Fréttablaðið - 25.05.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 25.05.2009, Síða 30
22 25. maí 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. læra, 6. óreiða, 8. lón, 9. tímabils, 11. skóli, 12. standa sig, 14. hlutdeild, 16. í röð, 17. sigti, 18. kæla, 20. skammstöfun, 21. yndi. LÓÐRÉTT 1. morð, 3. skammstöfun, 4. austur- afríkuríki, 5. herma, 7. ráðning, 10. kvabb, 13. skjön, 15. lækka, 16. tugur, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. lesa, 6. rú, 8. hóp, 9. árs, 11. ma, 12. pluma, 14. aðild, 16. tu, 17. sía, 18. ísa, 20. al, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. eh, 4. sómalía, 5. apa, 7. úrlausn, 10. suð, 13. mis, 15. dala, 16. tíu, 19. au. „Þetta er stelpa sem fer hljótt og er ekki að berja sér á brjóst. Hún er töffari í sér og er ferlega dugleg. Hún er líka búin að vera í boltanum frá því að hún var tíu ára og er í píanónámi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, en þetta gerir hún sjálf, allt án pressu frá okkur foreldrunum.“ Björg Jóhannesdóttir, móðir Maríu Lindar Sigurðardóttur, sem var dúx Kvenna- skólans og með tíu í einkunn á öllum lokaprófum þessa árs. Sex af fremstu tökustjórum Holly- wood eru væntanlegir til landsins í dag og hyggjast skoða náttúru Íslands í fylgd íslenskra fram- leiðslufyrirtækja. Tökustjórar (e. location managers) eru hálfgerð augu Hollywood en þeirra hlut- verk er að finna heppilegustu töku- staðina fyrir stórmyndir frá kvik- myndaborginni. Hvorki nöfnin né andlitin á þess- um aðilum sem hafa boðað komu sína hingað eru heimsþekkt. Þetta eru engu að síður mennirnir sem ráða ansi miklu um hvar kvik- myndir eru teknar og vinna mikil- væg störf bak við tjöldin. Má þar meðal annars nefna Kokayi Ampah sem hefur verið Clint East- wood innanhandar að undanförnu og rakst meðal annars á svartar strendur Sandvíkur fyrir Flags of Our Fathers. William Bowling kemur einnig til landsins en hann sá um að finna tökustaði fyrir kvik- myndir á borð við Saving Private Ryan, The Horse Whisperer og The Fisher King. Þá má einnig nefna Michael J. Burmeister en hann á heiðurinn af tökustöðunum í Term- inator Salv ation, Transform ers og National Treasure. Sem sagt þungavigtarmenn í því starfi sem gæti reynst Íslandi happadrjúgt á komandi árum. Einar Tómasson hjá Film in Ice- land segir þetta vera eitt umfangs- mesta markaðssetningarverkefni sem fyrirtækið hafi ráðist í. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður,“ útskýrir Einar og telur að þarna liggi mikil sóknar- færi fyrir íslensku fyrirtækin sem starfi innan þessa geira. Á meðan á dvöl hinna erlendu gesta stend- ur munu þeir ferðast um nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo halda til Hornafjarðar, en svæð- ið þar um kring hefur verið ansi vinsælt meðal kvikmyndagerðar- manna utan úr heimi. Einar kveðst ákaflega spenntur yfir því hvern- ig þessi samkunda gangi. „Menn verða að hafa það í huga að þessir náungar eru alltaf að störfum, eru alltaf að leita að heppilegum töku- stöðum.“ freyrgigja@frettabladid.is EINAR TÓMASSON: ÞUNGAVIGTARFÓLK FRÁ AMERÍKU VÆNTANLEGT Augu Hollywood til Íslands SPENNTUR Einar Tómasson segir þessa ferð vera eitt umfangsmesta markaðssetn- ingarverkefni sem Film in Iceland hafi ráðist í. Sex tökustjórar frá Hollywood eru væntanlegir til landsins á mánudaginn og munu þeir ferðast um landið og sjá allt það besta sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í íslenskri bíómynd og þótt víðar væri leitað,“ segir Stefán Karl Stefánsson, stórleikari í Los Angeles. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Lax- dæla Lárusar Skjaldarsonar, sem fer í tökur í sumar. Stefán leikur þar áðurnefndan Lárus, borgarbarn með allt niðrum sig. Hann ákveð- ur að breyta um umhverfi, flytjast vestur og taka að sér uppbyggingu Sláturhússins í Búð- ardal. