Fréttablaðið - 23.06.2009, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 2009 3
„Það er brjálaður vöxtur hjá
okkur. Til marks um það má
nefna að fjöldi heimsókna á stöð-
ina hefur þrefaldast það sem
af er ári miðað við sama tíma í
fyrra,“ segir Þröstur Jón Sigurðs-
son, eigandi Sporthússins í Kópa-
vogi, þar sem aðsókn hefur stór-
aukist síðustu mánuði. Þröstur
tekur sem dæmi að tiltekin gerð
líkamsræktar korta hafi selst í
fjórföldu upplagi undan farið sam-
anborið við síðasta ár.
Aukin aðsókn einskorðast þó
ekki við Sporthúsið. Þannig segja
talsmenn annarra stöðva heim-
sóknum hafa fjölgað til muna
frá áramótum. Þeirra á meðal
er Íris Huld Guðmundsdóttir,
rekstrar stjóri og yfirleiðbeinandi
hjá Heilsu akademíunni. „Ég tel
ástæðuna vera aukna meðvitund
um mikilvægi líkamlegrar og and-
legrar heilsu, sem er afar dýrmæt
á tímum sem þessum. Utanlands-
ferðir og annar munaður hefur
dregist saman og það er augljóst
að fólk er farið að eyða meiru í
sjálft sig.“
Hóptímar hvers kyns njóta
mikilla vinsælda og einkaþjálf-
arar eru sums staðar fullbókaðir
út árið. Eigendur líkamsræktar-
stöðva hafa brugðist við aukinni
aðsókn með ýmsu móti. Hóptím-
um hefur víða verið fjölgað og
fleiri einkaþjálfarar ráðnir til
starfa. „Okkar aðalþjálfarar hafa
meira en nóg að gera. Við réðum
tvo nýja einkaþjálfara til okkar í
síðustu viku,“ segir Linda Björk
Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri
Hress heilsuræktar, um þessa
þróun. Í Sporthúsinu fóru menn
þá leið að bæta við aðstöðuna til
að anna eftirspurn.
„Við erum að bæta við nýrri hæð
hjá okkur um þessar mundir. Þarna
verða tveir nýir, stórir eróbikk-
salir, þar sem alls kyns spennandi
tímar verða í boði,“ segir Þröstur.
Stækkunin nemur 400 fermetrum.
„Í raun má segja að verið sé að
stækka líkamsræktar svæðið í
húsinu í heild um 1.000 fermetra,
þar sem inniæfingasvæði fyrir
golf verður lagt niður. Það stóð
því miður ekki undir sér. Í staðinn
koma þrír nýir salir, svo saman-
lagt verða þeir fimm talsins.“
Þá segjast forsvarsmenn stöðv-
anna hafa orðið varir við breytta
kauphegðun hjá viðskiptavinum.
„Mikil aukning hefur orðið í
aðhaldsnámskeiðum fyrir hópa,
enda mjög hagkvæm leið til að fá
mikið aðhald,“ segir Ágústa John-
son, hjá Hreyfingu. Þröstur segir
orðið mun algengara að fleiri en
einn komi saman í einkaþjálfun.
„Fólk greiðir nú líka frekar mán-
aðarlega af kortunum í stað þess
að staðgreiða þau. Svo er það miklu
duglegra að nýta kortin sín en
áður.“ roald@frettabladid.is
Meiri aðsókn og bætt nýting
Aðsókn á líkamsræktarstöðvar hefur aukist til muna síðustu mánuði. Dæmi eru um að heimsóknir á
stöðvar hafi allt að þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra og víða er fullbókað hjá einkaþjálfurum.
Þröstur Jón Sigurðsson hefur bætt
við aðstöðu Sporthússins til að anna
eftirspurn.
Heimsóknum hefur fjölgað í Heilsuakademíuna. Forsvarsmenn hennar telja fólk vera
meðvitaðra um mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu en áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR