Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 16
16 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR Tuttugu og tveir Úígúrar hafa dvalist í fangabúðum Banda- ríkjahers við Guantánamoflóa á Kúbu. Þeir voru handteknir í Afganistan stuttu eftir innrás bandaríska og breska hersins þar veturinn 2001-2002. Bandaríkjastjórn komst reynd- ar fljótlega að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að halda mönnunum, en hefur ekki getað sent þá til Kína vegna þess hve óblíðar móttökur hætt er við að þeir fái þar. Kínversk stjórnvöld notfærðu sér heimsstríð Bandaríkjanna gegn hryðju- verkamönnum sem réttlætingu fyrir því, að ganga hart fram gegn réttinda- baráttu Úígúra, tengja talsmenn þeirra við hryðjuverkastarfsemi og saka þá um náin tengsl við Al Kaída. Sautján þessara fanga eru því enn í haldi, en fimm þeirra fengu hæli í Albaníu vorið 2006 og einn fékk að fara til Sádi-Arabíu, þar sem hann er fæddur, um svipað leyti. Bandaríkjamenn hafa skorað á fleiri Evrópuríki að veita einhverjum þeirra hæli, en með litlum árangri. Fyrir nokkrum vikum bauð eyríkið Palá í Kyrrahafi þeim sautján, sem eftir eru, hæli þar og virðist vonast til að fá fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum fyrir greiðann. Xinjiang-hérað, eða Sinkíang eins og það er skrifað að eldri rithætti, er í norðvesturhluta Kína, norður af Tíbet. Í vestri á Xinjiang landamæri að Kasakstan, Kirgisistan, Tadjikistan, Afganistan og Kasmír-héraði, en í norðri eru Rússland og Mongólía. Nafn héraðsins, Xinjiang, er kínverskt og þýðir „nýja svæðið“ eða „nýja landið“, og þykir mörgum Úígúrum þetta niðrandi nafngift. Austur-Túrkestan er nafnið sem Úígúrar völdu sjálfir þegar landið naut sjálfstæðis um stutt skeið rétt fyrir miðja síðustu öld. Samkvæmt þeirri nafngift er þetta austurhluti Túrkest- ans, svæðisins þar sem tyrkneskar þjóðir búa í Mið-Asíu þar sem löndin heita Kasakstan, Kirgisistan, Túrkmen- istan og Úsbekistan. Kínverjar höfðu öldum saman reynt að ráða yfir landsvæði Úígúra, með misjöfnum árangri þó, og formlega var héraðið ekki innlimað í kínverska keisaraveldi fyrr en árið 1884. Sú skipan fór þó út um þúfur þegar keisaraveldið leið undir lok árið 1911. Næstu áratugina var mikil ólga í héraðinu, stríðsherrar brutust til valda hver á fætur öðrum og börðust innbyrðis. Árið 1933 lýstu síðan Úígúrar í Kashgar, mikilvægri borg vestast í héraðinu, yfir stofnun sjálfstæðs ríkis sem fékk nafnið Austur-Túrkestan. Árið 1944 lýstu Úígúrar í héraðinu öllu yfir sjálfstæði undir þessu sama nafni. Það ríki átti þó ekki langa lífdaga því land Úígúranna var innlimað á ný í Kína þegar kommúnistar komust þar til valda árið 1949. SINKÍANG EÐA AUSTUR-TÚRKESTAN Úígúrar eru taldir vera nærri 12 milljónir alls. Sumar heimildir segja heildarfjölda þeirra þó líklega um 25 milljónir. Flestir þeirra, eða um átta milljónir samkvæmt opinberum kínverskum tölum, búa í Xinjiang- héraði í Kína. Úígúrar eru Mið-Asíuþjóð af tyrk- neskum uppruna, náskyldir íbúum Kasakstans, Kirgisistans, Túrkmenist- ans og Úsbekistans. Tungumál Úíg- úra er sömuleiðis skylt tyrknesku, rétt eins og tungumál ofangreindra Mið-Asíuríkja. Flestir Úígúrar eru súnní- múslimar, sem þeir eiga einnig sameiginlegt með Tyrkjum og frændþjóðunum í Mið-Asíu. MIÐ-ASÍUÞJÓÐ AF TYRKNESKUM UPPRUNA Töluverður hópur útlaga frá Xinjiang býr í Bandaríkjunum. Einnig býr fjöldi Úígúra í München í Þýskalandi. Margir þessara útlaga hafa verið reknir frá Kína en aðrir hafa forðað sér sjálfir. Þeir hafa látið nokkuð til sín taka í baráttu fyrir réttindum landa sinna heima fyrir. Einn helsti leiðtogi útlægra Úígúra er Rebiya Kadeer, rúmlega sextug kona sem ólst upp í fátækt en kom undir sig fótunum í viðskiptum og verslunarrekstri. Hún notaði áhrif sín og auðæfi til að berjast fyrir umbótum í héraðinu, ekki síst í þágu kvenna og tók meðal annars þátt í heimsþingi kvenna í Peking árið 1995. Í febrúar 1997 varð hún vitni að því þegar kínverskir hermenn börðu niður mótmæla- og uppreisnar- hreyfingu Úígúra í bænum Gulja. Hún skýrði opinberlega frá því sem gerðist og hugðist veita bandarískri rannsóknarnefnd upplýsingar tveim- ur árum seinna, en var þá handtekin og sökuð um njósnir. Árið 