Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 24
20 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR „Enginn getur tekið það frá kvikmyndaskólanum að hann hefur nú brautskráð hæfileikaríkasta leik- stjórann síðan Peter Schønau Fog útskrifaðist árið 1999,“ skrifar Claus Christensen, ritstjóri danska kvikmyndatímaritsins Ekko, í nýjasta tölublaði tímaritsins. Christensen á þar við Rúnar Rúnarsson leikstjóra, sem útskrifaðist úr Danska kvikmynda- skólanum um þarsíðustu helgi. „Það er ófyrirgefan- legt ef danski kvikmyndabransinn þekkir ekki sinn vitjunartíma og fær þennan sérstaka náttúrutalent í sína þjónustu, áður en útlöndin ná að lokka hann í burtu,“ segir Christensen enn fremur í grein sinni. „Kommbakk Kvikmyndaskólans“ er yfirskriftin á grein Christensens. Í henni fer ritstjórinn fögr- um orðum um Önnu, útskriftarmynd Rúnars. „Ég minnist þess ekki að hafa fyrr séð eins raunsæja og nístandi, en þó upplífgandi túlkun á óhamingjusömu skilnaðarbarni. Myndin er svo full af tilfinningum að maður tekur ekki eftir því að stór hluti sýningartím- ans, sem er 35 mínútur, er án samtala,“ segir Chris- tensen og bætir við að nýútskrifaður árgangur Kvik- myndaskólans sé sá besti síðan 2001. Anna var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í vor. - kg Rúnar sá besti í áratug GLIMRANDI UMSÖGN Útskriftarmynd Rúnars Rúnarssonar fær góða dóma hjá ritstjóra danska kvikmyndatímaritsins Ekko. Hrannar Hafsteinsson er einn þeirra Íslendinga sem eru á leiðinni á Hróars- kelduhátíðina í Danmörku. Ekki þó til að njóta góðrar tónlistar heldur til að sjá um að lýsingin á stærsta sviði hátíðarinnar, Orange- sviðinu, verði eins og best verður á kosið. „Þetta er launað áhugamál. Sumir fara í ferðalög en ég set upp ljós og græjur,“ segir Hrannar Hafsteins- son sem er titlaður sem tæknistjóri yfir ljósunum á Orange-sviðinu á Hróarskelduhátíðinni. Undir hans stjórn eru fimm til tíu manns sem saman sjá um að sviðsljósið bein- ist að flytjendum á borð við Oasis, Coldplay, Kanye West og Nick Cave and the Bad Seeds, sem allir spila á Orange-sviðinu í ár. Pláss er fyrir um sextíu þúsund áhorf- endur fyrir framan sviðið og því er afar mikilvægt að ljósasýningin sé eins tilþrifamikil og hægt er til að fanga athygli gestanna. Hrannar hefur starfað á Hró- arskeldu síðan 2003, fyrir utan tvö síðastliðin ár þegar hann ákvað að eigin sögn að gifta sig og eignast dóttur. Hann fékk starfið þegar hann bjó í Kaupmannahöfn og starfaði sem tæknistjóri hjá fyr- irtækinu sem sér um tvö stærstu sviðin á hátíðinni. Ljósafólkið á Orange-svið- inu verður þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að borða með stjörnun- um sem koma þar fram og hefur Hrannar ekki farið varhluta af því. „Við erum nokkrir af örfá- um sem fáum að fara á bak við. Það er sami kokkurinn sem eldar fyrir okkur,“ segir hann. Eftir- minnilegasti sessunauturinn til þessa er gítargoðið Carlos Sant- ana. „Hann er mjög skemmtileg- ur gæi og það var gaman að ræða við hann. Hann var að spyrja um Ísland, hvernig það væri og sagði að hann þyrfti einhvern tímann að koma og spila þar.“ Rokkararnir í Metallica sátu einnig með honum til borðs eitt sinn, rétt eins og svo margar aðrar stjörnur. Ein vildi þó hvorki hafa afskipti af tæknimönn- unum né öðru fólki baksviðs og hélt sig algjörlega til hlés. Það var Axl Rose, söngvari Guns N´Roses, sem er einmitt þekktur fyrir sér- visku sína. „Það eru sér girðingar fyrir innsta svæði en hann mætti með eigin girðingu, þannig að hann var með girðingu innan girðing- arsvæðisins. Það var dálítið sér- stakt og hafði aldrei verið gert áður,“ segir Hrannar, sem fer út til Danmerkur í vikunni og hefur undirbúninginn sem tekur nokkra daga. Hátíðin sjálf stendur síðan yfir frá 2.