Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvinssonar Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinum eru njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og föngu- leg liggja þau í brúskum ofan á ill- gresinu, sem er svo þétt í smágerðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svipta því burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni. HVER ber ábyrgð á þessu? Garður- inn var nýplægður uppúr eldri görð- um og í hann fór vænn skammtur af hrossataði. Hér bar allt að sama brunni: langvinn órækt hafði fyllt mómoldina illgresisfræjum og ekki bætti taðið úr: einhver hrossarækt- andinn hefur beitt stóði sínu sem þessu taði skeit á arfagresjur. Nú þarf ég að þrífa eftir hann. Það er létt verk að fletta illgresisbreið- unni af beðinu, því fyrsta af fjórum. Neðsta beðið í slakkanum er sýnu verst: þar heyir skriðpuntur hetju- lega baráttu fyrir lífi sínu og þegar efri beðin öll eru hrein bærist blað- fagur punturinn í kvöldblænum. Þar örlar ekki á grasi. Gleymdist að pota útsæði niður í það? Leit er skipulögð í huganum eftir fáa daga. Líkast til verður að stinga þann part upp, hreinsa beðið á stórum parti eins og veikan stjórnmála- flokk. Gott að maður lumar á rauðu útsæði á tryggum stað sem kemur nú til góða, fagurlega spírað í svört- um poka við rétt hitastig. ALLT um kring eru félagar mínir, allt ókunnir menn, karlar og konur að huga að ræktinni. Bjartar akríl- breiður, dimmgrá plöst og sérsnið- in fyrir bogagrindur skreyta lund- inn, götur teknar að verða torfærar fyrir grjóttínslunni sem skilar upp úr moldinni smáhrúgum milli stærri fanga úr steinaríkinu. ÞAÐ lítur vel út með uppskeruna, grösin komin vel af stað. Keikir kálblöðungar eru fyrirferðarmikl- ir í beði nágrannans. Handan við óræktina þusar umferðin með ein- staka rokum manna með vélarafl við tærnar. Lengst niðurfrá hjal- ar áin. Okkur vantar rigningu, það er stöku dreif af smádropum sem standa ekki undir nafninu skúr. Þá er kallað. Maður er kominn upp í birkitré og lítur nú yfir veldi sum- arsins í borgarlandinu. Hér er minn heimur og sá er stór. Hann er yfir tímanum snáðinn og greinin vagg- ar ástúðlega undir honum. Og svo dettur á dúnalogn í kvöldblíðunni. Gatan tæmist andartak og þá heyr- ist fugl. Fjandskapur við skriðsóley Í dag er þriðjudagurinn 23. júní. 174. dagur ársins. 2.56 13.30 0.03 1.31 13.15 0.57 KONUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -1 1 3 4 ÞÖKKUM ÞÁTTTÖKUNA Í Frábær þátttaka var í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á laugardaginn. Þátttakendur voru yfir 16 þúsund en hlaupið var á yfir 90 stöðum á landinu og 18 stöðum erlendis. Við þökkum öllum fyrir skemmtilegan dag. Sjáumst að ári! Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.