Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 4
4 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Ráðuneytið óskar eftir sam- vinnu um málið við okkur og hana veitum við glöð,“ segir Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, um þá ákvörðun utan- ríkisráðuneytisins að leggja stofnunina af í núverandi mynd. Utanríkisráðuneytið segir að skera eigi niður af 1.200 milljóna króna árlegum útgjöldum til Varnarmálastofnunar án þess að það bitni á varnar- og öryggisskuldbindingum þjóðarinnar. Ekki fengust svör frá ráðuneyt- inu í gær um það hver áhrif breytinganna kynnu að verða. „Í mínum huga er bara tvennt sem kemur til greina. Það er að hámarka faglega getu og lágmarka kostnað,“ segir Ellisif Tinna. „Ef það að leggja stofnunina niður í núverandi mynd getur á einhvern hátt lækkað kostnað um leið og við getum staðið vörð um faglega getu og varnarskuldbindingar þá er það bara af hinu góða.“ Rætt hefur verið um að sameina Varnar- málastofnun öðrum stofnunum eða búta hana niður. Forstjórinn bendir á að enn liggi ekkert fyrir um hver útkoman verði. Fyrsti fundur verði í dag um málið með fulltrúum utanríkis- ráðuneytisins. „Ég sem forstjóri stofnunar- innar legg áherslu á að fagmennirnir fái að taka þátt í þessari vinnu. Ég veit að utanríkis- ráðherrann er að leggja sig fram um að gera þetta vel og faglega og við styðjum hann að sjálfsögðu í því,“ segir Ellisif Tinna. Að sögn forstjórans þarf að svara því hvort ætlunin sé að vera í Nató eða ekki. „Ef svarið pólitískt er það að við ætlum að vera í Nató þá fylgja því ákveðnar leikreglur að vera í þeim klúbbi. Menn geta ekki verið í klúbbi ef þeir fylgja ekki leikreglunum. Það eru engin sérkjör fyrir Ísland. Menn verða líka að spyrja sig: Vilja menn setja saman innri og ytri öryggismál og færa allt það vald á eina hendi?“ segir hún. Þá bendir Ellisif Tinna á að Íslendingar eigi ekki sjálfir ratsjárkerfið sem Varnarmála- stofnun rekur heldur sé kerfið fjármagnað af mannvirkjasjóði Nató sem lagt hafi fimmtíu til sextíu milljarða króna í kerfið. „Ef við ætlum ekki að nota ratsjárstöðvarnar í varnartilgangi þá gætu þær einfaldlega verið teknar og settar upp annars staðar því það er eftirspurn eftir þeim hjá Nató. Til dæmis er Albanía, sem er nýgengin í bandalagið, að bíða eftir svona ratsjám,“ segir hún. Ellisif Tinna kveðst telja að ef Varnarmála- stofnun sameinist annarri stofnun eigi for- stjórar beggja stofnana að víkja. Þeir geti svo sótt um nýja starfið ef þeir vilji. „Þetta snýst ekki um stólinn minn eða mína per- sónu eða hagsmuni einhvers annars forstjóra eða einhvers ráðuneytis. Þetta snýst um fag- lega hagsmuni og þetta snýst um hagsmuni Íslands. Í mínum huga er allt annað úti.“ gar@frettabladid.is Verð á mann í tvíbýli: 119.900kr. Borgarferð 12.–19. ágúst 2009 Fararstjóri: Óttar Guðmundsson læknir Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 7 nætur ásamt morgunverði og íslensk fararstjórn. F í t o n / S Í A Kraká Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Ein best varðveitta miðaldaborg Evrópu. Borg sem iðar af lífi og sérlega hagstætt verðlag. Öryggismálin á einn stað Forstjóri Varnarmálastofnunar segir að breytingar á stofnuninni þurfi að gera á faglegum forsendum. Svara þurfi þeirri spurningu hvort færa eigi valdið sem felist í innri og ytri öryggismálum á einn stað. FORSTJÓRINN OG RÁÐHERRANN Varnarmálastofnun var sett á laggirnar í núverandi mynd í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gíslasdóttur, sem hér tekur í hönd Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. MYND/VÍKURFRÉTTIR Flugstoðir ohf. reka eftirlit og þjónustu fyrir almenna flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæð- ið. Tekjur af því námu 2,5 milljörðum króna í fyrra. „Varnarmálastofnun rekur í dag fjórar ratsjár á Íslandi, rekstur þeirra hefur áhrif á það þjónustustig sem Flugstoðir veita,“ segir Hjördís Guðmunds- dóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, spurð hvort breytingar hjá Varnarmálastofnun hafi áhrif á rekstur Flugstoða. Rekstur Varnarmálastofnunar