-5. júlí. freyr@frettabladid.is SNÆDDI BAKSVIÐS MEÐ SANTANA OG METALLICA Grínistinn Rökkvi Vésteinsson hélt nýverið þrjár uppistands- sýningar í Kanada, þar af eina í heimahúsi í Montreal. Þar er haldið uppistandskvöld einu sinni í viku sem nefnist The Too Much Show þar sem grínistar stíga á svið í miðri stofu heima hjá listamanni nokkrum. „Þetta er með því mest spes sem ég hef gert í uppistandi,“ segir Rökkvi. „Það er nett ruglaður málari sem á þetta sem hengir upp mál- verkin sín úti um allt. Þarna má reykja af því að þetta er heima hjá honum, þannig að þetta var haldið í hitasvækju og reyk. Svo drapst hljóðneminn líka þannig að ég var hljóðnemalaus í ógeðs- legri hitasvækju og reyk að æpa yfir áhorfendur. Ég er mjög feg- inn að hafa verið í söngtímum því þeir björguðu því að ég skyldi ekki rústa röddinni í mér,“ segir hann. Rökkvi kom einnig fram á Comedyworks-klúbbnum í Montr- eal og YukYuk´s í Ottawa, en Yuk- Yuk´s er stór keðja af grínklúbb- um í Kanada. Vann hann einmitt uppistandskeppni í þeim klúbbi fyrir þremur árum. Næst á dagskrá hjá Rökkva er að skipuleggja uppistands- kvöld hér á landi fyrir belgíska atvinnugrínistann Lieven Scheire sem kemur hingað í júlí. Hann kom síðast hingað fyrir þremur árum og skemmti gestum með gríni sínu og glensi. - fb Með uppistand í kanadískri stofu RÖKKVI VÉSTEINSSON Rökkvi er nýkom- inn heim frá Kanada þar sem hann hélt þrjár uppistandssýningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R DRAUMADJOBB Hrannar Hafsteisson stjórnar ljósa- sýningunni á stærsta sviði Hróarskelduhátíðarinnar. NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 7 L 12 L 14 YEAR ONE kl. 5.50 - 8 - 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.50 - 8 TERMINATOR: SALVATION kl. 10 7 7 12 YEAR ONE kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 YEAR ONE LÚXUS kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8 - 10.15 GULLBRÁ kl. 3.45 TERMINATOR: SALVATION kl. 8 - 10.30 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3.30 - 5.40 ANGELS & DEMONS kl. 5 – 8 – 10.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% 7 7 L 14 YEAR ONE kl. 6 - 8.30 - 10.40 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8 - 10.15 GULLBRÁ kl. 6 ANGELS & DEMONS kl. 6 - 8 - 10 SÍMI 530 1919 7 12 L 14 14 YEAR ONE kl. 5.45 - 8 - 10.15 TERMINATOR kl. 5.30 - 8 - 10.30 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 5.40 - 8 X-MEN WOLVERINE kl. 10.20 ANGELS & DEMONS kl. 5.30 - 8.30 SÍMI 551 9000 upplifðu fyndnasta ferðalag allra tíma !! Gildir ekki í lúxussal eða Borgarbíó - bara lúxus Sími: 553 2075 YEAR ONE kl. 4, 6, 8 og 10 7 GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST kl. 6, 8 og 10.15 7 GULLBRÁ kl. 4 - Ísl. tal L TERMINATOR SALVATION kl. 8 og 10.15 14 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 4 og 6 L ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 500 KR Á A L L A R M Y N D I R 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3DAUKASÝNINGAR Í ÁLFABAKKA! HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8D - 8:30 - 10:20D - 11 12 THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 VIP MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 CORALINE 3D m/ísl.tali kl. 3:40 (3D) - 5:50(3D) L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 10:20 16 STAR TREK XI kl. 8 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 4 - 6 L HANNAH MONTANA kl. 3:40 L HANGOVER kl. 6 - 6:50 - 8D - 9D - 10:20 12 MANAGEMENT kl. 6 - 8 - 10:20 10 HANGOVER kl. 8 - 10 12 ADVENTURELAND kl. 8 12 LET THE RIGHT ONE IN kl. 10 16 THE HANGOVER kl. 8 - 10:20 12 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 L ANGELS AND DEMONS kl. 10 14 YEAR ONE kl. 8 - 10:10 7 THE HANGOVER kl. 8 - 10:10 12 http://facebook.sambioin.is vertu aðdáandi á FACEBOOK og þú gætir unnið vegleg verðlaun 32.000 GESTIR - LANG VINSÆLASTA MYNDIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.