Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2009, Blaðsíða 6
6 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Tvö af þremur álfyrirtækjum hérlendis kaupa krónur erlendis. Slík viðskipti geta haldið aftur af styrkingu krón- unnar þar sem erlendur gjaldeyr- ir flæðir ekki til landsins. Athuga ber að fyrirtækin brjóta ekki lög með viðskiptunum þar sem þau hafa undanþágu frá gjaldeyris- reglum Seðlabankans. Viðskiptin gætu átt sér stað með þeim hætti að álfyrirtækin kaupi gjaldeyri á markaði í Evrópu þar sem gengi krónunnar er hagstæð- ara. Fyrirtækin fá með þessum hætti fleiri krónur fyrir hvern dollara í útflutningstekjur saman- borið við ef fyrirtækin hefðu skipt gjaldeyrinum hérlendis. Fyrirtæk- in flytja svo krónur til Íslands sem þau geta notað til að greiða inn- lendan kostnað. Viðskiptin gera það að verkum að erlendur gjald- eyrir kemur ekki til landsins og hefur þar með ekki áhrif á opin- bert gengi Seðlabanka Íslands. „Við höfum varið litlum hluta tekna okkar í viðskipti með krónur erlendis, eins og við höfum feng- ið staðfest hjá Seðlabanka Íslands að félaginu er heimilt,“ segir Ólaf- ur Teitur Guðnason framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Alcan í Straumsvík. Ólafur segir jafn- framt að félagið hafi notað þær krónur sem keyptar hafa verið erlendis til að greiða minnihluta af innlendum kostnaði félagsins. Ólafur segist ekki vita til þess að þessi viðskipti hafi átt sér stað á árum áður en hann sé ekki í aðstöðu til að fullyrða um það. „Við hjá Alcoa Fjarðaráli höfum varið lágu hlutfalli okkar tekna til kaupa á íslenskum krónum erlendis,“ segir Erna Indriðadótt- ir framkvæmdastjóri hjá Fjarðar- áli. Hún bætir við að Alcoa hafi ekki breytt sínum viðskiptaháttum eftir bankahrunið og að viðskipt- in séu í samræmi við fjárfestinga- samning fyrirtækisins og reglur Seðlabankans. „Mörg fyrirtækjanna hafa und- anþágur frá höftunum í samræmi við 14. gr. reglnanna. Hins vegar eru undanþágur ekki ætlaðar til að fyrirtækin hagnist vegna regln- anna,“ segir Svein Harald Öygard Seðlabankastjóri. Í svari Seðla- bankastjóra við fyrirspurn Frétta- blaðsins kemur fram að bankinn hafi boðað stærstu útflytjendur landsins á fund þar sem mark- miðið sé að fara yfir starfshætti og ræða fyrirliggjandi gögn um gjaldeyrisflæði. „Þetta ferli er ekki vegna gruns um brot hjá fyr- irtækjunum,“ segir Svein. Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri upplýsingasviðs Norðuráls segir að öll viðskipti fyrirtækisins með íslenskar krónur hafi alla tíð farið fram á Íslandi og eingöngu í gegnum íslenska viðskiptabanka í samræmi við lög og reglur. Athuga ber að álfyrirtækin hafa marga samninga í erlend- um gjaldeyri og því ljóst að fyrir- tækin koma með umtalsvert magn gjaldeyris til landsins þrátt fyrir að vera þátttakendur á markaði erlendis með krónur. bta@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Þetta er alveg skelfilegt. Ef ég gæti bara fengið innvolsið úr annarri hvorri tölv- unni til baka yrði ég mjög ham- ingjusamur og myndi borga gull og græna skóga,“ segir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. Brot- ist var inn á heimili Þorleifs og fjölskyldu í Kópavoginum á föstu- daginn og stolið þaðan meðal ann- ars tveimur fartölvum, flakkara og minniskubbi sem innihéldu loka- handrit að öðru bindi sögu Dags- brúnar, sem Þorleifur hefur nýlok- ið við að skrifa, en fyrsta bindið kom út fyrir tveimur árum. „Það er hrikalegt að missa ævistarfið sitt á þennan hátt. Þetta er grund- vallarrit í íslenskri verkalýðs- sögu,“ segir Þorleifur. Auk þess að hafa á brott með sér tölvurnar og fylgihluti tóku þjófarnir skartgripi í eigu eigin- konu Þorleifs, doktorshringinn hans og gullbakka frá átjándu öld. „Gullbakkinn er gamall ætt- argripur sem átti að fara á Þjóð- minjasafnið. En þetta eru einungis hlutir og því léttvægir. Í tölvunum voru hins vegar mörg ár af vinnu, og til viðbótar frumsamin tónlist eftir son minn, sem er tónlistar- maður.