Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 19

Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 19
H rin gb ro t Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Nýr A la Carte REYKT ÖND með blönduðu salati, valhnetum og fíkjublöndu Við mælum með Pinot Gris, Pully Fumé eða Pouilly Fuisse með þessum rétti. 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 6.890 kr. með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég bjó til ávaxtasalat með kjúklingi sem er ótrúlega ferskt og fljótlegt að gera,“ útskýrir Elín Helga Egils- dóttir, tölvunarfræðingur og til- raunakokkur. Hún segir að ávaxta- salatið sé hollt og einfalt í gerð. „Þetta er líka sniðugt salat vegna þess að mangóið bragðast vel með melónunni og kjúklingnum. Brak- ið í hnetunum og selleríinu gerir átvagl ið hamingjusamt og dress- ingin er punkturinn yfir i-ið.“ Elínu Helgu finnst gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún byrjaði að hreyfa sig af kappi rétt fyrir jól og ákvað að taka matar- æðið í gegn í leiðinni. „Eftir að ég byrjaði að hreyfa mig kviknaði mat- reiðsluáhuginn. Ég er alltaf að leita að heimasíðum með uppskriftum að réttum sem eru hollir, fjölbreyttir og skemmtilegt að borða.“ „Ég umgengst fólk sem er alltaf í eldhúsinu. Ég hafði samt aldrei haft tilfinningu fyrir eldamennsku sjálf, þar til ég fór að prófa og leika mér í eldhúsinu og þá varð svo gaman að elda,“ segir Elín Helga sem ákvað eftir að hún steig inn í sitt eigið til- raunaeldhús að stofna uppskrifta- blogg á Netinu. „Með blogginu held ég utan um uppskriftir sem mér finnst góðar og reyni líka að koma sniðugum hugmyndum til fólks.“ martaf@frettabladid.is Tilraunir í eldhúsinu Elínu Helgu Egilsdóttur finnst gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu og finna upp nýjar uppskriftir. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins eina af sínum fljótlegu og einföldu tilraunauppskriftum. 2 skinnlausar kjúklinga- bringur, u.þ.b. 230 g 1 bolli skorið mangó, vel þroskað 1 bolli skorin hunangs- melóna 1 stilkur smátt skorið sellerí Nokkrir kirsuberjatómat- ar, skornir til helminga Muldar kasjúhnetur Kjúklingurinn, ávext- irnir og grænmetið er sett í skál og blandað saman. Dressing 1/3 bolli jógúrt. Létt jógúrt eða létt AB-mjólk 1½ tsk. hunang ½ tsk. Dijon sinnep Safi úr lime 1 tsk. þurrkuð Cilantro- lauf Hráefnunum er hrært saman og hellt yfir salatið. Hægt er að setja salatið á hrökkbrauð, sem fyllingu í pítu, á samloku eða borða það eitt og sér. ÁVAXTASALAT MEÐ KJÚKLINGI Hollt og fljótlegt FYRIR 2 Elín Helga Egilsdóttir miðlar sniðugum hugmyndum að upp- skriftum á www.ellahelga.blog.is. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /R Ó SA HANNYRÐASÝNING Katrínar Jóhannesdóttur opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag klukkan 16. Sýningin er opin alla virka daga frá 13 til 18 og stendur til 31. júlí. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur, sem lést 6. janúar síðastliðinn. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.