hefur áhrif á starf Flugstoða VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 22° 23° 20° 20° 23° 13° 21° 21° 23° 21° 31° 28° 33° 22° 23° 23° 19° 12 Á MORGUN Norðlægar áttir, 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Hæg austlæg átt, 3-8 m/s. 9 6 12 11 14 14 11 10 10 5 4 3 4 4 3 2 6 3 10 4 6 13 10 11 10 11 12 13 13 10 11 HÆGVIÐRI Í dag og næstu daga verður hægur vindur og frekar vætusamt á land- inu. Besta veðrið verður á austan- verðu landinu í dag en á morgun snýst dæmið við, þá verða norðlægar áttir og horfur á mestri úrkomu suðaustan og aust- anlands. LÖGREGLUMÁL Ökufanturinn sem ók á fólksbíl og dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð og reyndi að aka niður lögreglumenn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og áfengis við aksturinn. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaakstur. Gerð verður krafa um gæsluvarðhald yfir mannin- um. Hann er grunaður um brot á lögum er varða við almannahættu, manndráp og líkamsmeiðingar og brot gegn valdstjórninni. Maðurinn ók í gegnum nokkrar hurðir á slökkvi- stöðinni í Skógarhlíð og olli þar stórtjóni. Þaðan hélt hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þar var för hans stöðvuð. Hann hafði þá stórskemmt lög- reglubíl sem hann ók á. Þá hafði hann gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð. Á stíminu um bæinn ók hann á fólksbíl, sem í voru tvær konur og ein stúlka. Sjúkrabíll var notaður til þess að reyna að stöðva för hans með því að aka utan í hlið bílsins sem hann var á. Það tókst ekki. Ekki er ljóst hvað manninum, sem er á fertugsaldri, gekk til en hann olli miklu tjóni og skapaði stórhættu með vítaverðum akstri. - jss Gæsluvarðhalds krafist yfir ökuníðingi sem olli stórtjóni í fyrrakvöld: Grunaður um akstur undir áhrifum VIÐSKIPTI Kröfuhafar fjárfesting- arbankans Askar Capital hafa tekið hann yfir. Stærsti hlut- hafinn eftir yfirtökuna er gamli Glitnir með 53,3 pró- senta hlut. Saga Capital á átján prósent og tíu aðrir hluthafar afganginn. Sænska fjár- málaþjónustu- félagið Moderna Finance, sem var að stórum hluta í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, átti tæpt 81 prósent í bankanum og aðrir hluthafar afganginn. Allir eignahlutir gömlu hluthafanna hafa verið færðir niður í núll, að því er segir í tilkynningu. Eigið fé Askar að loknum þess- um breytingum er um átta millj- arðar króna og eiginfjárhlutfallið komið í um 19 prósent. - jab Kröfuhafar taka Askar Capital: Wernersbræður missa hlut sinn KARL WERNERSSON FUGLALÍF Enginn ungi er sjáan- legur í arnarhreiðrinu í Breiða- firði sem vefmyndavél hefur sýnt frá undanfarnar vikur. Útungun hefði átt að eiga sér stað nú í byrjun júní en enn hefur ekki bólað á ungum. Að mati íbúa á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðins- sonar, sérfræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, sem fylgst hafa með örnunum, hefur varpið líklega mistekist. Fuglarnir sitja enn á hreiðrinu og liggja því að öllum líkindum á fúleggi. Hreiðrið hefur verið vin- sælt meðal netverja sem eflaust eru svekktir yfir ungaleysinu. -hds Arnarhreiður við Breiðafjörð: Enginn ungi sjáanlegur AFGANISTAN, AP Sex manns létu lífið og þrjátíu slösuðust er maður sprengdi sig í borginni Khost í austurhluta Afganistan í gær. Maðurinn hafði kveikt í sprengju á mótorhjóli sínu framan við höfuðstöðvar raf- magnsfyrirtækis í miðbæ borg- arinnar og stuttu seinna sprengdi hann sjálfan sig. Önnur sjálfsmorðsárás var gerð á sama tíma í Kandahar-hér- aði í suðurhluta Afganistan. Þrír hermenn létu lífið og sjö særðust er bíl fullum af sprengiefni var ekið út á miðja brú og sprengdur þegar verið var að leita að sprengiefnum við brúna. - hds Sjálfsmorðsárásir í Afganistan: Tvær árásir granda níu ÖKUFANTURINN Var stöðvaður við lögreglustöðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 22.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,79 129,41 211,97 213,01 178,35 179,35 23,955 24,095 19,869 19,987 16,126 16,22 1,3412 1,349 198,27 199,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.