Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 23

Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 2009 Þriðja úthlutun úr Pro- logus, leikritunarsjóði við Þjóðleikhúsið, fór fram í síðustu viku. Alls bár- ust 53 umsóknir frá 44 aðilum um styrk til að þróa leikhandrit og vinna að leiksmiðju- verkefnum. Ákveð- ið var að veita tvo styrki til þróun- ar leikhand- rita og tvo styrki vegna leiksmiðju- verkefna. Að auki hlaut eitt leiksmiðjuverkefni fram- haldsstyrk. Styrkhafar að þessu sinnu eru Jón Atli Jón- asson fyrir verkefn- ið Útlendingabók og Hjálmar Hjálmars- son fyrir verkefn- ið Útlaga. Þrjú leiksmiðjuverkefni fengu styrk: Verði þér að góðu! sem Ég og vinir mínir/Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir standa fyrir í framhaldi af vinnu sinni við Húmanimal, Shake me/Hristu mig sem Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan/Ásgerð- ur Guðrún Gunnarsdóttir vinna að og Af ástum manns og hrærivélar sem Ilmur Stefánsdóttir, Kristján Ingimarsson, Valur Freyr Einars- son og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru með í undirbúningi. - pbb Í kvöld hefst í þriðja sinn tónleika- hald að sumri í Þingvallakirkju. Þessi látlausa sveitakirkja hefur um árhundruð þjónað sinni litlu sókn í Bláskógaheiðinni en byggð er þar strjál á fornum býlum en þess meiri í sumarhúsum umhverf- is vatnið og á tjaldstæðum. Það er organisti kirkjunnar og básúnuleikarinn Guðmundur Vilhjálmsson sem opnar hátíð- ina ásamt Silfursveinum sínum, þeim Guðmundi Hafsteinssyni og Jóhanni Stefánssyni trompetleik- urum og Einari Jónssyni básúnu- leikara. Þeir munu leiða áheyrendur um töfraheima tónlistarinn- ar með málmblásturshljóð- færum sínum og leika verk frá endurreisnartímanum til heiðríkju Mozarts. Í tóna- veislunni munu heyrast verk eftir Thomas Tallis, Gabrieli, Händel, Bach og fleiri snillinga. Tónleikarn- ir hefjast kl. 20.00. Tónleikarnir eru ókeypis en gestum er gefinn kost- ur á að greiða í styrktarsjóð fyrir tónleikaröðina. Bent er á að Hótel Valhöll er opin og þar má kaupa sér kvöldverð vægu verði, til dæmis hina rómuðu bleikju úr vatninu, en áætl- að er að tónleikarnir standi í tæpa klukkustund. Andakt á Þingvöllum TÓNLIST Einar Jóhannesson er listrænn stjórnandi tónleikaraðar á þriðjudagskvöldum í Þingvallakirkju. Nú hefst önnur sería heimildar- mynda í Nýlistasafninu. Sýndar verða fjórar myndir frá ýmsum löndum sem allar hafa það sam- eiginlegt að fjalla um ímynd og persónusköpun. Við fylgjumst með því hvað gerist er barn sér speg- ilmynd sína í fyrsta sinn, fang- elsisheimsókn ungrar dóttur til móður sinnar og sögu manns sem snýr aftur á heimaslóðir verandi síðasta manneskjan úr þorpinu. Myndirnar velta upp spurningum um það hversu nálægt viðfangs- efni sínu kvikmyndagerðarmaður- inn geti gengið og hversu nálægt raunveruleikanum og reynslu- heimi persóna hann geti komist. Í kvöld kl. 20 verða sýndar tvær myndir. Fyrsta myndin sem sýnd verð- ur heitir Svyato, sem þýðir ham- ingjusamur, tær, kátur. Svyato er líka gælunafn yngsta sonar rúss- neska heimildarmyndagerðar- mannsins Viktors Kossakovsky. Hér fylgjumst við með því hvað gerist þegar Svyato horfir í fyrsta skipti í spegill 2ja ára gamall og skilur smám saman muninn á sér og spegilmynd sinni. Myndin hefur unnið margföld verðlaun á virtustu heimildarmyndahátíðum heims, og Kossakovsky er einn af virtustu og mikilvægustu heim- ildarkvikmyndagerðarmönnum í heiminum í dag. Myndin er frá 2005 og er 33 mínútur. Jafnframt verður sýnd mynd- in Alone eftir Audrius Stonys þar sem ung stúlka heimsækir móður sína í fangelsi en myndin sýnir ómældan einmanaleika mann- eskjunnar. Stonys er þekktur fyrir ljóðrænar heimildarmynd- ir, hann er eitt af helstu nöfnunum úr post-sovét skólanum og vinnur með tökumanni Tarkovskys. Hann hefur einnig unnið til fjölda verð- launa fyrir verk sín. Myndin er 16 mínútur og er frá 2001. Umsjón með röðinni hefur myndlistar- og heimildarmynda- gerðarkonan Yrsa Roca Fannberg. Nýlistasafnið er á Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin) og er frítt inn. Frekari upplýsingar um myndirnar sem verða sýndar í júní er að finna á vefsíðu safns- ins, www.nylo.is - pbb Heimildamyndir í Nýló KVIKMYNDIR Kyrrmynd úr sögu um barn. Enn veitt úr Prologus LEIKLIST Ólafía Hrönn vinnur að verki um ást og hrærivélar með fleirum. NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 57 3 06 /0 9 Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Tjaldaland High Peak Ancona 4 Rúmgott 4 manna fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190 cm. Verð 44.990 kr. Einnig fáanlegt 5 manna, verð 52.990 kr. High Peak Como 4 Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Stöðugt í vindi. Vatnsvörn 2000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190 cm. Verð 29.990 kr. Einnig fáanlegt 5 manna, verð 39.990 kr. High Peak Nevada Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. Einnig gott úrval af göngutjöldum, verð frá 15.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.