2005 var hún svo rekin úr landi og send til Bandaríkjanna þar sem hún hefur búið síðan. Þar hefur hún óspart látið til sín taka og stutt málstað Úígúra gegn kínverskum stjórnvöldum. Meðal annars krefst hún þess að synir hennar verði látnir lausir úr kínversku fangelsi, og hefur leitað eftir stuðn- ingi vestrænna þjóðarleiðtoga við þá baráttu sína. Árið 2006 var hún kosin forseti Alþjóðaráðs Úígúra, sem hefur aðalaðsetur í Þýskalandi. Kínversk stjórnvöld saka hana um einhliða áróður og segja hana standa bak við mótmælin í Urumqi um síðustu helgi. ÚÍGÚRAR Í ÚTLEGÐ ÚÍGÚRAR Í GUANTANAMO Xinjiang-hérað í Kína Í Xinjiang búa átta milljónir Úígúra. Þeir eru nú um 40 prósent af íbúum héraðsins en Han-Kínverjar eru litlu færri. Auk þess búa þar rúmlega milljón Kasakar ásamt fleiri þjóðum og þjóðarbrotum. Samtals eru íbúarnir um 20 milljónir á landsvæði sem mælist 1,6 milljónir ferkílómetra. Rússland Altaí K Í N A Urumqi: óeirðir brutust út 5. júlí. Mongólía Gansu Qinghai Tíbet Kasakstan Kirgisistan Tadjikistan Afg. Pakistan Indland Kashgar Kashgar Aksu Korla Turpan Xinjiang 250 km K ínversk stjórnvöld vilja sem minnst vita af óánægju íbúa í Xinjiang-hér- aði. Í það minnsta vilja þau að bæði umheimurinn og almenningur í Kína fái sem minnst að vita af ástandinu. Átökin undanfarna viku minna um margt á átökin í Tíbet á síðasta ári, þegar fjöldauppreisn heima- manna var barin niður af hörku með þeim afleiðingum að tugir manna féllu og hundruð særðust. Ráðamenn í Kína virðast ekki taka annað í mál en að bæði Tíbet- ar og Úígúrar sætti sig við að vera Kínverjar, og hagi sér samkvæmt því. Rétt eins og Tíbetar eru Úíg- úrar þó frábrugðnir Kínverjum á margan hátt. Menning þeirra á rætur í Mið- Asíu og markast af íslamstrú, tungumál þeirra er tyrkneskrar ættar og saga þeirra verður engan veginn innlimuð í sögu Kínverja, þótt leiðir þessara þjóða hafi með ýmsum hætti legið saman síðustu aldirnar og jafnvel árþúsundin. Úígúrar hafa lengi verið afar ósáttir við vaxandi ítök Kínverja í héraðinu. Kínversk stjórnvöld hafa áratugum saman markvisst stuðlað að því að æ fleiri Kínverj- ar flytji til héraðsins, þar sem þeir leggja jafnharðan undir sig bestu störfin og mikilvægustu embætt- in. Nokkrar sjálfstæðishreyfingar Úígúra hafa barist fyrir aðskiln- aði frá Kína, en lítið orðið ágengt enda mætt harðri mótspyrnu yfir- valda. Þótt hin ýmsu þjóðarbrot í Kína fái að sýna þjóðdansa á tylli- dögum er hversdagsmenningu þeirra sjaldnast gert hátt undir höfði og trúarbrögð eru illa séð. Átökin í höfuðborginni Urumqi um síðustu helgi hófust í fram- haldi af fjölmennri mótmæla- samkomu Úígúra, sem virðist hafa verið boðað til vegna frétta af því að múgur Han-Kínverja hafi drep- ið tvo Úígúra seint í júní í Guang- dong-héraði, sem er alveg í hinum endanum á Kína, suðvestast við Suður-Kínahaf. Svo virðist sem mikil reiði hafi verið ríkjandi á þessari mótmæla- samkomu, og hún hafi beinst að Han-Kínverjum, bæði vegna þessara morða og einnig almennt vegna yfirgangs Kínverja í hér- aðinu. Vitni sáu Úígúra fara saman í hópum og berja á Han-Kínverjum, en næstu daga snerist þetta við og Han-Kínverjar óðu um götur og leituðu uppi Úígúra til að berja. Lögregla og her brugðust við af fullri hörku, kæfðu fyrst niður mótmæli Úígúranna en stóðu síðar vörð um þau hverfi höfuðborgar- innar þar sem Úígúrar búa. Kínversk stjórnvöld segja átök- in hafa kostað 156 manns lífið, en fullyrðingar hafa birst um að tala látinna skipti hundruðum. Ekki er ljóst hve margir þeirra voru Úíg- úrar og hve margir Han-Kínverj- ar. Þjóð sem á að vera kínversk Harðvítug átök undanfarna viku í Xinjiang-héraði í Kína hafa beint athygli heimsbyggðarinnar að Úígúrum, fjölmennri þjóð sem sættir sig illa við hlutskipti sitt innan Kínaveldis. Mótmælasamkoma þeirra í höfuðborginni Urumqi um síðustu helgi snerist upp í óeirðir og herinn greip til sinna ráða. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér sögu Úígúra og undirrót óánægjunnar í Xinjiang. KÍNASTJÓRN SENDI HEILU HERDEILDIRNAR Á VETTVANG Götur og torg höfuðborgarinnar fylltust af hersveitum og lögreglumönnum, sem hafa það hlutverk að kæfa allt andóf í fæðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.