Fréttablaðið - 23.06.2009, Page 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ARCTIC OPEN er alþjóðlegt golfmót sem hefur fest sig í sessi og
verður haldið dagana 25.-27. júní á Akureyri. Mótið hefst á fimmtudag
með skráningu keppenda og opnunarhátíð þar sem boðið er upp á
hlaðborð með norðlenskum veitingum. Nánar á www.arcticopen.is.
Vaxtarræktarmaðurinn Magnús
Bess Júlíusson er að skríða í fer-
tugt en stendur engu að síður á
hátindi ferilsins. Síðan í haust
hefur hann landað þremur titl-
um auk þess sem hann var valinn
íþróttamaður ársins innan IFBB
alþjóðasambandsins.
„Í haust náði ég langþráðu mark-
miði mínu og varð Norðurlanda-
meistari í -100 kg flokki í vaxtar-
rækt og um páskana kom tólfti
Íslandsmeistaratitillinn í opnum
flokki í hús. Í næstu viku liggur
svo leiðin á Evrópumót öldunga
sem fer fram í Rúmeníu og síðan
stefni ég á heimsmeistaramót í
haust,“ segir Magnús.
Hann segir menn gjarnan toppa
í vaxtarrækt á milli fertugs og
fimmtugs og að öldungaflokkar
séu oft ekki síðri en yngri flokk-
ar. „Það tekur bara þennan tíma
að ná upp svona skrokki. Ég byrj-
aði að lyfta fimmtán ára og er í
mínu besta formi nú svo þetta
hefur ekki tekið nema 25 ár,“ segir
hann og hlær.
En hvernig er að halda sér við?
„Það er lítið mál. Þetta er bara
eins og að mæta í vinnuna. Að öllu
jöfnu æfi ég í rúman klukkutíma
á dag en fyrir mót fjölgar æfing-
unum í þrjár. Þá legg ég mikla
rækt við mataræðið en það skipt-
ir gríðarlega miklu máli. Ég miða
við að innbyrða 2.500 kaloríur sex
daga vikunnar en leyfi mér einn
sprengidag í viku og fer þá upp í
nærri 5.000. Ég fer þó ekki í neitt
ruslfæði en fæ mér til dæmis allt-
af ís. Hina dagana er ég mikill
laxmaður enda er hann fullur af
hollri fitu og próteinum en svo eru
þetta brún hrísgrjón, grænmeti,
ávextir og annað í þeim dúr.“
Magnús segist reyna að halda
sér í góðu formi allan ársins
hring enda líður honum best
þannig. „Þá þarf ég heldur ekki að
breyta miklu ef mót eru á næsta
leiti.“ Hægt er að fylgjast með
gengi Magnúsar á slóðinni www.
vodvafikn.net. vera@frettabladid.is
Tók ekki nema 25 ár
að komast í toppform
Magnús Bess Júlíusson varð Norðurlandameistari í vaxtarrækt í haust og landaði tólfta Íslandsmeistara-
titlinum fyrir skemmstu. Nú er hann á leið á Evrópumót öldunga og hefur aldrei verið í betra formi.
Magnús reynir að halda sér í góðu formi allan ársins hring en þannig líður honum best. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
Gildir út júní 2009
15% afsláttur
VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 50 g.
15% afsláttur
NICOTINELL munnsogstöflur.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
4
64
75
0
6
/0
9
Auglýsingasími
– Mest lesið