Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 46
22 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR MERKISATBURÐIR 1809 Önnur auglýsing Jörundar hundadagakonungs birt- ist þar sem hann tilkynnir að hann hafi tekið að sér stjórn landsins. 1911 Konungur staðfestir lög um jafnan rétt kvenna á við karla til menntunar og embætta. Frumvarpið flyt- ur Hannes Hafstein. 1923 Í Reykjavík verða fjölda- slagsmál á milli sjómanna og útgerðarmanna vegna launadeilu. 1972 Skákeinvígi á milli Boris Spasskí, þáverandi heims- meistara í skák, og áskor- andans Bobbys Fischer hefst í Reykjavík. 1993 Björk verður fyrst ís- lenskra listamanna til að komast á topp tíu listann í Bretlandi er plata hennar Debut fer beint í 3. sæti. 1998 Hvalfjarðargöngin opnuð. JÓN ÓLAFSSON RITSTJÓRI AND- AÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1916. „Sest ryk á sannleikann ef sópana vantar“. Jón var skeleggur blaðamað- ur og ritstjóri, alþingismaður, skáld og þýðandi. „Það voru merk tímamót fyrir mig, stráklinginn, að vera allt í einu kom- inn í band með landsliðinu,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um þá jákvæðu reynslu að komast í hljómsveit Andrésar Ingólfssonar árið 1959, þá aðeins tvítugur að aldri. Andrés var í hópi bestu djassleikara landsins og náði þetta sama ár efsta sæti í alþjóðlegri tónlistarkeppni. Sigurlaunin voru skólavist í Berklee- skóla í Boston, sem þá var frægasti djassskóli heimsins, og þangað fór hann um haustið til náms. Heimkom- inn átti hann farsælan feril í hljóm- sveitum Ingimars Eydal, Ólafs Gauks og Ragnars Bjarnasonar en lést fyrir aldur fram árið 1979. Reynir hefur fengið til liðs við sig valinkunna djassara og ætlar að minnast merkisársins 1959 bæði í sínu lífi og Andrésar með tónleikum í Frí- kirkjunni annað kvöld, sunnudag, og á Kaffi Rosenberg á mánudagskvöld. Þar tekur Haukur Gröndal hlutverk Andrésar og leikur á saxófón, Ás- geir Ásgeirsson spilar á gítar, Gunn- ar Hrafnsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Reynir kveðst hafa byrjað í dans- tónlist sautján ára og djassi um tví- tugt. „Djassinn var eiginlega dans- tónlist á þessum tíma. Það var tjúttað eftir svinglögunum og mörg dægur- lögin voru með djassbíti,“ minnist hann. Hann segir hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hafa leikið í Þórskaffi, Vetrar garðinum, Selfossbíói og Kross- inum í Keflavík. Einnig á Hótel KEA á Akureyri. „Það var mikil upplifun og upphefð að spila í þeirri hljómsveit. Við vorum með söngvara með okkur, Sigurð Johnny, sem sá um vinsælda- lögin eins og Blueberry Hill með Louis Armstrong-stælingu.“ Sjálfur hefur Reynir spilað alla sína tíð eftir að hann komst á bragðið og hélt áfram í djass- og dansmúsík til 24 ára aldurs, með hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls og Svavars Gests auk þess sem hann sjálfur stýrði hljómsveit í Leikhúskjallaranum. Eftir nám í tón- listarskóla hóf hann að kenna og gekk til liðs við Sinfóníuhljómsveitina, þar sem hann lék frá þrítugsaldri fram yfir sextugt. Hann kveðst þó alltaf hafa gripið í djassinn með félögum sínum af og til. Nú eru það gömlu, góðu lögin sem verða rifjuð upp á tónleikunum næstu daga. Reynir nefnir Flying Home og Samba De Orfeo þar sem kenna má brasilískra áhrifa. „Ég er bara að rifja upp þennan skemmtilega tíma árið 1959,“ segir hann og kveðst þó taka fram að það verði djasshliðin á hljómsveit Andrésar Ingólfssonar sem verði ofan á. gun@frettabladid.is REYNIR SIGURÐSSON: MINNIST ÁRSINS 1959 MEÐ TÓNLEIKUM Djassinn var dansmúsík þá HLJÓMSVEIT ANDRÉSAR INGÓLFSSONAR Leiðtoginn situr efstur. Aðrir eru Þórir Roff, Jón Páll Bjarnason, Reynir Sigurðsson, Árni Egilsson og Ólafur Stephensen. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞEIR FETA Í FÓTSPORIN Erik Qvick, Ásgeir Ásgeirsson, Reynir sjálfur, Gunnar Hrafnsson og Haukur Gröndal. MYND/ÚR EINKASAFNI Beint útvarp úr Matthildi hét þáttur sem hóf göngu sína þennan dag árið 1971. Um var að ræða grínþátt í Ríkisútvarpinu undir stjórn Dav- íðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þór- arins Eldjárns, skólafélaga úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þátturinn náði fljótt miklum vinsæld- um landsmanna enda ekki sérlega mikið um grín og glens í útvarpinu á þessum tíma og allra síst á sumrin. Þeir Matthildingar höfðu auðugt ímynd- unarafl, litu á málefni líðandi stundar í spéspegli og fóru oft á kostum í umfjöllun sinni. Sem dæmi um brandara þeirra má nefna einn um að til stæði að flytja Reykjavíkurtjörn upp á Árbæjarsafn en áður þyrfti að fylla hana af stíf elsi. Einnig má geta viðtals við formann ung- mennafélaganna sem nefndur var Elliði Karlsson og sagði helsta áhyggjuefni ungmennafélaganna vera manninn með ljáinn. Matthildi var útvarpað um Ríkisútvarp- ið sumarið 1971, í desember 1971 og sumar- ið 1972. Hún var fimmtán þœttir alls, hátt í fimm klukkustundir samanlagt. Brot af því besta var gefið út á plötum. ÞETTA GERÐIST: 11. JÚLÍ 1971 Matthildingar í loftið timamot@frettabladid.is MOSAIK Miðaldamarkaður hefur verið opnaður að Laugarbakka í Miðfirði í Húnaþingi. Söluvarningurinn er úr hérað- inu, handverk á borð við krúsir sem líkjast fornminjum, trésverð, jurtalitað band og skikkjur. Einnig ýmislegt matarkyns svo sem sultur og brauð. „Þetta er fyrsta skrefið í verkefninu Laugarbakki – sagnasetur sem okkur dreymir um að koma á fót. Draumurinn er að bjóða í framtíðinni upp á gistingu og veitingar í sögu- aldarstíl,” segir Valgerður H. Bjarnadóttir, sem er í for- svari fyrir verkefnið. Gestir og íbúar Húnaþings hafa tekið markaðinum vel að sögn Valgerðar. Hann verður opinn alla laug- ardaga og sunnudaga í sumar frá klukkan 13 til 19. Klukkan 17 hvorn dag er farið með fornar sagnir og söngva í svokölluðum Grettishring fyrir gesti sem þar sitja og ylja sér við langeldinn. Markaður í miðaldastíl GRASATE Í FORNALDARKRÚSUM „Þetta er fyrsta skrefið í verkefn- inu Laugarbakki – sagnasetur,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir. AFMÆLI GRÉTAR ÖRVARS- SON tónlist- armaður er fimmtugur í dag. HERMANN HREIÐARS- SON knatt- spyrnumað- ur er 35 ára í dag. GIORGIO ARMANI tískuhönn- uður er 75 ára í dag. LIL‘ KIM rappari er 35 ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.