Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI11. júlí 2009 — 163. tölublað — 9. árgangur Þjóðin sem á að vera kínversk STJÓRNMÁL 16 GRASAFERÐ 18 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG fréttir fylgja Fréttablaðinu í dag INNI OG ÚTI Rólað í garðinum inni&úti LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2009 Sumarblað Frétta blaðsins ● LIST EGIÐ AÐ KREPPUN NI GAMAN Í GARÐINUM Fyrirtækið Jiande C henyi Leisure Products hannar sk ondnar rólur. SÍÐA 5 TÍMABÆRT AÐ SNYR TA Sumarið er tilvalinn tími til að snyrta og klippa run na. SÍÐA 4 VIÐTAL 14 Notar íslensk grös og kínverskar nála- stungur HEFUR FUNDIÐ SINN STAÐ Í LÍFINU Björk Guðmundsdóttir um nýju röddina og draumastaðinn Púertó Ríkó Í fullum gangi TÓNLIST TÖLVULEIKIR DVD MYNDIR SVÍVIRÐILEGA EIN- FALDAR LAUSNIR Paul Bennett er í sinni fjórðu Íslandsheimsókn VIÐTAL 10 BRUNI Engar úrbætur að ráði voru gerðar á Hótel Valhöll eftir að svört skýrsla um ástand hússins var birt árið 2006. Þar kom fram að töluvert skorti á að húsið uppfyllti kröfur um brunavarnir. Hótelið brann til kaldra kola í gær. „Það kemur fram í skýrslunni að þetta er slysagildra þannig að fyrst eldur varð laus var ég ekki hissa á þessum endalokum,“ segir Þor- steinn Gunnarsson arkitekt, annar tveggja sem unnu skýrsluna. Eldur varð laus í Hótel Valhöll á fimmta tímanum í gær. Flest bend- ir til þess að eldsupptök hafi verið í reykháf í eldhúsi, segir Úlfar Þóris- son, sem tók við rekstri hótelsins í maí síðastliðnum. Einn starfsmanna hótelsins þurfti aðhlynningu vegna reyk- eitrunar, og var hann fluttur á Landspítalann í Reykjavík. Aðra sakaði ekki í brunanum. „Þetta gerðist allt mjög hratt og húsið fylltist fljótlega af reyk,“ segir Úlfar. Hann segir húsið hafa verið rýmt um leið og eldur- inn kviknaði. Fáir voru á hótelinu þegar eldurinn kviknaði, en til stóð að slá upp grillveislu um kvöldið og halda tónleika. Húsið var alelda þegar slökkvi- liðsmenn frá Brunavörnum Árnes- sýslu komu á staðinn. Þeir börðust við eldinn ásamt slökkviliðs mönnum frá höfuð- borgar svæðinu, en fengu lítið við eldinn ráðið. Húsið er mikið skemmt og talið ónýtt. Slökkviliðsmenn unnu fram eftir kvöldi við að slökkva glæður, og til stóð að halda vakt við húsið í nótt. - bj, vsp / sjá síðu 4 Eyðileggingin algjör Hótel Valhöll á Þingvöllum fór illa í eldsvoða í gær og er talið ónýtt. Ekki var brugðist við skýrslu frá árinu 2006 sem sagði brunavörnum ábótavant. Ég er ekki hissa á þessum endalokum segir annar höfunda svartrar skýrslu. GRÍÐARLEGT ELDHAF Eldur varð laus í húsinu síðdegis í gær og varð húsið alelda á um hálfri klukkustund. Mildi þykir að enginn skyldi slasast alvarlega í brunanum en húsið var rýmt strax eftir að eldsins varð vart. Slökkviliðsmenn fengu lítt við ráðið og brann hótelið nánast alveg til grunna. FRÉTTABLAÐIÐ / DÍANA MIKAELSDÓTTIR BRUNNIÐ TIL GRUNNA Ekkert eftir nema af hinu fornfræga hóteli nema rústir einar. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR Hótel Valhöll var byggt árið 1898. Upphaflega var það bárujárnsklætt timburhús með 136 fermetra grunnflöt. Árið 1929 var það flutt á þann stað þar sem það stóð til loka. Þá var hafist handa við að byggja við það fyrir Alþingishátíð- ina 1930. Byggt var eftir teikning- um Guðjóns Samúelssonar. Húsið hefur verið í eigu ríkisins frá árinu 2002. - vsp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.