Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 14
14 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR
JÓN MAGNÚSSON (16. JANÚAR 1859
– 23. JÚNÍ 1926) LÉST Á ÞESSUM DEGI.
„Framkvæmd hans og aðgerð-
um í því máli er þannig háttað,
að það orkar ekki tvímælis, að þó
að hann hefði ekki neinu öðru til
leiðar komið, þá ætti hann sæti
meðal hinna allra fremstu og
þörfustu stjórnmálamanna þessa
lands.“
Jón Magnússon var forsætisráð-
herra í fyrstu samsteypustjórninni
árið 1917. Ofangreint sagði hann um
Hannes Hafstein.
Á morgun verður opnuð sérstæð listaverkasýning í
Hafnarborg þar sem þjóðþekktir safnarar gefa innsýn í
sín persónulegu listaverkasöfn. Þau Gunnar Dungal og
Þórdís Alda Sigurðardóttir, Bragi Guðlaugsson, Sverrir
Kristinsson og Ingunn Wernersdóttir eiga öll listaverka-
söfn sem myndu hvert og eitt bera uppi heila sýningu en
öll gefa þau sýningargestum kost á smá „bragðsýni“ af
söfnunum. Sýningin ber yfirskriftina Safn(arar) og tilefn-
ið er að 100 ár eru liðin frá fæðingardegi Sverris Magnús-
sonar. Ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur,
lagði Sverrir grunninn að Hafnarborg þegar þau gáfu
Hafnarfjarðarkaupstað hús Hafnarborgar og veglegt lista-
verkasafn sitt. Á sýningunni verða einnig sýnd verk úr því
safni.
„Það er ekki algengt að fólk veiti aðgang að safneignum
sínum og það gladdi mig því mikið hve vel þau tóku í að
sýna brot af listaverkaeign sinni,“ segir Ólöf og útskýrir
hvernig söfnin eru ólík. „Sverrir Kristinsson á fjölbreytt
safn og mörg verk eftir frumkvöðlana en mér finnst falleg
náttúrusýn áberandi í hans safneign. Hann á líka nokkuð
af verkum eftir frægu módernistana. Bragi á sömuleiðis
gott frumkvöðlasafn, Júlíönu Sveinsdóttur og glæsilegt
safn verka eftir Þorvald Skúlason og Karl Kvaran. Þórdís
Alda og Gunnar Dungal eiga mjög fjölbreytt og stórt safn
en það er áberandi hvað þau hafa safnað sterkum verk-
um frá síðustu árum og má segja að þau eigi margar af
perlum samtímans. Ingunn á svo yngsta safnið en hennar
elstu verk eru frá því um 1970 eftir Hörð Ágústsson. Ann-
ars eru verkin eftir samtímalistamenn og verk sem fólk
myndi almennt ekki ætla að væru í einkaeigu, svo sem
innsetningar, vídeólistaverk og slíkt.“
En eiga Íslendingar marga listaverkasafnara? „Já, ég
held að við eigum fleiri en við vitum um. Fólk er ekki
mikið að flíka þessari áráttu og maður veit ekki alltaf
hverjir eru að safna. Það er gaman að geta minnst Sverr-
is Magnússonar á þennan hátt og kynnast einstaklingum
sem standa í sömu sporum og hann stóð nú í dag.“ Þess má
geta að á morgun verða pallborðsumræður klukkutíma
áður en sýningin verður opnuð, eða klukkan 16, þar sem
safnararnir sem sýna í Hafnarborg ræða um söfnun sína.
juliam@frettabladid.is
SVERRIR MAGNÚSSON: HEFÐI ORÐIÐ 100 ÁRA
Þekktir safnarar
EINSTÖK SÝNING I HAFNARBORG Ingunn Wernersdóttir, Gunnar Dung-
al og fleiri listaverkasafnarar sýna brot af stórfenglegum listaverka-
söfnum sínum á sýningu sem verður opnuð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
Halldór Kristinn
Vilhelmsson
söngvari og trésmiður, Furulundi 10
Garðabæ,
lést aðfaranótt 17. júní. Útför hans verður frá
Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 25. júní
kl. 13.00.
