðan og við hlið hans leiksvæði fyrir börn.
Hús við hraunjaðarinn
Eldhúsið hefur allt verið endurnýjað, samhliða breytingum
sem gerðar voru á húsinu. MYND/ÚR EINKASAFNI
Lóðin er snyrtileg og þar er meðal annars hægt að njóta útiverunnar í heitum potti.
fasteignir
Bogi
Pétursson
lögg. fasteignasali
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S í m i : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali
Allar nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson
löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun í síma 824-9098.
Mjög falleg 208,4 fm efri sérhæð með innbyggðum bílskúr í
útjaðri byggðar. Hús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Fjögur svefn-
herbergi. Glæsilegt útsýni er yfi r golfvöllinn, niður að Leirvoginum
og út á Faxafl óa og til Esjunnar. Mjög stórar verandir eru í kringum
húsið. Heitur pottur. Frábær staðsetning.
Verð 53,9 m.
Spóahöfði 26 – Mosfellsbær
Mjög glæsilegt 285 fm einbýlishús í byggingu, á einni hæð á
frábærum stað við Kvíslartungu 10 í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað
af Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf og
stendur 943,7 fm lóð í útjaðri byggðar með óspilltu útsýni.
Húsið er fokhelt og tilbúið til afhendingar.
Lækkað verð! 39,9 m.
Kvíslartunga 10 – Mosfellsbær