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég verð á landinu í sumar við að kynna plötuna mína þannig að þetta hentaði mér bara mjög vel,“ segir Stefán. Annars ganga upptökur á plötunni vel, meira að segja fyrrverandi trommuleikari Doobie Brothers og Neil Dia- mond hefur lamið húðirnar í sumum lögun- um en hún kemur út 23. júní. En aftur að myndinni. Stefán hreifst af handritinu sem hann fékk í hendurnar og lýsir myndinni sem klassískri, íslenskri mynd. Tökuliðið verður í Búðardal í tuttugu daga en meðal annarra leikara Laxdælu má nefna Eggert Þorleifsson og Ágústu Evu Erlendsdóttur. Annars varð leikarinn fyrir miklu áfalli nýverið því golfsettinu hans var stolið úr bílskúrnum hans. Stefán er annálaður kylf- ingur með golfbakteríu á hæsta stigi og því var þjófnaðurinn honum mikill harmur. „Nágranni minn er fyrrverandi FBI-fulltrúi og hann fór strax að rannsaka málið, honum fannst fyndið að einhver skyldi stela golf- settinu mínu með laganna vörð í götunni,“ segir Stefán sem hefur því ekkert getað stundað golfið það sem af er sumri. „Ég fór meira að segja upp á golfvöll og spurði hvort það væri einhver möguleiki á að ég hefði gleymt golfsettinu, það var bara hlegið að mér.“ - fgg Stefán Karl kemur heim í Búðardal Í ÍSLENSKT BÍÓ Stefán Karl leikur verkfræðinginn Lárus Skjaldarson sem breytir um umhverfi og flytur í Búðardal. Skoskar húsmæður í smábænum Hamilton á Skot- landi urðu heldur betur hvumsa þegar þær mættu með börnin sín og ætluðu að leyfa þeim að sjá hetj- una þeirra úr sjónvarpi; Sport- acus, eða Íþrótta- álfinn. Samkvæmt skipulagðri dagskrá mikillar matarhátíðar átti Sportacus að mæta á svæðið og sýna listir sínar. Mæðurn- ar létu ekki rigningu á sig fá enda krakkarnir alveg óðir af spenningi yfir því að sjá íslensku ofurhetjuna. „Við urðum alveg rosalega reiðar þegar við sáum að þetta var ekki Magnus Scheving heldur einhver ástralskur táningur í ljótum búningi með yfirvarar- skegg sem var alltaf að detta,“ segir Mairi Breen í samtali við staðarblaðið, The Hamilton Advertiser. Breen bætir því reyndar við að krakkarnir hafi ekki getað greint muninn en mæðurnar hafi orðið virki- lega sárar fyrir þeirra hönd, að þarna væri vis vít- andi verið að reyna að blekkja þau með augýs- ingum. Helst þótti henni súrt í broti að þurfa að standa í grenjandi rigningu og hávaðaroki til að horfa á ein- hverja eftirlíkingu. En þótt krakk- arnir hafi tekið Ástralanum vel voru mæðurnar ekki sama sinnis því í ljós kom að þær höfðu einnig verið spenntar fyrir að sjá hinn spengilega Scheving hoppa um sviðið í smá- bænum. „Það er skárra að horfa á hann en Barney úr Flinstones,“ segir Breen. Talsmaður hátíðarinnar vísaði öllum ásökun- um um svik á bug, sagði ástralska unglinginn vera löglegan Sportacus samkvæmt vörumerkjaskráningu Latabæjar. - fgg Húsmæður í skoskum smábæ brjálaðar út í Magnús Scheving VAR EKKI Á SKOTLANDI Magnús Scheving sendi ástralskan staðgengil til smábæjarins Hamilton en það vakti ekki mikla lukku hjá skoskum húsmæðrum sem hafði hlakkað til að sjá íslenska Íþróttaálfinn. Edda Björgvins og Helga Braga Verð á mann í tvíbýli: 84.900kr. 26.–28. júní 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á 4* Hotel Square og sjálfsstyrkingarnámskeið. Njóttu lífsins í Køben með frábærum konum. Sjálfs- styrking, hlátur og tóm gleði! Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Konur hlæja saman í Køben F í t o n / S Í A w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU Hún vakti mikla athygli, fréttin um rauðleita drykkinn hennar Jóhönnu Guðrúnar, sem einhverjir héldu fram að væri rauðvín. Jóhanna vísaði því á bug enda bindindismanneskja fram í fingurgóma. Hið sama verður ekki sagt um landa Jóhönnu Guðrúnar því samkvæmt heimasíðu Vínbúðanna jókst áfengissala um 35 prósent um Eurovision-helgina miklu. Mestu munaði þar um bjór og því ljóst að margir hafa setið með einn kaldan og fagnað silfrinu í Moskvu. Reyndar virðist vera komið babb í bátinn með annað sætið því samkvæmt nýlegum fréttum var allt í rugli hjá norska ríkis- sjónvarpinu með símakosninguna. Þau atkvæði sem voru talin upp frá Noregi voru ekki frá áhorfendum heldur ein- göngu dómnefndum. Eins og margir eflaust muna þá gáfu Norðmenn Íslendingum tólf stig en þau tryggðu einmitt Óskari Páli Sveinssyni annað sætið á lokasprettinum. Nú er því bara að krossa fingur og vona að álit norsku þjóðarinnar endurspegli álit dómnefndarinnar. Og Björgólfur Thor og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir, voru meðal stjarnanna í veislu hjá Paul Allen, öðrum af stofnendum Microsoft, í Cannes. Sumir myndu vilja meina að þarna væri augljóst merki um að heimskreppan hefði ekki grafið um sig hjá hjónakornunum. Hins vegar má mörgum vera ljóst að nærvera Björgólfs og Kristínar toppar ekki dvöl þeirra frá árinu 2007 þegar Brad Pitt, Angelina Jolie og George Clooney mættu í partí til þeirra sem haldið var um borð í skútunni The Parsifal. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.