Áslaug Björg Ólafsdóttir
Sigurður Halldórsson Stefanía Adolfsdóttir
Hildigunnur Halldórsdóttir
Marta Guðrún Halldórsdóttir Örn Magnússon
og barnabörn.
Hjartkær móðir mín,
Lýdía Bergmann
Þórhallsdóttir
Ásvallagötu 42, Reykjavík,
lést þann 18. júní á Landakotsspítala.
Magnús Bergmann Ásgeirsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Björnsson
fyrrverandi póstmeistari í Reykjavík, til
heimilis að Sléttuvegi 19, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi þriðjudaginn
16. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mið-
vikudaginn 24. júní kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega
afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
Jóna Finnbogadóttir
Þórhalla Björnsdóttir
Björn Björnsson
Sigurður Björnsson Guðrún Káradóttir
Jón Ingi Björnsson Aðalheiður Matthíasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Þórey Guðmundsdóttir
Hrísateig 17, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 20. júní.
Útför auglýst síðar.
Steinunn Skúladóttir Jón Gunnar Kristinsson
Guðmundur Skúlason
Guðrún Jónsdóttir Gunnar Davíð Gunnarsson
Kristinn Svanur Jónsson
Kolbrún Ósk Jónsdóttir Bjarki Már Sverrisson
Þórey Jónsdóttir Svavar Ingþórsson
og langömmubörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Reynir Bergmann Pálsson
byggingameistari, Hábæ 36, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
21. júní. Jarðarför auglýst síðar.
Valborg Sigurbergsdóttir
Páll Bergmann Reynisson Guðrún Eiðsdóttir
Grétar Reynisson Lilja Ruth Michelsen
Sóley Reynisdóttir Sigurður Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra dóttir, móðir, amma og
systir,
Margrét Gísladóttir
verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn
24. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hjúkrunarþjónustuna Karitas.
Jónína J. Ward
Jón Hilmar Hálfdanarson
Júlíus Atli Hálfdanarson
Kara Rún Margrét Júlíusdóttir
Tera Rún Jórunn Júlíusdóttir
Jón Gíslason
Júlíana Gísladóttir
Ólafur Gíslason
Þuríður Gísladóttir
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Áslaug Þorsteinsdóttir
Dvalarheimilinu Hlíð, áður
Helgamagrastræti 12, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 16. júní. Útförin fer fram
frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minn-
ast hennar er bent á Minningarsjóð Kvenfélagsins
Hlífar á Akureyri.
Ingigerður Traustadóttir Hákon Guðmundsson
Jófríður Traustadóttir Þórður Th. Gunnarsson
Alda Traustadóttir Ármann Búason
Árni Þór Traustason Fjóla Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ragna Klara Björnsdóttir
Blikahólum 2, Reykjavík,
andaðist á Vífilsstöðum þann 19. júní síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Kristján Jónsson
Guðbjörn Karl Ólafsson Guðný Ólöf Þorvaldsdóttir
Þorbjörg Ólafsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigurþór Ísleiksson
Hábergi 7, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins
fimmtudaginn 25. júní kl. 15.00.
Ásdís Sigurþórsdóttir
Svanfríður Sigurþórsdóttir Grétar Indriðason
Þóra Sigurþórsdóttir Bjarki Bjarnason
Fanný Sigurþórsdóttir Ívar Bergmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
bróðir og fósturfaðir,
Guðmundur Jónsson
Mávahlíð 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 20. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Guðmundsson Guðrún Sigurbjörnsdóttir
Viðar Guðmundsson
Guðmundur H. Jónsson
Sigurbjörg Jónsdóttir
Þórir Skúlason
Júlíus Skúlason
Ástkær föðurbróðir okkar,
Oddur Magnús Ólafsson
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 15. júní.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudag-
inn 24. júní kl. 13.00.
Atli Þór Þorvaldsson
Júlíana P. Þorvaldssdóttir
Guðbrandur Þór Þorvaldsson
Siggerður Þorvaldsdóttir
og fjölskyldur.