Fréttablaðið - 12.06.2009, Page 20
„Sumarnámskeiðin hefjast í dag
og standa yfir í viku,“ segir Guð-
rún María Jónsdóttir, læknanemi
og dansari. „Við í Háskóladans-
inum erum að fara inn í okkar
þriðja starfsár en þetta er í annað
sinn sem við erum með svona
stór sumarnámskeið en þau voru
fyrst haldin í fyrra,“ segir hún en
nokkrir íslenskir dansarar stofn-
uðu samtökin fyrir háskólanema.
Danskennararnir á sumarnám-
skeiðinu koma frá Noregi og kenna
átta gerðir af dönsum. „Gaman er
að fá svona góða dansara til okkar
en sem dæmi má nefna að eitt
dansparið er núverandi heims-
meistarar í Boogie Woogie sem
er swingdans skyldur Lindy Hop.
Þetta eru alls konar dansar sem
kenndir eru,“ segir Guðrún María
áhugasöm.
Um 200 virkir dansarar eru
félagar í Háskóladansinum en
vonir standa til að félagið haldi
áfram að vaxa og dafna. „Við
erum með byrjendanámskeið á
hverju hausti og framhaldsnám-
skeið bæði á haustin og vorin
þannig fólk getur haldið áfram
að læra. En við byrjum á byrjun-
inni þannig að ef þú þekkir mun-
inn á hægri og vinstri þá geturðu
verið með,“ segir Guðrún María
og brosir.
Danstímarnir hafa verið í
íþróttahúsi Háskóla Íslands en
einnig hefur verið dansað í List-
dansskólanum við Engjateig og í
Laugardalshöll. „Þetta eru orðn-
ir svo margir tímar hjá okkur að
íþróttahúsið dugar ekki lengur.
Sumarnámskeiðið er opið öllum en
Háskóladansinn er annars einkum
ætlaður háskólanemum,“ útskýrir
Guðrún María.
Allt námskeiðið kostar 12.000
krónur en pardansar eru á 10.000
krónur. Einstaklingsdansar eru
síðan á 7.000 krónur og stök dans-
grein á 5.000 krónur. „Þetta er
kjörið tækifæri til að byrja í
Háskóladansinum og þar sem 17.
júní er frídagur þá kennum við
allan daginn. Á veturna erum við
með fasta tíma sem og stutt helg-
arnámskeið og danskvöld tvisvar
í viku, bæði swing og salsa. Dans-
kvöldin halda áfram í sumar en
þau eru ókeypis,“ segir Guðrún
María og bætir við að verðið á
sumarnámskeiðunum sé mjög hóf-
legt. „Önnin í Háskóladansinum,
þar sem þú hefur aðgang að öllum
dönsunum, kostar 5.000 krónur
og við danskennararnir vinnum
allt í sjálfboðavinnu. Öll fjárút-
lát fara í að byggja upp samtök-
in og greiða húsaleigu, flugmiða
erlendra leiðbeinenda og annað
slíkt,“ segir hún.
Í lok maí var lokahóf og ball í
Iðnó þar sem sýndir voru dans-
ar en að sögn Guðrúnar Maríu er
alltaf mikið fjör hjá Háskóladans-
inum. „Engin sérstök sýning verð-
ur að loknu sumarnámskeiði en
við sýndum í Kringlunni í gær og
sýnum aftur í dag klukkan 15.30
en þá verða heimsmeistararnir í
Boogie Woogie með okkur. Ann-
ars má finna allar nánari upplýs-
ingar á www.haskoladansinn.is
og þar er líka hægt að skrá sig,“
segir hún og hvetur fólk til að
taka þátt. „Fólk getur bara komið
á námskeiðin inn af götunni, ekki
er nauðsynlegt að hafa verið í
Háskóladansinum áður.“
hrefna@frettabladid.is
Háskóladans fyrir alla
Sumarnámskeið í dansi á vegum Háskóladansins verður haldið dagana 12. til 18. júní og er opið öllum
sem áhuga hafa. Þar munu reyndir og færir danskennarar frá Noregi kenna fjölbreytt dansspor.
Guðrún María er hér í sveiflu með dansfélaga sínum Hrafnkeli Pálssyni en þau ætla að skella sér á sumarnámskeið Háskóladans-
ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LORD WILLIAM WALLACE , þingmaður lávarðadeildar breska
þingsins, heldur fyrirlestur í stofu 101 í Odda undir yfirskriftinni „Eur-
ope from the Atlantic to the Black Sea: How does Iceland fit in?“ Fyrir-
lesturinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 13.30. www.hi.is/ams
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ TUDOR