“ Þorleifur segist hafa lært af tíðum frásögnum af innbrotum í fjölmiðlum. „Ég hafði vistað öll skrifin á fjórum stöðum, þar á meðal á Macintosh-tölvu sem hrundi rétt fyrir helgi. Það er greinilega erfitt að verja sig fyrir svona uppákomum í þessu þjóðfé- lagi,“ segir Þorleifur. Þeir sem gætu gefið vísbending- ar um hvar handritið að bók Þor- leifs er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. - kg Margra ára vinna sagnfræðings unnin fyrir gýg eftir innbrot: Hrikalegt að missa ævistarfið Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Grill, gleði og samvera www.ss.is INNBROT Brotist var inn á heimili Þor- leifs Friðrikssonar í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þekkir þú einhvern sem hefur verið brotið á af hálfu kirkj- unnar? Já 14,0% Nei 86,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu sátt/ur við 12,5 króna bensínverðshækkun? Segðu þína skoðun á visir.is Sex fíkniefnamál á Bíladögum Sex fíkniefnamál komu upp á Akur- eyri á Bíladögum um helgina. Lagt var hald á fjörutíu grömm af amfetamíni, fimm grömm af kókaíni og fimmtán grömm af kannabisefnum. Ellefu öku- menn voru teknir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna síðustu vikuna. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri liggur stórslasaður á Landspít- alanum eftir líkamsárás eða slags- mál í Smáíbúðahverfinu. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gær. Hann var ekki talinn í lífshættu, en er meðal annars mikið laskaður í andliti. Árásin í Smáíbúðahverfinu átti sér stað um kvöldmatarleytið á sunnudag. Fimm menn voru hand- teknir. Þeir eru allir búsettir í Smá- íbúðahverfinu. Fjórum var sleppt eftir yfirheyrslur í gær, en gerð krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fimmta. Sá sem slasaðist nú er á þrítugs- aldri. Hann var einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi eftir að ungur maður fannst mikið meiddur eftir meinta líkamsárás á Grettisgötu í júní. Sá sem fyrir henni varð slas- aðist mjög mikið og hefur enn ekki reynst unnt að yfirheyra hann. Einn maður situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þeirrar líkamsárásar. Hann leigir herbergið á Grettisgötunni þar sem slasaði maðurinn fannst uppi í rúmi. Í herberginu fannst meðal annars blóðugt júdó- eða karatebelti í vaskinum. Í ruslatunnu fundust blóðug rúmföt og blóðugir inniskór undir laki. Óvíst er að bein tengsl séu milli þessara tveggja árásarmála, sem Litháar áttu hlut að í báðum tilvik- um. GRETTISGATA 43 Þar átti fyrri líkams- árásin sér stað. Karlmaður, sem ráðist var á, var áður í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar: Stórslasaður eftir líkamsárás DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Hann veittist að öðrum manni við Lóuhóla í Reykjavík, þreif í peysu hans og dró hann með sér að bifreið. Þar rukkaði hann manninn um meinta skuld og barði hann í höfuð og líkama. Fórnarlambið rak höfuðið utan í bifreiðina og féll á jörðina. Þessu næst neyddi árásarmaðurinn hinn inn í aftursæti bifreiðar- innar og ók með hann til Hafnar- fjarðar, en lögregla stöðvaði akst- urinn við Bæjarhraun þar í bæ. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka. - jss Líkamsárás og frelsissvipting: Ákærður fyrir handrukkun Alcan og Fjarðaál flytja inn krónur Tvö álfyrirtæki kaupa krónur erlendis til að greiða innlendan kostnað. Seðla- bankastjóri segir undanþágur ekki ætlaðar til að fyrirtækin hagnist á þeim. Fyrirtækin brjóta ekki lög en þetta gæti haldið aftur af styrkingu krónunnar. Enduro-hjóli stolið KTM 400 Enduro-mótorhjóli var stolið aftan af bíl við Meðalholt í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Hjólið er með skráningarnúmerið RO-467. Fundar- launum er heitið fyrir hjólið en allar upplýsingar eru vel þegnar af Óðni í síma 820-3444. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁLVER Í STRAUMSVÍK OG VIÐ REYÐARFJÖRÐ Fyrirtækin tvö kaupa krónur erlendis. Slík viðskipti draga úr flæði gjaldeyris til landsins. Alcan hyggst breyta viðskiptaháttum sínum og hætta viðskiptum með krónur á erlendum mörkuðum. Eftir umfjöllun Fréttablaðsins hafði Alcan samband við Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að gjaldeyris- viðskipti fyrirtækisins færu alfarið fram hérlendis. Fréttablaðinu barst eftirfarandi tilkynning frá Ólafi Teiti Guðnasyni fram- kvæmdastjóra upplýsingasviðs Alcan á Íslandi seint í gær: „Við höfum fengið margstaðfest að okkar viðskipti séu lögleg og heimil. Það kom okkur því á óvart að lesa um það í fjölmiðlum að til stæði hjá Seðlabankanum að taka þau til athugunar. Við settum okkur í samband við bankann af þessu tilefni og kom þá fram ósk af hálfu bankans um að við keyptum krónur eingöngu á Íslandi. Við svöruðum því strax til að við myndum verða við þeirri ósk.“ -bþa BREYTA GJALDEYRISVIÐSKIPTUM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.