Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 37
FÖSTUDAGUR 12. júní 2009 25
Fyrsta safnplatan sem spannar
allan feril George Harrison eftir
að hann hætti í Bítlunum kemur
út 16. júní. Platan nefnist Let it
Roll: Songs by George Harrison
og hefur að geyma nítján lög sem
hafa verið endurunnin á stafræn-
an hátt.
Á meðal laga á plötunni verða
My Sweet Lord, Got Me Mind
Set On You og tónleikaupptökur
af Something, While My Guitar
Gently Weeps og Here Comes the
Sun. Voru þau tekin upp á styrktar-
tónleikum Harrison fyrir Bangla-
desh í Madison Square Garden
1971. Harrison hefur tvívegis verið
vígður inn í Frægðarhöll rokksins,
bæði sem meðlimur Bítlanna og
sem sólótónlistarmaður.
Þekktustu lög Harrison
Tónlistarhátíðin Iceland
Airwaves verður haldin í
ellefta sinn dagana 14.-18.
október. Rúmlega 40 flytj-
endur hafa verið staðfestir.
Aðgangseyrir verður rukk-
aður í evrum.
Hátíðin verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Reikn-
að er með þátttöku um 150 lista-
manna og hljómsveita og er fjöldi
erlendra gesta og fjölmiðla áætl-
aður nálægt tveimur þúsundum. Á
meðal þeirra sem hafa verið bók-
aðir eru Metronomy, James Yuill
og The Cocknbullkid frá Bret-
landi, Casiokids og Nina Kinert
frá Noregi og hinar íslensku Gus
Gus, Agent Fresco, Hjaltalín, Dr.
Spock og Mammút.
Hátíðin var haldin um svipað
leyti og bankahrunið varð í fyrra
og lentu skipuleggjendurnir í erf-
iðleikum með að borga listamönn-
unum. Talað var um að orðspor
hátíðarinnar væri í hættu og að
erfitt yrði að halda hana að ári.
Þorsteinn Stephensen segir að
í sínum huga hafi hátíðin aldrei
verið í hættu. „Ég var alltaf ákveð-
inn í að halda hátíðina með ein-
hverjum hætti. Ég hefði haldið
hátíð þótt aðstæður hefðu versn-
að,“ segir hann. „Við höfum verið í
erfiðri aðstöðu því við vitum ekki
hvernig gengið verður. Það er mik-
ill áhugi á hátíðinni en við höfum
farið varlega í bókanir.“ Bætir
hann við að samkomulag hafi náðst
um þær greiðslur sem eftir standa
frá því í fyrra, sem séu þrjár til
fjórar talsins.
Vegna óvissunnar sem hefur
ríkt í gjaldmiðilsmálum varð-
andi gengi krónunnar hefur verið
ákveðið að rukka aðgangseyr-
inn í evrum. Verðið fyrir passa á
hátíðina verður 85 evrur, sem er
um 15 þúsund krónur í dag. Þeir
Íslendingar sem hafa áður keypt
miða á hátíðina geta fengið mið-
ann á sama verði og í fyrra, 8.900
krónur, fyrstu tvær vikurnar eftir
að miðasala hefst 29. júní. Einnig
verða önnur miðatilboð í gangi
fram að hátíð.
Önnur nýbreytni er sú að
íslenskar hljómsveitir geta sótt
rafrænt um að spila á hátíðinni í
gegnum síðuna Icelandairwaves.
com. Opnað verður fyrir umsókn-
ir 16. júní. Erlendar sveitir geta
sótt um í gegnum síðuna Sonic-
bids.com.
Þrátt fyrir erfiðleikana sem
hafa steðjað að Iceland Airwa-
ves er Þorsteinn brattur. „Aðal-
markmiðið er að halda góða hátíð.
Þetta verður mikil lyftistöng fyrir
menningarlífið í haust. Við ætlum
að fara meira í ræturnar og það
verður minna um skrautfjaðr-
ir, sem kemur samt ekki niður á
gæðunum.“
freyr@frettabladid.is
Rætur í stað skrautfjaðra
CASIOKIDS Norska hljómsveitin Casiokids kemur fram á Iceland Airwaves í haust.
Æfingar á öðru stykki Grindvíska
atvinnuleikhússins, GRAL, eru
hafnar. Að þessu sinni á að setja
upp frumsamið barnaleikrit, Horn
á höfði. Bergur Þór Ingólfson leik-
stýrir og leika Víðir Guðmundsson,
Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn
Ólafur Gunnarsson í verkinu.
Hópurinn æfir í Reykjavík sem
stendur en húsnæði í Grindavík
verður neglt hið fyrsta. Stefnt er
á að frumsýna í þann 15. septemb-
er.„Við ætlum að byrja að smíða
leikmynd núna í júní og æfa. Við
höfum verið að lesa þetta bara við
eldhúsborðið heima hjá mér.“
Verkið fjallar um stúlku sem á
lítinn bróður, en honum er vart
hugað líf, og vin hennar sem er
með bólur á enninu. Mikið ævin-
týri upphefst þegar þau reyna að
leysa gátuna um bólurnar og þar
finna þau Hafurbjörn, landsnáms-
maður í Grindavík, sem hefur brot-
ist í gegnum strákinn til að létta af
gömlum álögum af mannfólkinu.
Bergur segir þetta verkefni mun
stærra en það seinasta, 21 manns
saknað. „Fyrir lítið leikfélag er
leikmyndin stór, en ég geri ekki
ráð fyrir að við verðum með flug-
kerfi og hringsvið. Það var mikil
naumhyggja í fyrra, einn leikari
og lítil leikmynd. Núna eru þrír
leikarar og stærri leikmynd. Þrír
leikarar og ellefu hlutverk.“
Fyrsta brot úr verkinu verður
sýnt bæði í Grindavík og á stóra
sviðinu við Arnarhóli 17. júní.
Þrír leikarar með
ellefu hlutverk
SEMUR OG LEIKSTÝRIR Bergur Þór sér
GRAL vaxa og dafna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA